Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Qupperneq 20

Tölvumál - 01.02.2008, Qupperneq 20
2 0 | T Ö L V U M Á L Tölvuleikir til kennslu Tölvuleikir höfða til sífellt stærri hóps fólks þar sem þeir fanga athygli leikmanna sem takast á við margvísleg verkefni. Tölvuleikir eru hannaðir með það fyrir augum að halda notendum þeirra við efnið, til dæmis með spennandi markmiðum, hvetjandi umbun og slóð vísbendinga sem viðheldur áhuga. Til að komast áfram í leiknum þarf leikmaður að öðlast ákveðna þekkingu og þjálfa hjá sér ákveðna færni. Lærdómur þessi er einstaklingsmiðaður, því framvinda hvers og eins getur verið misjöfn og upplifunin einstaklingsbundin. Tölvan þjónar þarna hlutverki lærimeistara sem heldur utanum árangur, gefur leiðbeinandi útskýringar og sýnir endalausa þolinmæði ef hægt gengur. Maður veltir því auðvitað fyrir sér hvort hægt sé að nota þessa tækni til að kenna hagnýta hluti eða almenna færni sem nýtist í hinum raunverulega heimi. Kennsluleikir hafa vissulega verið framleiddir allt frá því að tölvur birtust fyrst í skólum, en það eru nokkrir þættir sem gera umræðuna um tölvuleiki til kennslu mun fyrirferðarmeiri nú en nokkru sinni áður. Í fyrsta lagi er að koma fram á sjónarsviðið ný kynslóð kennara sem alin var upp í stafrænum heimi, svo ekki sé talað um alla þá nemendur sem enn sitja á skólabekk. Í huga þeirra eru tölvuleikir eins og hver annar stafrænn miðill og læsi á þann miðil er almennari en áður. Þessi kynslóð kennara og nemenda er því sérstaklega vel í stakk búin til að nýta sér kennslueiginleika leikja. Í öðru lagi hafa örar framfarir í vél­ og hugbúnaði getið af sér nýja kynslóð leikja sem ná að herma betur eftir raunverulegum aðstæðum eða verkefnum en áður hefur verið hægt. Þetta hefur til dæmis ýtt undir útbreiðslu svokallaðra hermiumhverfa til hverskyns þjálfunar. Við getum því gert hluti núna sem útilokað var að reyna fyrir 10 eða jafnvel 5 árum síðan. Loks eru það atvinnurekendur sem gera í vaxandi mæli kröfur um færni sem hefur ekki fengið mikla athygli í kennsluleikjagerð fram að þessu en er þjálfuð þegar flóknir afþreyingarleikir nútímans eru spilaðir, s.s. aðlögunarhæfni, samskiptafærni og sjálfstæð þekkingaröflun. Hér er því um að ræða nánast óplægðan akur. Bandaríkin vakna til vitundar Bandalag bandarískra vísindamanna eða „The Federation of American Scientists“ (FAS), var stofnað 1945 af vísindamönnum úr Manhattan verk efninu svonefnda, sem gengið hafði út á að þróa fyrstu bandarísku kjarnorkusprengjuna. Vísindamönnunum þótti þeir bera til þess siðferðilega skildu að miðla af þekkingu sinni og reynslu í þágu almennings og tryggja ábyrgari notkun stjórnvalda á nýrri tækni. Nú standa nær 70 nóbelsverðlaunahafar í efnafræði, hagfræði, læknisfræði og eðlisfræði að baki bandalaginu, sem í dag tekur á fjölda allan af mannúðarmálefnum sem tengjast tækni og vísindum. Eitt helsta hlutverk bandalagsins er að veita stjórnvöldum vestra aðhald og hafa áhrif á stefnumótun þeirra. FAS ákvað að bregðast við fjölda rannsókna sem sýna að Bandaríkin þurfa að viðhalda leiðtogahlutverki á sviði tækni og vísinda ef þau eiga að halda sinni sterku stöðu á alþjóðavettvangi. Jafnframt hefur verið bent á að til að þetta megi takast, þurfi bandarískt vinnuafl að sýna meiri lipurð gagnvart tækniþróun og vera tilbúið að takast á við nýjar starfsgreinar um leið og þær verða til. FAS tók eftir því að tölvuleikir virðast hvað eftir annað geta kennt fólki að greina og leysa ný og flókin vandamál, gera nýjar áætlanir, framkvæma þær, og aðlagast síbreytilegum aðstæðum. Bandalagið telur að þarna sé ekki aðeins um að ræða eiginleika sem vinnuafl 21. aldarinnar þurfi að hafa, heldur séu þeir hreinlega nauðsynlegir núna strax til að Bandaríkjamenn geti staðist samkeppni við ódýrara vinnuafl annarra landa á tæknisviðinu. Góð ráð væru því dýr. Blásið til þings Til að kryfja það hvernig Bandaríkin gætu virkjað þessa, mögulegu, öflugu, kennslueiginleika tölvuleikja til að bjarga sér frá nokkurskonar atvinnuhruni, blés FAS til sérstaks þings í Washington í lok 2005, ásamt ESA („Entertainment Software Association“) og NSF („National Science Foundation“). Þangað voru boðaðir um 100 sérfræðingar, meðal annars framkvæmdastjórar tölvuleikjafyrirtækja, hugbúnaðarsérfræðingar, útgef­ endur kennsluefnis, vísindafólk á sviði tækni­ og kennslufræða, styrkendur rannsókna, fulltrúar stjórnsýslunnar og ásamt kennurum. Sjálfur tók ég þátt sem fulltrúi rannsóknarseturs við Suður­Kaliforníuháskóla sem rannsakar notkun gervigreindar og sýndarumhverfa við kennslu og þjálfun. Ég starfaði þar við rannsóknir frá árinu 2003 til ársins 2006. teknir alvarlega vestanhafs Tölvuleikir Dr. Hannes Högni Vilhjálmsson lektor við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.