Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Side 23

Tölvumál - 01.02.2008, Side 23
T Ö L V U M Á L | 2 3 3f er félag um upplýsingatækni og skólastarf, er það opið öllum sem áhuga hafa á þeim málum. Félagið á sér nokkra sögu en upphaflega stóðu effin þrjú fyrir Félag forritara fræðslukerfisins en það var áður nafn þess. Eins og núverandi nafn félagsins ber með sér þá er það vettvangur þeirra sem með einum eða öðrum hætti koma að upplýsingatækni í menntun. Í félaginu eru því kerfisstjórar, þeir sem forrita kennsluforrit, kennarar af öllum skólastigum frá leikskóla til háskóla, skólastjórnendur og margir fleiri. Eitt af markmiðum stjórnar félagsins er að efla starfsemi þess m.a. með því að halda fræðslufundi, námskeið og ráðstefnur. Frá 1999 til 2005 hélt menntamálaráðuneytið árlega ráðstefnu, UT, þar sem fjallað var um upplýsingatækni í skólastarfi. Þessar ráðstefnur eru nú aflagðar, í bili að minnsta kosti og því hefur myndast ákveðin eyða. Það hefur því skort vett­ vang fyrir þá sem vinna að upplýsingatæknimálum og menntun að hittast og skiptast á reynslu. Stjórn 3f hefur áhuga á að bæta úr því og stefnir að árlegu ráðstefnuhaldi. Haustið 2005 stóð félagið fyrir tveggja daga ráð stefnu um fjarnám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og nú í byrjun nóvember 2007 var svo haldin ráðstefna í Verzlunarskóla Íslands undir heitinu „Vörður vísa veginn“. Vörður vísa veginn Heiti ráðstefnunar vísar m.a. til þess að í kennslu og í notkun upplýsingatækni eru margar leiðir, það er þó gott að hafa viðmið eða hjálp til að styðjast við. Vörðurnar geta þannig t.d. verið þeir sem aðstoða kennara og nemendur í notkun upplýsingatækni. Leitast var við að bjóða upp á metnaðarfulla dagskrá á ráðstefnunni í Verzlunarskólanum. Þar fluttu um það bil 20 fyrirlesarar erindi en heildarfjöldi þátttakenda var um 100 manns. Góður rómur var gerður að ráðstefnunni og gestir virtust almennt vera mjög sáttir. Einn af aðal fyrirlesurum ráðstefnunnar, Kolbrún Svala Hjaltadóttir, fjallaði einmitt um rannsókn sem hún hefur gert á áhrifum þess að veita kennurum faglegan stuðning í notkun á upplýsingatækni. Niðurstöður hennar sýna að slíkur stuðningur hefur úrslitaþýðingu varðandi það að kennarar nýti sér tæknina og möguleika hennar. Sigurður Fjalar Jónsson var á svipuðum slóðum í sínu erindi þar sem hann talaði um innleiðingu á upplýsingatækni í skólastarf. Það eru frumkvöðlar í skólakerfinu sem taka upp nýja tækni og aðferðir en erfiðara reynist síðan að koma reynslu og þekkingu þeirri til annarra kennara. Það þarf að koma til þjálfun, hvatning, námsefni og fleira sem segja má að séu nokkurs konar vörður fyrir kennara við innleiðingu á upplýsingatækni. Salvör Gissurardóttir flutti þriðja aðalerindið en þar fjallaði hún um Second Live og möguleika þess sýndarveruleika í námi og kennslu. Salvör hefur sannarlega hlaðið vörður og vísað kennurum leiðina í notkun á nýrri tækni í gegnum tíðina. Áður en eiginleg dagskrá 3f hófst voru kynntar niðurstöður könnunar á notkun barna og unglinga á netinu og nýmiðlum. Menntamálaráðherra flutti inngang að þeirri kynningu en niðurstöðurnar eru fróðlegar og vert að skoða þær á saft.is, vef um örugga netnotkun barna. Tvær síðustu lotur ráðstefnunnar samanstóðu af þremur málstofum hvor. Í hverri málstofu voru flutt þrjú stutt erindi. Umfjöllunarefni þeirra voru mjög fjölbreytt, þau tengdust öllum skólastigum og snertu marga þætti skólastarfs og upplýsingatækni. Svo einhver dæmi sé tekin þá má nefna umfjöllun um þróunarverkefni á leikskóla, þýðingarvél, notkun alvarlegra leikja við kennslu, upplýsingatækni í nýjum menntaskóla, endurmenntun kennara, fjarnám, kerfisstjórnun í skólum og skólanet. Glærur og fleira frá ráðstefnunni má sjá á vefnum 3f­radstefna.wikispaces.com. Ráðstefnunni lauk svo með boði til Háskólans í Reykjavík þar sem ráð­ stefnugestir nutu góðra veitinga og skeggræddu málin. Nýttum okkur opinn hugbúnað Við skipulagningu ráðstefnunnar var ákveðið að nota ýmsa þá þjónustu sem er í boði á netinu og nýtist jafnframt í skólastarfi. Undirbúningsnefnd notaði Mindmeister og Google Docs við skipulagningu, settur var upp wiki­ ráðstefnuvefur, glærum var safnað á SlideShare og myndum á Tabblo. Þess má einnig geta að félagið 3f er með nýjan vef, 3f.is, sem styðst við Joomla vefumsjónarkerfið sem er opinn hugbúnaður. Félagið mun halda ótrautt áfram ráðstefnuhaldi og þakkar kærlega þeim sem fluttu erindi og sóttu ráðstefnuna Vörður vísa veginn. Stór hópur félagsmanna er ákaflega önnum kafið fólk, margir algjörlega ómissandi í skólum landsins þar sem þeir gegna veigamiklu hlutverki við að aðstoða bæði kennara og nemendur við notkun á upplýsingatækni. og vörðurnar 3f Björn Sigurðsson vefstjóri Menntagáttar hjá HugAx Salvör Gissurardóttir fjallaði um Second Live

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.