Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Síða 31

Tölvumál - 01.02.2008, Síða 31
T Ö L V U M Á L | 3 1 Kannanir Hagstofunnar á undanförnum árum sýna góða stöðu Íslands í samanburði við lönd Evrópu. Það er sérstaklega athyglisvert í könnuninni 2006 hversu mikinn áhuga Íslendingar sýna á að nota Internetið til sam­ skipta við opinbera aðila. Þessi áhugi sýnir með ótvíræðum hætti að Íslendingar eru viljugir til að nota þá rafrænu þjónustu sem boðið er uppá. Framboðið er hins vegar of lítið eins og nánar verður vikið að hér á eftir. Hvar getum við bætt okkur? Evrópusambandið stendur fyrir árlegri könnun á framboði á rafrænni þjónustu sem fyrirtækið CapGemini framkvæmir. Mælt er framboð á 20 mikilvægum þjónustuþáttum fyrir almenning og fyrirtæki og hefur framboðið á Íslandi aukist á þeim sex árum sem könnunin hefur verið gerð en ekki jafn hratt og í öðrum ríkjum Evrópu. Þróunin hefur verið sú að Ísland hefur færst úr 14. sæti (af 17) árið 2001 í 22. sæti (af 31) árið 2007 og er það óásættanleg þróun. Hægt er að velta fyrir sér hvernig skýra megi þessa stöðu. Ein möguleg skýring gæti verið sú að verkefni á sviði rafrænnar stjórnsýslu hafi ekki fengið nægan forgang hjá ráðuneytum og stofnunum. Önnur skýring gæti verið sú að einstök verkefni á þessu sviði hafi ekki verið skilgreind í stefnunni um upplýsingasamfélagið og því ekki fengið nægjanlega athygli. Sú þriðja gæti verið á þá leið að forstöðumenn stofnana hafi verið að bíða eftir því að rafræn skilríki yrðu gefin út og leystu ýmsar flækjur varðandi örugga auðkenningu og rafrænar undirskriftir. Alþjóða efnahagsstofnunin: World Economic Forum (WEF*) gerir árlegar kannanir á ýmsum þáttum sem varða þróun upplýsingasamfélagsins. Niðurstaðan er svokölluð rafræn færnivísitala (e. Networked Readiness Index) sem er samsett úr þremur þáttum, umhverfi, færni og notkun. Í stuttu máli sagt er Ísland í 8. sæti árið 2006 en var í 2. sæti árið 2004. Sá þáttur sem lækkar okkur með afgerandi hætti er færni, en þar er átt við atriði eins og kostnað við háhraðatengingar, rannsóknir og þróun fyrirtækja, forgangsröðun upplýsingatækni hjá stjórnvöldum, mögu leika á rafrænu samráði og fleira. Hvernig hefur gengið að innleiða stefnuna um upplýsinga­ samfélagið? Forsætisráðuneyti hefur haft leiðandi hlutverk við innleiðingu þeirra tveggja stefna sem innleiddar hafa verið á Íslandi um málefni upplýs­ ingasamfélagsins. Mikið hefur breyst á tíu ára tímabili, bæði í tækninni sjálfri og notkun hennar á öllum sviðum þjóðlífsins. Það sem upp úr stendur er eigi að síður þjóðin sjálf og einstakur vilji hennar til að nýta sér þá tækni og rafrænu þjónustu sem í boði er. Í tengslum við framkvæmd stefnu um upplýsingasamfélagið hefur stjórn­ sýslan ekki aðeins tekist á við upplýsingatæknina sjálfa og innleiðingu hennar á hin ýmsu svið samfélagsins heldur hefur einnig verið tekist á við það verkefni að koma skipulagi á samráð og samskipti innan hins opinbera kerfis. Slíkt samráð er nauðsynlegt til að miðla þekkingu og reynslu og samræma það sem samræma þarf á sviði upplýsingatækni. Starfandi hafa verið fjölmargir hópar svo sem verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið, verkefnisstjórn um rafræna stjórnsýslu, samráðshópur ráðuneyta um mál efni upplýsingasamfélagsins og samráðshópur ríkis, sveitarfélaga, atvinnulífs ofl. um upplýsingasamfélagið. Fyrir utan framangreinda starf­ semi hefur verið lögð áhersla á funda­ og ráðstefnuhald og síðustu ár hefur verið haldinn svonefndur UT­dagur eða dagur upplýsingatækninnar í þeim tilgangi að miðla upplýsingum og þekkingu. Mælt er framboð á 20 mikilvægum þjónustuþáttum fyrir almenning og fyrirtæki og hefur framboðið á Íslandi aukist á þeim sex árum sem könnunin hefur verið gerð en ekki jafn hratt og í öðrum ríkjum Evrópu. Þróunin hefur verið sú að Ísland hefur færst úr 14. sæti (af 17) árið 2001 í 22. sæti (af 31) árið 2007 og er það óásættanleg þróun Samkvæmt könnun CapGemini er framboð á rafrænni opinberri þjónustu á Íslandi langt undir meðaltali Evrópulandanna * Global Information Technology Report (GITR)­http://www.insead.edu/v1/gitr/wef/main/home.cfm
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.