Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Síða 32

Tölvumál - 01.02.2008, Síða 32
3 2 | T Ö L V U M Á L Forsætisráðuneytið fékk fyrirtækið Capacent til að gera úttekt á framkvæmd stefnunnar um upplýsingasamfélagið 2004­2007, Auðlindir í allra þágu, sem nú er að renna sitt skeið á enda og fór sú úttekt fram seinni hluta árs 2007. Helstu niðurstöður eru þær að margt hafi áunnist á framkvæmdatíma stefnunnar og eru tilnefnd ýmis dæmi þar um, en þó telur Capacent að enn sé nokkuð í land með að uppfylla öll þau markmið sem fram komu í stefnunni. Í skýrslunni segir: „Af þeim 64 markmiðum sem sett eru fram í stefnunni hefur 18 markmiðum verið að fullu lokið, 23 eru langt komin og 11 eru í vinnslu. Að lokum eru 12 markmið sem lítið eða ekkert hefur verið unnið að. “ Helstu ástæður þess að ekki náðist betri árangur telur Capacent vera þær að markmið stefnunnar voru ekki nægjanlega vel skilgreind, markmiðum var ekki forgangsraðað, þörf hafi verið á frekari vitundarvakningu meðal ráðuneyta og stofnana og að verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið hefði átt að hafa formlegra eftirlitshlutverk gagnvart ráðuneytum. Í könnun sem Capacent gerði meðal forstöðumanna ríkisstofnana 2007 í tengslum við úttektina kom margt athyglisvert í ljós. Það er mat forstöðumanna að innleiðing rafrænnar stjórnsýslu gangi almennt vel. Þeir hafa sent fulltrúa sína á viðburði sem tengjast innleiðingu stefnunnar (75%) og telja að þeir viðburðir hafi verið gagnlegir (68%). Helstu þættir, að þeirra mati, sem standa í vegi fyrir að opinberar stofnanir innleiði upp­ lýs ingatækni í opinberri þjónustu eru skortur á fjármagni og skortur á samræmingu milli opinberra stofnana. Einnig kom fram að forstöðumenn (90%) telja mikilvægt að opinberum stofnunum verði boðin frekari aðstoð við innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu. Þessi umfangsmikla úttekt er ómetanlegt veganesti fyrir þá vinnu sem framundan er því mat og mælingar á frammistöðu eru grundvöllur þess að lært verði af reynslunni og heppilegustu aðferðum verði beitt hverju sinni. Við getum gert miklu meira og betur Hafin er vinna við að móta þriðju stefnu ríkisstjórnar Íslands um upp­ lýsingasamfélagið sem gilda mun frá 2008­2011. Skipuð hefur verið fimm manna nefnd sem mun stýra stefnumótunarvinnunni en í henni sitja tveir fulltrúar frá hvorum stjórnarflokki auk fulltrúa forsætisráðuneytis. Stefnt er að því að ný stefna verði tilbúin og kynnt á vormánuðum 2008. Í skýrslu Capacent koma fram margar tillögur og ábendingar sem tekið verður mið af í stefnumótunarvinnunni. Litið verður á stefnumótunina og innleiðingu stefnunnar sem eitt samofið ferli til að stuðla að því að sem bestur árangur náist. Þar er lykilatriði að viðhafa opið samráð og tryggja aðkomu þeirra sem eiga að innleiða stefnuna. Tilgangur slíks samráðs er ekki einungis að fá fram góðar hugmyndir og tillögur heldur einnig að nýta dýrmæta sérþekkingu til að koma í veg fyrir vankanta sem annars gætu orðið á stefnunni og gera hana þannig úr garði að hún sé framkvæmanleg. Annað lykilatriði er að huga að því þegar í stefnumótunarferlinu hvernig mat og eftirlit eigi að fara fram og skilgreina markmið þannig að þau séu mælanleg og tímasett. Tækifærin í smæðinni Síðustu áratugi hafa bæði stjórnsýsla og atvinnulíf tekið stórstígum breyt­ ingum með hagnýtingu upplýsingatækninnar. Íslenskt samfélag er lítið og hefur það bæði kosti og galla í för með sér. Kostirnir eru þó mun fleiri en ókostirnir ef litið er til þess hvernig Íslendingar hafa spilað úr sínum spilum þó ljóst megi vera að hægt er að gera enn betur. Kostirnir felast í því að boðleiðir eru stuttar og það er tiltölulega auðvelt að innleiða nýja tækni í samfélagið allt einkum vegna þess að einhverra hluta vegna virðast Íslendingar vera sérstaklega áhugasamir og viljugir til að fjárfesta í og nota tæknibúnað og lausnir. Í þessu felast tækifæri bæði fyrir opinbera aðila og atvinnulífið. Tækifærin hafa þó ekki verið nýtt nægjanlega vel til þessa þó margt gott hafi verið gert. Það er því eftir miklu að slægjast fyrir fyrirtæki og stofnanir að koma á hvers kyns sjálfsafgreiðslu á Netinu með tilheyrandi hagræðingu. Ókostir við lítið samfélag eru meðal annars þeir að samanborið við stærri samfélög standa fáir einstaklingar að baki hverju verkefni sem vinna þarf á sviði upplýsingatækni og í mörgum tilfellum eru fyrirtæki það smá að þeim gengur illa að takast á við þessi flóknu verkefni. Kostirnir vega þó mun meira en ókostirnir og Íslendingar ættu að líta á smæð samfélagsins sem tækifæri til að ná árangri í innleiðingu upplýsinga­ og fjarskiptatækni hraðar og betur en stærri samfélög.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.