Tölvumál - 01.02.2008, Page 35
T Ö L V U M Á L | 3 5
Flóknara rekstrarumhverfi
Vaxandi skilningur og áhugi viðskiptalífsins á mikilvægi rekstarsamfellu í
sífellt áhættumeira og flóknara rekstrarumhverfi mun án efa greiða götu
þessa nýja staðals. Fyrirtæki hafa hingað til gert áætlanir út frá eigin fors
endum, hvert með sínum hætti. Mörg fyrirtæki hafa einnig krafið sam
starfsaðila eða birgja um sambærilegar áætlanir. Engir staðlar um þetta hafa
hingað til verið til og hafa áætlanir verið eins ólíkar og þær eru margar. Að
hafa aðgang að „bestu aðferðum“ mun spara tíma og fyrirhöfn og tryggja
betra samræmi við gerð slíkra áætlana og um leið gera allan samanburð
auðveldari.
Þess má geta að í Bretlandi ber sveitarfélögum skylda til að innleiða
áætlanir um samfelldan rekstur í stofnunum og mun þessi nýi staðall án
efa ná skjótri útbreiðslu þar í landi. Breska fjármálaeftirlitið hefur jafnframt
í hyggju að skylda fyrirtæki innan sinna vébanda til að innleiða staðalinn.
Þetta getur haft mikil keðjuverkandi áhrif út um allan heim.
Kröfur um áætlanir um samfelldan rekstur verða án efa vaxandi hjá íslensk
um fyrirtækjum og stofnunum í náinni framtíð.
Ábyrg stjórnun
Áætlanir um samfelldan rekstur ættu að vera hluti af menntun og þjálfun
stjórnenda á sama hátt og fjármál, markaðsmál, mannauðsstjórnun og
verk efnastjórnun. Því má ekki gleyma að staðallinn sjálfur er einungis
hjálpartæki meðan að tilgangurinn er að efla vitund fyrirtækja og stofnana
um nauðsyn þess að huga að skipulögðum aðgerðum á sviði áætlana um
samfelldan rekstur.
Staðallinn BS 25999 á það sammerkt með stöðlum eins og ISO/IEC 27001
og ISO 9001 að vera stjórnunarstaðall en ekki tæknistaðall.
Áætlanir um samfelldan rekstur
hafi það markmið að vernda
fyrirtækið sjálft, allan rekstur
þess, starfsfólk, ímynd og orðspor
Engir staðlar um þetta hafa hingað
til verið til og hafa áætlanir verið
eins ólíkar og þær eru margar