Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Qupperneq 38

Tölvumál - 01.02.2008, Qupperneq 38
3 8 | T Ö L V U M Á L við hugbúnaðargerð Reynslusaga kvikra aðferða af notkun Svokallaðar kvikar aðferðir við hugbúnaðarþróun (Agile Software Development) hafa verið í kastljósinu undanfarin ár. Hér verður varpað ljósi á slíkar aðferðir með því að skoða raunverulegt dæmi um notkun þeirra. Verkefnið sem um ræðir var unnið innan hugbúnaðardeildar Glitnis banka á tímabilinu 17. september til 31. október 2007. Undirritaður vann að verkefninu sem ráðgjafi og forritari. Um verkefnið Þann 1. nóvember s.l. tók gildi hér á landi svokölluð MiFID tilskipun (Mark ets in Financial Instruments Directive). Þar er fjallað um skyldur fjármálafyrirtækja með leyfi til verðbréfaviðskipta sem og skipulega verð­ bréfamarkaði. Glitnir fór þá leið að leysa stóran hluta innleiðingar þessarar tilskipunar með sérhæfðum hugbúnaði, skrifuðum innanhúss. Í upphafi verkefnisins var ákveðið að unnið yrði eftir kvikum aðferðum við hugbúnaðargerð. Fyrir því voru nokkrar ástæður: • Verkefnið hafði vel skilgreinda lokadagsetningu (1. nóvember þegar tilskipunin skyldi taka gildi). • Verktíminn var mjög skammur í ljósi umfangs verkefnisins. • Vegna ytri aðstæðna var líklegt að kröfur til hugbúnaðarins myndu breytast á verktímanum. Allt eru þetta dæmigerð vandamál sem slíkar aðferðir eiga að taka á. Þar að auki hafði bankinn þegar hafið vinnu við að innleiða nýjar aðferðir við hugbúnaðargerð innan bankans sem áttu að taka mið af kvikum aðferðum. Hugbúnaðarhluti MiFID Hugbúnaðarhluti MiFID verkefnisins í Glitni snerist um fjóra þætti: • Flokkun viðskiptavina eftir þörf fyrir vernd og leiðbeiningar við fjármálagerninga. • Halda utan um skilmála sem viðskiptavinir þurfa að samþykkja og undirskriftir þeirra. • Halda utan um spurningalista (svokölluð Suitability ­ og Appropriateness test) og svör viðskiptavina. • Birta viðskiptavinum viðskiptafyrirmæli (Execution Policy). Þrátt fyrir að hugbúnaðarhluti verkefnisins væri ekki sérstaklega stór í sniðum þá snerti hann ýmis kerfi sem þurfti að samþætta. Helstu kerfishlutar MiFID vefþjónusta: Grunneining kerfisins var útfærð sem vefþjónusta. Helsta hlutverk hennar er að enduspegla þá þjónustu sem bankinn þarf á að halda vegna MiFID reglna. MiFID Windows biðlari: Miðlari í verðbréfadeild bankans notar MiFID biðlarann til að fletta upp upplýsingum um viðskiptavini, flokkun þeirra og stöðu gagnvart MiFID reglum, þ.e. hvort viðkomandi hafi skrifað undir nauðsynlega skilmála og skilað inn svörum við spurningalistum. MiFID vefbiðlari í netbanka: Í netbanka Glitnis geta viðskiptavinir skrifað rafrænt undir skilmála og svarað spurningalistum. Oracle gagnagrunnur: Öll MiFID tengd gögn bankans eru geymd í Oracle gagnagrunni. Vegna kröfu MiFID um rekjanleika er breytingasaga sérhvers einindis geymd. Jóhann Grétarsson hugbúnaðarsérfræðingur hjá Stika ehf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.