Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Qupperneq 40

Tölvumál - 01.02.2008, Qupperneq 40
4 0 | T Ö L V U M Á L Skipta verktíma í ítranir: Það að skipta verktímanum niður í ítranir/spretti þar sem ákveðinn hluti kerfisins var hannaður, forritaður, prófaður og svo hleypt af stokkunum kom vel út að flestu leyti (sjá þó umfjöllun síðar um of stuttar ítranir). Það skiptir mjög miklu máli í flestum hugbúnaðarverkefnum að afurðirnar líti dagsins ljós sem fyrst. Aðal ástæðan fyrir því er sú að það er í raun ekki fyrr en fólk er komið með eitthvað í „hendurnar“ sem það treystir því að verkefnið sé á réttri leið. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig forritunin dreifðist á verktímann. Þar kemur fram að strax í fyrstu viku var kóðun hafin og hélst hún nokkuð jöfn þangað til í síðustu vikunni. Þetta er þvert á það sem gerist í mörgum verkefnum þar sem kóðun eykst jafnt og þétt allan tímann og nær jafnvel hámarki undir lokin. Byrja að prófa strax: Fyrstu afurðir verkefnisins fóru í prófanir strax í lok 1. viku. Til prófunar var aðalgluggi Windows biðlarans með einu textasvæði og hnappi og fannst sumum gustuk að byrja að prófa þegar jafn lítið var tilbúið. Við þessar prófanir fundust 27 villur! Einingaprófanir á skilum (build): Mikill tími fór í prófanir á skilum við miðlægar þjónustur MiFID hugbúnaðarins. Segja má að einn forritari hafi nánast verið í fullu starfi við einingaprófanir. Enda fór það svo að villan sem fannst í þjónustunum var prentuð út og hengd upp á vegg. Leysa villur jafn óðum: Það reyndist mjög vel að ráðast á villurnar jafn óðum. Þetta gaf kost á því að nota síðustu vikuna til að endurprófa og undirbúa útgáfu kerfisins. Það sem virkaði ekki Of stuttar ítranir: Verktímanum var skipt upp í 7 ítranir. Hver ítrun var því tæplega ein og hálf vika en almennt er mælt með því að hver ítrun sé 4­6 vikur. Hópurinn rak sig fljótlega á það að ítranirnar voru of stuttar og mjög erfitt var að koma nokkru fyrir á þeim tíma. Tvisvar var því gripið til þess ráðs að sameina ítranir og urðu þær því 5 talsins þegar upp var staðið. Þó er ekki víst að betra hefði verið að fækka ítrunum enn frekar. Erfitt að skilgreina atburðarásir/notkunartilvik (scenarios/use cases): Það er gömul saga og ný að erfitt getur verið að lýsa í texta því sem hugbúnaður á að gera. Í MSF er farin sú leið að skilgreina svokallaða atburðarás (Scenario) sem lýsir því sem notandinn er að reyna að framkvæma og hvað það er sem hann vill geta gert í hugbúnaðinum. Í okkar tilfelli hefði verið hægt að skilgreina þessar atburðarásir betur og hefði þær þá nýst betur við forritun og prófanir. Hins vegar er rétt að benda á það að daglegir „scrum“ fundir minnka þörf fyrir skriflegar skilgreiningar sem þessar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.