Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Side 41

Tölvumál - 01.02.2008, Side 41
T Ö L V U M Á L | 4 1 Að hafa verk: Í MSF segja svokölluð verk (Tasks) til um það sem þarf að gera í hverri ítrun. Strangt til tekið þarf að vera til samþykkt verk fyrir öllu því sem framkvæmt er. Að mörgu leyti er þetta notadrjúgt, t.d. við áætlanagerð og eftirlit. Einnig dregur þetta eilítið niður í þeim „cowboy“ stíl sem stundum er talinn loða við kvikar aðferðir. Það getur hins vegar verið ansi leiðigjarnt að þurfa að skilgreina verk fyrir hvert einasta smáatriði sem gert er. Oft á tíðum er það hreinlega til að hægja á allri framvindu. Að finna eitthvert jafnvægi hér er ekki heiglum hent. Lengi í gang: Það er mjög auðvelt að vanmeta þann tíma sem fer í að koma hugbúnaðarverkefni af stað. Í MiFID verkefninu fór mun lengri tími en áætlað var í þessi fyrstu skref, þ.m.t. að koma upp þróunarumhverfi, búa til „build“, útvega öllum réttan aðgang o.s.frv. Hópurinn of fjölmennur: Kvikar aðferðir eru taldar henta best fyrir litla hópa með færri en 10 meðlimi. Í MiFID verkefninu voru 12 og sýnir reynslan okkur að það er algjört hámark. Sem dæmi þá er erfitt að halda „scrum“ fundi með svo mörgum. Samantekt Eins og áður segir gekk þetta verkefni vel þrátt fyrir að tímaramminn væri mjög þröngur, flestir þátttakendur voru að vinna eftir nýju hugbúnaðarferli í fyrsta sinn og að ýmsar tæknilegar nýjungar voru reyndar. Þegar verkefnið var gert upp hafði einn þátttakandi á orði að það mætti einu gilda eftir hvaða ferli væri unnið. Ef verkefnahópur væri skipaður hæfu fólki, einhver tæki að sér að finna út hvað ætti að gera í raun og annar að leiða vinnuna þá gæti ekkert klikkað. Skyldi það vera málið? Staðið var frammi fyrir dæmigerðum vandamálum sem kvikar aðferðir eiga að taka á 7 vikna heildarverktíma var skipt niður í 5 ítranir eða spretti. Í lok hverrar ítrunar var gefin út útgáfa af hugbúnaðinum í heild sinni Engin vandamál komu upp og í heildina gekk verkefnið mjög vel Ef verkefnahópur er skipaður hæfu fólki, einhver tekur að sér að finna út hvað ætti að gera í raun og annar að leiða vinnuna þá getur ekkert klikkað Í upphafi hvers dags var haldinn svokallaður ,,Scrum” fundur en hugtakið kemur frá Rugby íþróttinni. Hér er einmitt mynd af Rugby leikmönnum í ,,Scrum.”

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.