Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Qupperneq 46

Tölvumál - 01.02.2008, Qupperneq 46
4 6 | T Ö L V U M Á L Ólafur Páll Einarsson verkfræðingur hjá Símanum Hvað er Bluetooth? Bluetooth eða Blátönn eins og tæknin nefnist á íslensku, er þráðlaus samskiptatækni sem er sérstaklega hentug fyrir einföld samskipti yfir stuttar vegalengdir. Eitt af algengustu Bluetooth tækjunum sem við þekkjum úr okkar daglega lífi er farsíminn sem getur haft samskipti við t.d. aðra farsíma, tölvur, handfrjálsan símbúnað, myndavélar, gps tæki, mælitæki, og margt fleira. Segja má að Bluetooth hafi fyrst hafið sögu sína árið 1994 þegar Sven Mattisson og Jaap Haartsen frá Ericsson Mobile Platform í Lund í Svíþjóð fengu leyfi til að hefja rannsóknir á nýrri samskiptatækni sem þeir höfðu mikla trú á. Árið 1998 slóust nokkur önnur tæknifyrirtæki (Nokia, Intel, IBM og Toshiba) í hópinn með Ericsson og stofnuðu Bluetooth Special Interest Group (SIG). Ári síðar (júlí 1999) kom fyrsa útgáfa af staðlinum út, Bluetooth 1.0, eftir um 5 ára þróun og ákveðið var að nefna staðalinn eftir danska víkinginum Harald Blåtand. Í dag stýrir fagfélagið IEEE þróun og rannsóknum á staðlinum og er Bluetooth 3.0 nú í vændum. [7] Bluetooth vinnur á leyfisfrjálsa ISM­bandinu á 2.45 GHz, sem er sama tíðni og t.d. WiFi tæknin vinnur á. Bluetooth tæki skiptast upp í 3 mismunandi flokka eftir sendiafli og þar af leiðandi drægni tækjanna. Langdrægnustu tækin flokkast sem Class 1 tæki og ná 100m langdrægni með 100mW sendiafli. Þar á eftir koma Class 2 tæki sem ná 10m langdrægni með 2.5 mW. Síðast eru svo Class 3 tæki sem ná 1m langdrægni með 1mW sendiafli.[13] Farsímar eru án efa lang algengustu Bluetooth tækin og eru þeir nánast undantekningarlaust Class 2 tæki. Til þeirra nota sem fylgir tækjum á borð við farsíma er Class 2 hentugast sem ákveðið jafnvægi á milli langdrægni og aflnýtni. Önnur tæki geta haft aðra notkunarmöguleika eins og t.d. „Ultra Low Power Bluetooth“ sem passar betur sem Class 3 tæki o.s.frv. [11] Bluetooth notar tækni sem nefnist Fast Frequency­Hopping Spread Spectrum (FHSS) sem þýðir að í sérhverju sambandi hoppar sendandinn 1600 sinnum á sek á milli 79 mismunandi rása eða tíðnibila sem liggja frá 2402 – 2480 MHz. Eins og sjá má á skýringarmyndinni hér fyrir neðan er hver rás 1 MHz og hvert tímahólf 625 míkrósek á milli þess sem hoppað er á milli rása. [1] Áður en raunverulegu gagnasambandi er komið á, á milli tveggja tækja, koma þau sér saman um hoppunarröðina til þess að móttakandinn viti í hvaða röð hann eigi að hlusta á sendinguna o.s.frv. Eðlilega er sá hluti sem á undan fer (pörunin), ekki FHSS mótaður heldur skipt upp í tíma (Time Division Duplexing, TDD). FHSS tæknin var að miklu leyti þróuð af bandaríska hernum í þeim tilgangi að gera óvinum sínum erfiðara fyrir með hleranir eða truflana­árásir (e. Jamming) [14]. Með Bluetooth 2.1, sem er algengasti staðallinn í farsímum í dag, er flutningshraði 3 Mbit/s og þar af gagnahraði 2.1 Mbit/s. [13] Bluetooth samskiptaneti má lýsa eins og hefðbundnu TDC tölvuneti sem byggir á Master­Slave högun. Hvert stakt net getur að hámarki tengt saman 8 tæki, þ.e.a.s. með einum master og sjö slaves. Slíkt net er gjarnan kallað Piconet. Masterinn sér um að ákveða tíðnihopp­röðina sem notuð er í hver skipti í FHSS mótuninni og þess vegna verða öll samskipti ávallt að fara í gegnum masterinn. Þetta þýðir að tveir slaves geta ekki talað saman milliliðalaust. Hver master getur hins vegar tengst öðrum master og þannig tengt saman tvö eða fleiri Piconet, slíkt net eru köllur Scatternet. [12] Öryggi í Bluetooth Margar útgáfur af Bluetooth hafa verið gefnar út með mismunandi áherslum hvað varðar öryggismál. Fyrst og fremst er tæknin hönnuð fyrir einföld samskipti þar sem samskiptaleiðirnar eru stuttar. Takmörkun á afli og langdrægni setur samskonar takmarkanir á nothæfni tækninnar samanborið við aðra tækni sem væri hægt að nota í staðinn ef senda þyrfti yfir lengri vegalengdir eða til viðtakanda sem ekki endilega er tilbúinn til móttöku. Hingað til hafa gögnin sem Bluetooth tæki geyma, sbr. farsímar, ekki verið þess efnis að ávinningurinn sé nógu mikill til þess að leggja á sig mikla vinnu við að brjótast inn í tækið. Af þessari ástæðu hafa öryggismál ekki enn verið stórt áhersluatriði í þróun tækninnar og þær ráðstafanir sem þegar eru til staðar taldar fullnægja tilætluðum kröfum um öryggi. Öryggi í Bluetooth
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.