Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Síða 57

Tölvumál - 01.02.2008, Síða 57
setursins eru nú orðnir 5 talsins, en nýjustu meðlimir þess eru dr. Ari K. Jónsson og dr. Hannes Högni Vilhjálmsson. Eftir kynninguna voru haldnir tónleikar þar sem landskunnir tónlistarmenn öttu kappi við gervigreind þar sem gervigreindin var virkur þátttakandi uppi á sviði. Hljómsveitina skipuðu Matthías M.D. Hemstock, Silla, Jóel Pálsson og Hilmar Þórðarson, en gervigreindin, sem ber nafnið „Spávélin“, skipaði hlutverk fjórða hljómsveitarmeðlims. Spávélin birtist sem risastórt andlit á skjá og var hlutverk hennar í tónverkinu að fara með texta sem lýsir framtíðarsýn um svokallaðar spávélar og hugsanlegt hlutverk þeirra í þjóðfélagi framtíðarinnar. Andlitshreyfingarnar eru beintengdar við áform Spávélarinnar á nýjan hátt þannig að bæði geta tónlistarmennirnir horft og hlustað á Spávélina og Spávélin hlustað á þá. Tónlistarmennirnir gátu því fylgst með hreyfingum andlitsins til að átta sig á því hvað það vildi gera næst og hvenær það vildi fara með hvert erindi. Vísindamennirnir sem þróuðu Spávélina og komu fram ásamt henni voru Guðný R. Jónsdóttir, Eric Nivel og undirritaður. Gervigreindarkeppnin Bestu verkefni þátttakenda í Gervigreindarkeppninni voru heiðruð með verð launagripi keppninnar, gerviheilanum, ásamt 50 þúsund króna ávísun í boði CCP. Óháð dómnefnd mat öll verkefnin sem voru send inn og kynnt á hátíðinni, en nefndina skipuðu dr. Kristinn Andersen, Þróunarstjóri hjá Marel, sem var jafnframt formaður nefndarinnar, dr. Tómas Philip Rúnarsson, prófessor í HÍ og Reynir Harðarson, listrænn stjórnandi og meðstofnandi CCP. Þess má geta að þátttaka í keppninni er öllum opin en í ár bárust aðeins verkefni frá nemendum Háskólans í Reykjavík. Verkefni sigurvegaranna voru af ýmsum toga og öll mjög spennandi. Ágúst Karlsson og Freyr Magnússon hafa þróað aðferð fyrir vélmenni til að tákna umhverfi sitt og gert kleift að kenna því staðarhætti með munnlegum samskiptum; Kristleifur Daðason hefur þróað aðferðir til að geta leitað að myndskeiðum, að vissu leyti á svipaðan hátt og leitað er að heimasíðum á Google; Hrafn Þorri Þórisson hlaut viðurkenningu fyrir verkefni sitt Vél aldin en það er hugbúnaður sem hægt er að ná í á Netinu (http://cadia.ru.is/projects/ velaldin/) og gagnast við rannsóknir á sjálfskipandi kerfum (e. cellular automata); Jónheiður Ísleifsdóttir þróaði fyrirspurnarmál fyrir leikjatré; og Guðný R. Jónsdóttir hefur hannað kerfi sem getur talað við fólk, gripið fram í fyrir manni og brugðist rétt við þegar maður grípur fram í fyrir því. Eftir verðlaunaafhendingu voru básasýningar og veitingar. Ýmis fyrirtæki og samtök sýndu þar vörur og þjónustu, meðal annars Marel, Hexia. net, Össur, Rannís, Samtök íslands um gervigreind og vitvísindi (ISIR), Tungutæknisetur og fleiri. Jafnframt mátti sjá þar bása þeirra sem tóku þátt í Gervigreindarkeppninni. Gafst þar gestum hátíðarinnar tækifæri að skoða og ræða nánar við þátttakendur. Á næsta ári stendur til að halda þriðju gervigreindarhátíðina og vonumst við til að sjá sem flesta þar. Jónheiður Ísleifsdóttir og Guðný R. Jónsdóttir (t.h.) segja gestum á Gervigreindarhátíðinni frá lokaverkefnum sínum í tölvunarfræði. T Ö L V U M Á L | 5 7 Gervigreind í mannsmynd tók þátt í tónsköpun á Gervigreindarhátíðinni með því að fara með texta og stjórna söguþræðinum í Robot Opera, ásamt (frá vinstri) Jóel Pálssyni, Matthíasi M.D. Hemstock, Sillu. Kristinn R. Þórisson, Hilmar Þórðarson, Guðný R. Jónsdóttir og Eric Nivel þróuðu gervigreindina.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.