Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Side 59

Tölvumál - 01.02.2008, Side 59
T Ö L V U M Á L | 5 9 Gervigreind Gervigreind hefur löngum heillað þá sem áhuga hafa á tækniþróun, enda fá markmið háleitari en að smíða einhvers konar tæki sem getur hugsað og hagað sér eins og manneskja. Miklar væntingar voru gerðar um skjótan árangur í upphafi, en þrautin reyndist þyngri, eins og kannski hefði mátt sjá fyrir. Undanfarna áratugi hefur gervigreind hins vegar þroskast sem fræðasvið og fer nú mikil og fjölbreytt starfsemi fram á mörgum undirsviðum sem tengjast greind. Meðal helstu undirsviða í dag eru ákvarðanataka (e. decision­making) og áætlanagerð (e. planning), en á þeim sviðum hafa orðið miklar framfarir síðastliðin ár. Að ýmsu leyti eru þessi svið mikilvæg fyrir hvers kyns heildargervigreind framtíðarinnar, enda erfitt að sjá fyrir sér greinda veru sem ekki getur tekið hugsanlegar afleiðingar til greina þegar ákvarðanir eru teknar. En áhersla á þessi svið hefur einnig aukist vegna þeirra möguleika sem felast í nýtingu slíkra aðferða fyrir raunveruleg vandamál eins og stjórn flókinna tækja, stjórn framleiðsluferla, stýringu áhættufjármagns, og fleira. Ákvarðanataka og áætlanagerð Ákvarðanataka er svo breitt svið að fella mætti stóran hluta gervigreindar undir þann hatt. Grunnvandamálið viðist einfalt, að nýta tiltækar upplýsingar til að ákveða hvað gera skuli í gefnum aðstæðum. Til þess þarf upplýsingar um hvernig veröldin hagar sér og þar vandast málið töluvert. Veröldin er of stór og flókin til að hægt sé að taka allt með í reikninginn og í flestum þátt­ um er einhver óvissa tengd hegðun hennar. Þrátt fyrir það, hafa rann sóknir undanfarinna ára leitt til fjölmargra hagnýtra aðferða sem geta tekið tillit til slíkra þátta við að meta ákvarðanir og velja þær bestu. Áætlanagerð er náskyld ákvarðanatöku. Grunnvandamálið í þeim fræðum er einfölduð útgáfa af almenna ákvarðanatökuvandamálinu: Gefnar eru upplýsingar um núverandi stöðu, mögulegar aðgerðir og áhrif þeirra á um­ hverfið, og markmið sem ná skuli. Tökum sem dæmi að einstaklingur er staddur í Reykjavík og hefur það markmið að komast til Akureyrar. Meðal mögulegra aðgerða eru þær sem við myndum helst tengja því að komast norður, nefnilega að kaupa flugmiða, fara út á flugvöll, fljúga norður, keyra norður, hjóla norður, ganga norður, standa við Þjóðveg 1 með uppréttan þumalputta, og svo framvegis. En vandamálið er erfiðara en í fyrstu virðist því flestar þær aðgerðir sem manneskja getur framkvæmt hafa ekkert með það að gera að fara til Akureyrar. Til dæmis er hægt að kaupa mjólk, fara í bankann, leggja sig og fleira og fleira. Sumar þessara „ótengdu“ aðgerða gætu þó reynst nauðsynlegar til þess að komast til Akureyrar, til dæmis að fara í bankann og ná í peninga fyrir flugmiðanum, nú eða kaupa eldsneyti fyrir bílinn. Að lokum má svo nefna að það er alltaf einhver óvissa tengd aðgerðum, aðgerðir hafa með tíma að gera og svo geta verið flókin tengsl milli þátta. Hversu lengi erum við á leiðinni ef við keyrum á ákveðnum hraða? Hversu mikið eldsneyti þarf? Verður seinkun á fluginu? Stoppar einhver þegar staðið er með uppréttan þumal við Þjóðveg 1? Á undanförnum árum hafa orðið miklar framfarir í sjálfvirkri ákvarðanatöku og sér í lagi í áætlanagerð. Hægt er að leysa stærri og flóknari vandamál en áður var kleift, og er nú svo komið að hægt er að beita þessum aðferðum á raunveruleg vandamál og þannig nýta gervigreindartækni bæði í sjálfvirka og gagnvirka ákvarðanatöku. Stjórnun geimfara og könnuða Geimferðir eru með þeim erfiðustu og dýrustu verkefnum sem mannkynið fæst við. Þetta á sérstaklega við um geimför sem kanna fjarlæga staði í sólkerfinu okkar. Slík geimför eru ekki aðeins í mikilli fjarlægð frá jörðu og engin leið að nálgast þau til að gera við bilanir, heldur er hvert geimfar einstakt og því erfitt að byggja á fenginni reynslu í stjórn þeirra. Almennt séð er geimförum stjórnað á eftirfarandi hátt: Gögn sem geimfarið hefur safnað, bæði vísindaleg gögn eins og myndir og svo upplýsingar um stöðu geimfarsins sjálfs, eru sendar til jarðar. Þar taka sérfræðingar við gögnunum, túlka þau og draga ályktanir um hvað hafi uppgötvast og hvert ástand geimfarsins sé. Næst skoða vísindamenn gögnin og byrja svo að leggja drög að mögulegum aðgerðum sem geimfarið á að framkvæma til að safna meiri upplýsingum. Sæst er á röð aðgerða sem framkvæma á, þeim aðgerðum er breytt í skipanarunu sem svo er prófuð og sannreynd, samþykkt, og send til geimfarsins. Um borð í geimfarinu eru skipanarunur framkvæmdar blint, nema þá að villur eða vandamál komi upp. Í þeim tilfellum taka sjálfvirk villumeðhöndlunarkerfi um borð við stjórn. Þau leitast fyrst við að leiðrétta vandamálið og halda áfram, en í mörgum tilfellum Geimferðastofnun Bandaríkjanna er byrjuð að nýta þessa tækni í daglegri stjórn flókinna geimferða Veröldin er of stór og flókin til að hægt sé að taka allt með í reikninginn og í flestum þáttum er einhver óvissa tengd hegðun hennar

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.