Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Page 61

Tölvumál - 01.02.2008, Page 61
T Ö L V U M Á L | 6 1 Sumarið 2007 unnu dr. Yngvi Björnsson, dósent, og Hilmar Finnsson, meist ara nemi í tölvunarfræði, það afrek að verða heims meist arar í gervi greind eftir viðureign við fulltrúa eins þekkt asta háskóla í heimi. Við tókum þá félaga tali til að forvitnast nánar um þessa keppni. Út á hvað gengur keppni eins og þessi, hvert er markmið hennar? Leikir hafa alla tíð gegnt stóru hlutverki í gervigreindarrannsóknum og hafa verið þróuð öflug leikjaforrit fyrir leiki eins og t.d. skák og póker. Slík forrit eru hinsvegar sérgerð til að spila einn ákveðinn leik og stór hluti vinnunnar við þróun hugbúnaðarins er að byggja þekkingu á viðkomandi leik inn í for ritin. Á seinustu árum hafa hinsvegar orðið stórstígar framfarir innan gervigreindar á sviði vélrænna lærdómsaðferða og tæknin er að komast á það stig að raunhæft er fyrir hugbúnaðarkerfi að læra flókna hluti af sjálfsdáðum. Stanford háskóli í Bandaríkjunum stofnaði til alþjóðlegrar keppni greindra leikjaforrita (GGP) fyrir þrem árum síðan til að hvetja til frekari rannsókna á þessu sviði. Það sem er sérstætt við slíkan hugbúnað, ólíkt öðrum leikja hugbúnaði, er að hann er hannaður til að geta spilað nánast hvaða borðleik sem er. Ef honum eru kenndar reglurnar fyrir leik, jafnvel leik sem hann hefur aldrei séð áður, þá getur hann lært af sjálfsdáðum hvað þarf til að spila viðkomandi leik vel. Hvert var ykkar framlag? Við smíðuðum alhliða leikjaforrit, CADIA­Player, sem tók þátt í þessari keppni alhliða leikjaspilara í ár. Spilarinn okkar byggir á nýlegri tækni sem gerir hann töluvert frábrugðinn öðrum slíkum spilurum, en sem sannaði gildi sitt í keppninni. Hvernig fer keppnin fram? Keppnin fer fram í tveimur áföngum. Fyrst er undankeppni þar sem forritin tengjast í gegnum Internetið leikjaþjóni sem staðsettur er við Stanford háskóla, þar sem þau keppa innbyrðis í margvíslegum gerðum leikja. Efstu forritin í undankeppninni komast svo áfram í lokakeppnina sem fer fram á AAAI gervigreindarráðstefnunni, sem er ein stærsta og virtasta gervigreindarráðstefnan í heiminum í dag. Í ár fór undankeppni fram í júnímánuði og var keppt í tvo heila daga í viku hverri, samtals átta daga. Keppt var í yfir 40 mismunandi gerðum leikja og spilaðar vel á annað hundrað skákir. Þar má t.d. nefna leiki á borð við Damtafl, Kínverska skák, og PacMan. Lokakeppnin fór svo fram í lok júlí á AAAI ráðstefnunni, sem í ár var haldin í Vancouver í Kanada. Þar var keppnisfyrirkomulagið hinsvegar annars eðlis, svokölluð úrsláttarkeppni þar sem spilararnir eru paraðir saman og heyja innbyrðis viðureign. Sigurvegararnir fara svo áfram í næstu umferð og svo koll af kolli þar til uppi stendur einn sigurvegari. Úrsláttarfyrirkomulagið er hannað með það í huga að auka spennuna fyrir áhorfendur þar sem ýmislegt óvænt getur gerst í slíkri keppni. Þetta er ekki ósvipuð hugsun og tíðkast t.d. í bikarkeppnum í ýmsum íþróttagreinum sem oft eru með slíku úrsláttarfyrirkomulagi. Í okkar huga er undankeppnin í raun aðalprófsteinninn á gæði forritanna þar sem þar eru bæði tefldar mun fleiri skákir og forritin látin spreyta sig á mun fjölbreyttara gerðum leikja. Spilarinn okkar, CADIA­Player, vann reyndar báðar keppnirnar: undan­ keppnina með töluverðum yfirburðum og svo lokakeppnina eftir spennandi úrslitaviðureign við forrit frá Kaliforníuháskólanum í Los Angeles. Eru haldnar heimsmeistarakeppnir á fleiri sviðum tölvunar­ fræðinnar? Já. Reynslan hefur sýnt það að slíkar keppnir leiða yfirleitt til stórstígra framfara á viðkomandi fræðasviðum. Það má til dæmis nefna keppni milli hugbúnaðar í sjálfvirkri áætlanagerð, svo og milli liða vélmenna sem keppa innbyrðis í fótbolta. Einnig var nýlega stofnað til keppni þar sem mannlaus farartæki spreyta sig í að ferðast langar vegalendir á eigin vegum. Hvað hefur þessi titill í för með sér fyrir ykkur? Þetta er fyrst og fremst viðurkenning fyrir það mikla og góða starf sem verið er að vinna innan tölvunarfræðideildarinnar við Háskólann í Reykjavík og gervigreindarsetur þess (CADIA). Þar starfa framúrskarandi kennarar og rannsakendur sem eru margir hverjir alþjóðlega þekktir innan síns fagsviðs. Það að vinna keppni á borð við þessa nær hinsvegar athygli mun stærri hóps. Þessi árangur kom væntanlega einhverjum á óvart þar sem við vorum að keppa við marga af bestu háskólum heims á sviði tölvunarfræði, m.a. frá Bandaríkjunum, Evrópu, og Indlandi. Það má kannski segja að með sigrinum sé Háskólann í Reykjavík búinn að stimpla sig rækilega inn á alþjóðakortið sem rannsóknarháskóli á sviði gervigreindar. í gervigreind Heimsmeistarar Spilarinn okkar byggir á nýlegri tækni sem gerir hann töluvert frábrugðinn öðrum slíkum spilurum Hann vann reyndar báðar keppnirnar: undankeppnina með töluverðum yfirburðum og svo lokakeppnina eftir spennandi úrslitaviðureign Viðtal: Ásrún Matthíasdóttir * Síðan viðtalið var tekið hefur uppgötvun rannsóknateymis sem dr. Yngi starfar með verið valin sem ein stærsta uppgötvun ársins 2007 af tímaritinu Science.

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.