Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Qupperneq 69

Tölvumál - 01.02.2008, Qupperneq 69
T Ö L V U M Á L | 6 9 Einar H. Reynis í stjórn fjarskiptahóps Ský Ýmis öfl toga og teygja tölvufjarskiptin og koma áhrifin úr mörgum áttum; tískustraumar, ný tækni, endalok eldri tækni, sterk staða leiðandi fyrirtækja, staðlar og opinber stefna stjórnvalda. Skýrslutæknifélagið hefur lagt sig fram um að taka púlsinn á fjarskiptamálum með því að halda ráðstefnur og fundi með reglulegu millibili og í ljósi mikils áhuga Íslendinga á þessu sviði hafa þeir atburðir jafnan verið meðal þeirra fjölsóttustu á ári hverju. Stofnun fjarskiptahóps Lengst af fór undirbúningur fjarskiptaráðstefna þannig fram að settar voru saman tilfallandi nefndir til að vinna að undirbúningi atburða. Þá voru jafnan kallaðir til ýmsir sérfræðingar hverju sinni en fyrir nokkru var stofnaður sérstakur faghópur um fjarskiptamál innan félagsins og fjölsóttur stofnfundur sýndi hversu mikill áhugi er á þessum málum. Stjórn fjarskiptahópsins vinnur að undirbúningi ráðstefna og funda um fjarskiptamál og alveg af nógu að taka. Skýrslur og kannanir sýna líka að útbreiðsla og notkun á tölvufjarskiptum er óvíða meiri en á Íslandi en fjarskiptahópurinn var sá fyrsti innan félagsins sem hélt ráðstefnu utan Reykjavíkur og þar var fjallað um háhraðanet í dreifbýlinu. Tækifærin blasa líka við og tölvufjarskiptin hafa gert miklar vegalengdir að engu. Nægir að benda á mikla möguleika til menntunar sem þróunin hefur alið af sér og nýjar víddir í ferðaþjónustu. Eitt aðalsmerki þverfaglegra félaga á borð við okkar er að geta teflt fram ólíkum sjónarmiðum og þannig leyft gestum funda og ráðstefna að draga sínar eigin ályktanir og spyrja fyrirlesara milliliðalaust um það sem á þeim brennur. Það er með slíkt að leiðarljósi sem þjónusta félagsins hefur þróast. Frá fjarskiptahópi Ský Ýmis öfl toga og teygja tölvufjarskiptin og koma áhrifin úr mörgum áttum Stjórn fjarskiptahópsins vinnur að undirbúningi ráðstefna og funda um fjarskiptamál og alveg af nógu að taka Þó tölvufjarskipti hafi ekki verið mikið í sviðsljósi fjölmiðla nema síðastliðinn áratug eða þar um bil er saga tölvufjarskipta á Íslandi nánast jafnlöng sögu Skýrslutæknifélagsins og tölvufjarskipti hafa skipt sköpum fyrir mörg fyrirtæki og stofnanir í áratugi. Bæði hefur verið um að ræða víðtæk net innan landsins en einnig tengingar til útlanda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.