Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Qupperneq 75

Tölvumál - 01.02.2008, Qupperneq 75
T Ö L V U M Á L | 7 5 Stiklað á stóru í sögu Ský Orðanefndin er elsti faghópur innan skýrslutæknifélagsins og hefur starfað frá því skömmu eftir að félagið var stofnað. Auk orðanefndarinnar starfa þessi hópar á vegum félagsins: Faghópur um fjarskiptamál, Faghópur um árangursríka vefstjórnun, Faghópur um öryggismál, Fókus - félag um upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu, Félag kvenna í upplýsingatækni og Öldungadeild sem er faghópur um varðveislu sögulegra gagna og heimilda um vélræna gagnavinnslu og notkun upplýsingatækni á Íslandi. Árið 1983 sendi orðanefndin frá sér fyrstu útgáfu Tölvuorðasafns. Þá voru í safninu tæplega 1000 íslensk heiti og rösklega 1000 ensk heiti á um 700 hugtökum. Í annarri útgáfu frá 1986 var skilgreiningum bætt við og hugtökum og heitum fjölgað. Fjórða útgáfa Tölvuorðasafns kom út árið 2005 og hefur að geyma um tíu sinnum fleiri hugtök og heiti en fyrsta útgáfan eða um 7700 íslensk heiti og um 8500 ensk heiti ásamt skilgreiningum á rúmlega 6500 hugtökum sem lúta að upplýsingatækni og tölvunotkun. Tölvuorðasafnið er einnig aðgengilegt til leitar á vef félagsins www.sky.is. Hinn 17. júní 1997 veitti stjórn Lýðveldissjóðs Sigrúnu Helgadóttur, formanni nefndarinnar, sérstaka viðurkenningu fyrir lofsverð störf til eflingar íslenskri tungu. Á Degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember 2006, veitti menntamálaráðherra orðanefndinni sérstaka viðurkenningu fyrir störf í þágu íslensks máls. Hjörleifur Hjörleifsson, heitinn var kosinn fyrsti formaður Skýrslu tæknifélags Íslands á stofnfundi félagsins í sal Bankasamstarfsnefndar við Laugaveg þann 6. apríl 1968. Hann gengdi formennsku allt til ársins 1975 og mótaði á þeim tíma starfshætti félagsins. Hann var einn af frumkvöðlum vélrænnar gagnavinnslu á Íslandi og vann til að mynda að því að fá alphabetískar skýrslugerðarvélar til Rafmagnsveitu Reykjavíkur árið 1952 en 28. ágúst það ár voru Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurbæjar stofnaðar. Hjörleifur var fyrsti íslendingurinn sem sæmdur var Hinni íslensku fálkaorðu fyrir störf að gagnavinnslumálefnum. Aðrir í fyrstu stjórn Skýrslutæknifélagsins voru Gunnlaugur Björnsson varaformaður, Jakob Sigurðsson ritari, Svavar Jóhannsson féhirðir, Bjarni P. Jónasson skjala vörður og Magnús Magnússon meðstjórnandi en varamenn voru Sigfinnur Sigurðsson og Sigurður Þórðarson. Stjórn Skýrslutæknifélagsins í upphafi starfsársins 2007 – 2008. Í efri röð frá vinstri eru þau Jónína S. Lárusdóttir viðskiptaráðuneytinu, Einar H. Reynis Símanum, Ásrún Matthíasdóttir Háskólanum í Reykjavík, Jón Heiðar Þorsteinsson Kaupþingi og Jóhann Kristjánsson Iceland Travel. Í neðri röð frá vinstri eru þau Magnús Hafliðason Símanum, Svana Helen Björnsdóttir Stika og Eggert Ólafsson hjá upplýsingatæknisviði Reykjavíkurborgar. Tölvumál, fagtímarit um upplýsingatækni. Blaðið kom fyrst út í nóvember 1976. Í fyrsta tölublaðinu kemur fram að blaðið var upphaflega hugsað til þess að gefa félagsmönnum yfirlit yfir fundi félagsins en auk þess vonaðist ritnefnd til þess að blaðið gæti orðið vettvangur umræðna og fróðleiks á sviði félagsmála og tölvutækni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.