Jón á Bægisá - 01.12.2006, Qupperneq 17
Að þýða undirtyllur
Stephan? Hinsvegar gefur Derrida í skyn að í sögunni um Babelsturninn
sé litið á aukna margbreytni tungumála sem refsingu. Vegna þess að fólkið
reisti Babelsturninn handa sjálfu sér í því skyni að ná til himna, þá var
það vísast réttlát refsing að takmarkinu yrði aldrei náð, afþví fólkið mundi
aldrei geta átt boðskipti framhjá tungumálatálmanum. Þannig höfum við
goðfræðilega réttlætingu fyrir vangetu okkar til að þýða. Með þverstæðum
hætti „bæði fyrirskipar og fyrirbýður Guð þýðingar“ (222). „Þýðing verður
lögmál, skyldukvöð og gjaldfallin skuld, en skuldina er ekki lengur hægt
að greiða“ (226). I augum Derrida eru þýðingar mikið alvörumál. Hann
segir Guð gráta yfir aðstæðum okkar: „Texti hans er helgastur, skáldlegastur
og upprunalegastur, meðþví hann býr til nafn og gefur það sjálfum sér, en
hann er engu síður bjargræðislaus í styrk sínum og jafnvel í auðlegð sinni;
hann sárbænir um þýðanda11 (227).
Þetta merkir ekki að allir séu samdóma um að þýðingar séu ógerlegar. Til
er önnur stefna sem heldur fram því gagnstæða. Ahugaverður málsvari þess
að þýðingar séu mögulegar er Walter Benjamin. Ahrifamikil ritgerð hans
„Hlutverk þýðandans“ hefur að geyma svo háleitar hugmyndir um þýðingar
að nærri liggur, að þýðandinn verði mikilvægari en frumhöfundurinn.
Benjamin heldur því fram að einstök ritverk búi yfir eiginleikum sem hann
kallar eigindir þýðanleikans. Gott verk býr yfir þessari mikilvægu eigind.
Hann játar að verk breytist þegar það er þýtt, en sú breyting geti verið
viss tegund þroskunar. Þessi hugsunarháttur gerir ráð fyrir að textar séu
hliðstæðir því sem kynþættir eru fyrir mannfræðingum og því sem andinn
er fyrir guðfræðingnum Teilhard de Chardin. Það vill segja að textinn
þróist. Textar vaxa hver uppaf öðrum einsog í þróunarferli. Tungumálið
breytist og þroskast með tímanum. Að endingu öðlumst við einhverskonar
‘hreintungu’ eitthvað svipað því að við göngumst undir hreinsun líkamans
á leiðinni til himna samkvæmt kristinni trú. Að áliti Benjamins „er það
hlutverk þýðanda að leysa úr læðingi á eigin tungumáli ‘hreintunguna’ sem
er í álögum annarrar tungu, frelsa með endursköpun sinni tungumálið sem
fjötrað er í verkinu sem hann er að þýða“ (80). Af því leiðir, að sé návist
‘hreintungu’ skilyrði bókmenntalegra gæða, þá er verk þeim mun þýðanlegra
sem það er betra bókmenntaverk. Hann skrifar: „að einhverju marki geyma
allir miklir textar mögulega þýðingu sína milli línanna; í hæsta máta á þetta
við um helga texta“ (82).
Snúum okkur aftur að Stephani og gerum nú ráð fyrir að fræðilega sé
hægt að þýða ljóð hans, en af einhverjum ástæðum hafi enginn sem fær
væri um verkefnið enn komið fram. Við gætum sagt þetta vegna þess að
þær þýðingar sem fyrir hendi eru virðast okkur vera veigalitlar og dauflegar.
Við höfum ekki enn séð ljóð eftir Stephan á ensku sem gætt sé krafti, hljóm-
fegurð, nýstárleik og ástríðu frumtextans. Það merkir ekki að enginn hafi
d - í DAG HEYRA SÖNGGYÐJURNAR TIL ÞÍN
15