Jón á Bægisá - 01.12.2006, Síða 18

Jón á Bægisá - 01.12.2006, Síða 18
Kristjana Gunnars lagt til atlögu. Margir hafa gert það. Margir þeirra sem reynt hafa kunna bæði tungumálin til hlítar, sumir þeirra hafa sjálfir bókmenntalegan metnað, og aðrir vita mætavel hvað þeir eru að gera. Nauðsynlegt er að finna einhverja skýringu á því, hve þýðingar á verkum Stephans eru sjaldgæfar. Þegar litið er yfir ruglingslegan vettvang menningarrannsókna, liggja til þess fjölmargar orsakir, hve bágt við eigum með að þýða bæði ljóðlist Stephans og íslenskar bókmenntir yfirleitt. í bók sinni After Babel ræðir George Steiner viðhorf til textans sem orðið er almennt viðtekið meðal póst-strúktúralista. Það er sú hugmynd að textar, eða verk í bundnu eða óbundnu máli, verði ekki til án ytri áhrifa. Við hugsum okkur ekki texta né ímyndum okkur ljóð úr heiðskíru lofti. Textar eru afrakstur annarra texta. Við skrifum einungis með hliðsjón af því hvernig við lesum. Fyrir hendi er safn af táknum, frumgerðum \erkitýpuni\ og íkonum sem við höfum tekið í arf. Menningarlífið hefur sína eigin stað- fræði. Steiner kveður íjölmarga listfræðinga hafa „kennt okkur hve mikið af því sem málarinn sér fyrir sér er komið úr fyrri málverkum. Við vitum núna hve djúptækur er gripmáttur viðtekinna reglna og hefðbundinna lykla ómeðvitaðrar samsömunar yfir viðbrögðum sem okkur kynni að hafa þótt sjálfsprottin“ (488). Sú skoðun að sjálf menningin sé þýðing er orðin svo allsráðandi að hún er naumast dregin í efa af nokkrum manni. Með orðum Steiners: „Sé menning skilgreind ‘staðfræðilega’, er hún samslungin röð þýðinga og myndhverfinga margvíslegra fasta [constants]“ (499). Samkvæmt þessum skilningi var Stephan ekki fyrst og fremst að yrkja ljóð, heldur þýða afbrigði íslenskrar staðfræði yfirá eigin tungu. Hinsvegar flækir það málið frá hvaða stað hann skrifar. Islensk staðfræði er frá staðn- um Markerville í Alberta öll úr lagi færð. Islensk tunga og menning eru nálega óþekkjanlegar eða settar úr skorðum og bjagaðar í framandi um- hverfi Norður-Amríku. Það er þessi röskun og bjögun sem við finnum fyrir í verkum Stephans. Ljóðlist hans er auðug að óbeinum goðsögulegum, sögulegum og pólitískum tilvitnunum sem koma ekki fyrir með neinum skipulegum hætti. Skáldið opinberar djúpsæja, jafnvel stundum gamaldags, þekkingu á íslenskri tungu og finnur stundum upp nýyrði. Þegar hann leitast við að koma orðum að hlutskipti hins útlæga upprennandi ljóðskálds útfrá félagsaðstæðum nýbúans, hefur hann blásið út umbúðir eigin tungu, einsog sagt er. Það hefur hann gert í nýfengnu frelsi nýja heimsins. Hvernig getur þýðandi, hvenær svosem hann kemur í kjölfar Stephans, víxlað þessari breyttu ogyfirfærðu staðfræði? Enginn annar hefur nokkurn- tíma verið í nákvæmlega sömu sporum og Stephan. Ef verið er að yfirfæra svo miklu fleira en orð með því að þýða, hvernig getur nokkur annar fyllilega gert sér grein fyrir, með hvaða hætti ofanfall menningarlegs flökkulífs kom skáldinu fyrir sjónir? Það er auðvelt fyrir útskýrendur sem enn eru staddir 16 á ,93a.yáiá — Tímarit þýðenda nr. 10 / 2006
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.