Jón á Bægisá - 01.12.2006, Qupperneq 18
Kristjana Gunnars
lagt til atlögu. Margir hafa gert það. Margir þeirra sem reynt hafa kunna bæði
tungumálin til hlítar, sumir þeirra hafa sjálfir bókmenntalegan metnað, og
aðrir vita mætavel hvað þeir eru að gera. Nauðsynlegt er að finna einhverja
skýringu á því, hve þýðingar á verkum Stephans eru sjaldgæfar. Þegar litið er
yfir ruglingslegan vettvang menningarrannsókna, liggja til þess fjölmargar
orsakir, hve bágt við eigum með að þýða bæði ljóðlist Stephans og íslenskar
bókmenntir yfirleitt.
í bók sinni After Babel ræðir George Steiner viðhorf til textans sem
orðið er almennt viðtekið meðal póst-strúktúralista. Það er sú hugmynd að
textar, eða verk í bundnu eða óbundnu máli, verði ekki til án ytri áhrifa.
Við hugsum okkur ekki texta né ímyndum okkur ljóð úr heiðskíru lofti.
Textar eru afrakstur annarra texta. Við skrifum einungis með hliðsjón af því
hvernig við lesum. Fyrir hendi er safn af táknum, frumgerðum \erkitýpuni\
og íkonum sem við höfum tekið í arf. Menningarlífið hefur sína eigin stað-
fræði. Steiner kveður íjölmarga listfræðinga hafa „kennt okkur hve mikið
af því sem málarinn sér fyrir sér er komið úr fyrri málverkum. Við vitum
núna hve djúptækur er gripmáttur viðtekinna reglna og hefðbundinna
lykla ómeðvitaðrar samsömunar yfir viðbrögðum sem okkur kynni að hafa
þótt sjálfsprottin“ (488). Sú skoðun að sjálf menningin sé þýðing er orðin
svo allsráðandi að hún er naumast dregin í efa af nokkrum manni. Með
orðum Steiners: „Sé menning skilgreind ‘staðfræðilega’, er hún samslungin
röð þýðinga og myndhverfinga margvíslegra fasta [constants]“ (499).
Samkvæmt þessum skilningi var Stephan ekki fyrst og fremst að yrkja
ljóð, heldur þýða afbrigði íslenskrar staðfræði yfirá eigin tungu. Hinsvegar
flækir það málið frá hvaða stað hann skrifar. Islensk staðfræði er frá staðn-
um Markerville í Alberta öll úr lagi færð. Islensk tunga og menning eru
nálega óþekkjanlegar eða settar úr skorðum og bjagaðar í framandi um-
hverfi Norður-Amríku. Það er þessi röskun og bjögun sem við finnum fyrir
í verkum Stephans. Ljóðlist hans er auðug að óbeinum goðsögulegum,
sögulegum og pólitískum tilvitnunum sem koma ekki fyrir með neinum
skipulegum hætti. Skáldið opinberar djúpsæja, jafnvel stundum gamaldags,
þekkingu á íslenskri tungu og finnur stundum upp nýyrði. Þegar hann
leitast við að koma orðum að hlutskipti hins útlæga upprennandi ljóðskálds
útfrá félagsaðstæðum nýbúans, hefur hann blásið út umbúðir eigin tungu,
einsog sagt er. Það hefur hann gert í nýfengnu frelsi nýja heimsins.
Hvernig getur þýðandi, hvenær svosem hann kemur í kjölfar Stephans,
víxlað þessari breyttu ogyfirfærðu staðfræði? Enginn annar hefur nokkurn-
tíma verið í nákvæmlega sömu sporum og Stephan. Ef verið er að yfirfæra
svo miklu fleira en orð með því að þýða, hvernig getur nokkur annar fyllilega
gert sér grein fyrir, með hvaða hætti ofanfall menningarlegs flökkulífs kom
skáldinu fyrir sjónir? Það er auðvelt fyrir útskýrendur sem enn eru staddir
16
á ,93a.yáiá — Tímarit þýðenda nr. 10 / 2006