Jón á Bægisá - 01.12.2006, Side 47

Jón á Bægisá - 01.12.2006, Side 47
, Hringþýðingar' Nimm die Verleumdung nicht zu schwer - nun gilt was die Alten sagen: nach kleinem Gewachs sind die Wiirmer nicht her sie wollen am Groí?en nagen. Ekki veit ég hvort vísan færði Helmut Kohl nokkurt „Trost“ - alla vega er hún í nýja búningnum búin að aðlagast „stuðlanna þrískiptu grein“ en því hefur hann eflaust ekki tekið eftir, því ég hef oft rekið mig á að jafn- vel ljóðelskasta fólk í Þýskalandi virðist hvorki skynja eða skilja stuðla og höfuðstafi enda þúsund ár síðan Þjóðverjar týndu þessari rímkúnst (Stab- reirrí) niður. Að lokum langar mig að minnast nokkuð á þýska skáldið Gottfried August Búrger sem áður var nefndur - ekki síst af því að hann tók þátt í „hring- þýðingum" sjálfur — en hugsanlega meðvitað. Hann var prestssonur og fæddist 1747 í Molmerswende í Saxlandi en ólst upp hjá afa sínum sem sendi drenginn, gegn vilja hans, í guðfræðinám í borginni Halle; síðar lagði hann stund á lögfræði, líkast til af litlum áhuga, í Göttingen þar sem hann ól aldur sinn upp frá því. Hann hneigðist snemma að skáldskap en átti erfiða ævi hvort heldur var í lífsbaráttunni sjálfri eða ástamálunum. Hann kvæntist konu að nafni Dorette Leonhart en var ástfanginn af systur hennar sem hann jafnan nefnir Molly í ljóðum sínum. Kona hans lést af barnsförum 1785 og þá kvæntist hann sinni heittelskuðu Molly en hún lést skömmu síðar, einnig af barnsförum. Þriðja hjónaband hans entist stutt og endaði með skilnaði. Búrger starfaði um skeið sem lögmaður en kom sér fljótlega út úr húsi hjá þýska aðlinum vegna einlægs stuðnings við frönsku byltinguna; eftir það dró hann fram lífið sem þýðandi og ritstjóri fyrir Deutsches Musenalmanach í Göttingen. Hann telst til mikilvægustu alþýðu- og ballöðuskálda Sturm undDrang- tímabilsins. Meðal seinni tíma manna er hann þó ef til vill kunn- astur fyrir að gefa út sögur fríherrans von Munchhausen sem ekki einasta voru kostulegar lygi- og ýkjusögur heldur nöpur ádeila á þýska aðalinn á 18. öld. En útgáfusagan varð nokkuð merkileg. Sögur Múnchhausens (eins og hann var almennt kallaður þótt hann héti fullu nafni Karl Friedrich Hieronymus von Munchhausen) komu út í ýmsum útgáfum í Þýskalandi, reyndar gegn vilja hans sjálfs, á seinni hluti 18. aldar en þá tók sig til þýskur fornleifa- og landfræðingur, Rudolf Erich Raspe að nafni, þá landflótta í Englandi, þýddi sögurnar á ensku og gaf út 1785; önnur útgáfa aukin kom í kjölfarið árið eftir. Og nú gerðist hið undarlega: Gottfried August Búrger endurþýddi hina ensku gerð Raspes á þýsku en jók að vísu verulega við hana og gaf út 1787. Þar er í grundvallaratriðum komin sú gerð sagnanna á Sœyráá- — í DAG HEYRA sönggyðjurnar til þín 45
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.