Jón á Bægisá - 01.12.2006, Page 47
, Hringþýðingar'
Nimm die Verleumdung nicht zu schwer
- nun gilt was die Alten sagen:
nach kleinem Gewachs sind die Wiirmer nicht her
sie wollen am Groí?en nagen.
Ekki veit ég hvort vísan færði Helmut Kohl nokkurt „Trost“ - alla vega
er hún í nýja búningnum búin að aðlagast „stuðlanna þrískiptu grein“ en
því hefur hann eflaust ekki tekið eftir, því ég hef oft rekið mig á að jafn-
vel ljóðelskasta fólk í Þýskalandi virðist hvorki skynja eða skilja stuðla og
höfuðstafi enda þúsund ár síðan Þjóðverjar týndu þessari rímkúnst (Stab-
reirrí) niður.
Að lokum langar mig að minnast nokkuð á þýska skáldið Gottfried August
Búrger sem áður var nefndur - ekki síst af því að hann tók þátt í „hring-
þýðingum" sjálfur — en hugsanlega meðvitað. Hann var prestssonur og
fæddist 1747 í Molmerswende í Saxlandi en ólst upp hjá afa sínum sem
sendi drenginn, gegn vilja hans, í guðfræðinám í borginni Halle; síðar
lagði hann stund á lögfræði, líkast til af litlum áhuga, í Göttingen þar sem
hann ól aldur sinn upp frá því. Hann hneigðist snemma að skáldskap en
átti erfiða ævi hvort heldur var í lífsbaráttunni sjálfri eða ástamálunum.
Hann kvæntist konu að nafni Dorette Leonhart en var ástfanginn af
systur hennar sem hann jafnan nefnir Molly í ljóðum sínum. Kona hans
lést af barnsförum 1785 og þá kvæntist hann sinni heittelskuðu Molly en
hún lést skömmu síðar, einnig af barnsförum. Þriðja hjónaband hans entist
stutt og endaði með skilnaði.
Búrger starfaði um skeið sem lögmaður en kom sér fljótlega út úr húsi
hjá þýska aðlinum vegna einlægs stuðnings við frönsku byltinguna; eftir það
dró hann fram lífið sem þýðandi og ritstjóri fyrir Deutsches Musenalmanach
í Göttingen. Hann telst til mikilvægustu alþýðu- og ballöðuskálda Sturm
undDrang- tímabilsins. Meðal seinni tíma manna er hann þó ef til vill kunn-
astur fyrir að gefa út sögur fríherrans von Munchhausen sem ekki einasta
voru kostulegar lygi- og ýkjusögur heldur nöpur ádeila á þýska aðalinn á
18. öld. En útgáfusagan varð nokkuð merkileg. Sögur Múnchhausens (eins
og hann var almennt kallaður þótt hann héti fullu nafni Karl Friedrich
Hieronymus von Munchhausen) komu út í ýmsum útgáfum í Þýskalandi,
reyndar gegn vilja hans sjálfs, á seinni hluti 18. aldar en þá tók sig til þýskur
fornleifa- og landfræðingur, Rudolf Erich Raspe að nafni, þá landflótta í
Englandi, þýddi sögurnar á ensku og gaf út 1785; önnur útgáfa aukin kom
í kjölfarið árið eftir. Og nú gerðist hið undarlega: Gottfried August Búrger
endurþýddi hina ensku gerð Raspes á þýsku en jók að vísu verulega við
hana og gaf út 1787. Þar er í grundvallaratriðum komin sú gerð sagnanna
á Sœyráá- — í DAG HEYRA sönggyðjurnar til þín
45