Jón á Bægisá - 01.12.2006, Síða 51

Jón á Bægisá - 01.12.2006, Síða 51
Brúarsmíði í tuttugu ár gert hina fornu menningu okkar að bannorði með því að upphefja hana sem germansk-aríska hetjuarfleifð. Þessu galdraveðri var nú sem betur fór að linna. Islendingar voru að sínu leyti að brjóta af sér hlekki fátæktar og menntunarskorts. Nýjar stefnur og straumar fóru hér um á sviði lista, til að mynda formbyltingin í íslenskri ljóðlist. Þetta ásamt ýmsu öðru færði þjóðirnar nær hvora annarri og kveikti áhuga Þjóðverja á þessum íjarlægu frændum sínum langt norður í hafi. Fyrsta prentun Islandsheftisins seldist upp á skömmum tíma. Og nú gerðist það sem ekki hafði gerst áður í þrjátíu ára sögu tímaritsins die horen: heftið var endurprentað, ekki bara einu sinni heldur tvisvar og þegar upp var staðið höfðu selst yfir n.ooo eintök sem er mjög mikil sala á þýsku tímariti sem einvörðungu helgar sig bókmenntum og listum. Ymsir Islendingar hafa velt fyrir sér merkingu heitisins die horen og jafnvel, í algjöru kunnáttuleysi í þýskri tungu, nært með sér skuggalegar grunsemdir um hver hún væri. Orðið kemur úr grísku og táknar hinar fornu árstíðagyðjur Grikkja sem hétu Evnomia (gyðja laga og réttar), Dike (réttlæti) og Eirene (friður). Friedrich Schiller tók það upp sem nafn á tíma- riti er hann stofnaði 1795. Það lifði raunar aðeins í þrjú ár en varð mjög áhrifamikið og þekkt enda skrifuðu í það, auk Schillers sjálfs, margir helstu skáldjöfrar þýskrar tungu, Goethe, Herder, Humboldt-bræður og Hölderlin svo einhverjir séu nefndir. Tímaritið var svo endurreist í Hannover 1955 af Kurt nokkrum Morawietz en hefur í fjölda ára verið gefið út í Bremerhaven og ritstýrt af Johanni P. Tammen. Það er alkunna varðandi þýðingar að þýðandinn þarf að kunna betri skil á málinu sem þýtt er á en því sem þýtt er úr. Sjálfsagt eru til snillingar sem geta þýtt hnökralaust á annað mál en sitt eigið en slíkt er fátítt. Við Wolfgang Schiflfer (hann kann sáralítið í íslensku) beittum þeirri aðferð að ég hráþýddi frumtextana (gerði svokallaðar interlinearversjónir) og skýrði öll vafaatriði eins vel og ég gat en Wolfgang tók við þeim og slípaði þá á sínu móðurmáli. Þetta gekk - gengur — alveg prýðisvel og var okkur eflaust hvatning til að halda þýðingunum áfram. I kjölfar Islandsheftisins komu fjölmargar fleiri þýðingar úr íslensku á þýsku, ekki síst ljóðaþýðingar. Þessi starfsemi hefur alla tíð notið einlægs velvilja og stuðnings ritstjóra die horen, Johanns P. Tammen. Hann hefur tekið til birtingar íslenskar ljóðaþýðingar í sex heftum ritsins frá 1986, og nú síðast, eins og áður sagði, í mars sl. - hefti 221,1/2006. I sérstökum kafla (Viðbæti) aftan við þetta greinarkorn er skrá yfir höf- unda smásagna, brota úr leikverkum og ljóða sem birst hafa í die horen frá 1986. Þar er ekki talin með sýnisbókin Wortlaut Island (sjá síðar) sem ekki var sérstakt hefti tímaritsins heldur gefin út sem sérrit af forlaginu edition die horen en það forlag er nátengt tímaritinu. ð' I DAG HEYRA SONGGYÐJURNAR TIL ÞIN 49
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.