Jón á Bægisá - 01.12.2006, Qupperneq 51
Brúarsmíði í tuttugu ár
gert hina fornu menningu okkar að bannorði með því að upphefja hana
sem germansk-aríska hetjuarfleifð. Þessu galdraveðri var nú sem betur fór
að linna. Islendingar voru að sínu leyti að brjóta af sér hlekki fátæktar og
menntunarskorts. Nýjar stefnur og straumar fóru hér um á sviði lista, til
að mynda formbyltingin í íslenskri ljóðlist. Þetta ásamt ýmsu öðru færði
þjóðirnar nær hvora annarri og kveikti áhuga Þjóðverja á þessum íjarlægu
frændum sínum langt norður í hafi.
Fyrsta prentun Islandsheftisins seldist upp á skömmum tíma. Og
nú gerðist það sem ekki hafði gerst áður í þrjátíu ára sögu tímaritsins die
horen: heftið var endurprentað, ekki bara einu sinni heldur tvisvar og þegar
upp var staðið höfðu selst yfir n.ooo eintök sem er mjög mikil sala á þýsku
tímariti sem einvörðungu helgar sig bókmenntum og listum.
Ymsir Islendingar hafa velt fyrir sér merkingu heitisins die horen og
jafnvel, í algjöru kunnáttuleysi í þýskri tungu, nært með sér skuggalegar
grunsemdir um hver hún væri. Orðið kemur úr grísku og táknar hinar
fornu árstíðagyðjur Grikkja sem hétu Evnomia (gyðja laga og réttar), Dike
(réttlæti) og Eirene (friður). Friedrich Schiller tók það upp sem nafn á tíma-
riti er hann stofnaði 1795. Það lifði raunar aðeins í þrjú ár en varð mjög
áhrifamikið og þekkt enda skrifuðu í það, auk Schillers sjálfs, margir helstu
skáldjöfrar þýskrar tungu, Goethe, Herder, Humboldt-bræður og Hölderlin
svo einhverjir séu nefndir. Tímaritið var svo endurreist í Hannover 1955 af
Kurt nokkrum Morawietz en hefur í fjölda ára verið gefið út í Bremerhaven
og ritstýrt af Johanni P. Tammen.
Það er alkunna varðandi þýðingar að þýðandinn þarf að kunna betri
skil á málinu sem þýtt er á en því sem þýtt er úr. Sjálfsagt eru til snillingar
sem geta þýtt hnökralaust á annað mál en sitt eigið en slíkt er fátítt. Við
Wolfgang Schiflfer (hann kann sáralítið í íslensku) beittum þeirri aðferð að
ég hráþýddi frumtextana (gerði svokallaðar interlinearversjónir) og skýrði
öll vafaatriði eins vel og ég gat en Wolfgang tók við þeim og slípaði þá á
sínu móðurmáli. Þetta gekk - gengur — alveg prýðisvel og var okkur eflaust
hvatning til að halda þýðingunum áfram. I kjölfar Islandsheftisins komu
fjölmargar fleiri þýðingar úr íslensku á þýsku, ekki síst ljóðaþýðingar.
Þessi starfsemi hefur alla tíð notið einlægs velvilja og stuðnings ritstjóra
die horen, Johanns P. Tammen. Hann hefur tekið til birtingar íslenskar
ljóðaþýðingar í sex heftum ritsins frá 1986, og nú síðast, eins og áður sagði,
í mars sl. - hefti 221,1/2006.
I sérstökum kafla (Viðbæti) aftan við þetta greinarkorn er skrá yfir höf-
unda smásagna, brota úr leikverkum og ljóða sem birst hafa í die horen frá
1986. Þar er ekki talin með sýnisbókin Wortlaut Island (sjá síðar) sem ekki
var sérstakt hefti tímaritsins heldur gefin út sem sérrit af forlaginu edition
die horen en það forlag er nátengt tímaritinu.
ð' I DAG HEYRA SONGGYÐJURNAR TIL ÞIN
49