Jón á Bægisá - 01.12.2006, Page 52

Jón á Bægisá - 01.12.2006, Page 52
Franz Gislason Ritröðin Poesie der Nachbarn (Ljóðlist nágranna okkar) undir kjör- orðinu „ljóðskáld þýða ljóðskáld“ hóf göngu sína í Þýskalandi 1988. Aðalhvatamaður og primus motor í því framtaki var þýska skáldið Gregor Laschen sem jafnframt fékk til samstarfs mörg af helstu ljóðskáldum landsins, ekki síst vini okkar Wolfgang Schiffer og Johann P. Tammen. Tilgangurinn var að kynna það besta úr ljóðlist nágrannaþjóðanna fyrir Þjóðverjum. Tekið var fyrir eitt land í einu og urðu Danir fyrstir fyrir valinu. Tekið var úrval úr kveðskap fimm danskra ljóðskálda og gerðar interlinearversjónir en síðan var skáldunum boðið á stefnumót (workshop) með jafn mörgum þýskum skáldum í bænum Edenkoben í Pfalz-héraði í Miðþýskalandi. Þar settust skáldin við í nokkra daga og fullunnu í sameiningu þýskar þýðingar á ljóðunum sem síðan var steypt saman í bók er gefin var út af edition die horen. I formála Gregors Laschen að bókinni (Mein Gedicht ist mein Körper, Neue Poesie aus Danemark) kom fram að hugmyndin að þessari vinnuaðferð var komin frá Þýska alþýðulýðveldinu þar sem slíkar þýðingar og enduryrkingar (Nachdichtungen) höfðu verið stundaðar með góðum árangri árum saman. Árið 1992 var röðin komin að Islandi í ritröðinni Poesie der Nachbarn. Sex íslensk skáld völdust til þátttöku: Hannes Sigfússon, Baldur Oskarsson, Linda Vilhjálmsdóttir, Gyrðir Elíasson, Ingibjörg Haraldsdóttir og Matthías Johannessen. Það kom í minn hlut að gera interlinearversjónirnar veturinn 1991. Að áliðnu sumri sama ár hélt hópurinn til Edenkoben þar sem þýsku skáldin Barbara Köhler, Uwe Kolbe, Gregor Laschen, Kito Lorenc, Johann P. Tammen og Ralf Thenior komu til móts við okkur. Dagarnir í Edenkoben urðu, hygg ég, okkur öllum ógleymanlegir en afrakstur hópstarfsins varð ljóðasafnið Ich hörte die Farbe blau (Eg heyrði litinn bláa, lína úr ljóðinu Maximilian E. eftir Baldur Óskarsson). Bókin kom út hjá edition die horen 1992. Alls komu út fimmtán bindi í þessari ritröð en nú hafa nýir menn og nýtt forlag (Wunderhorn) tekið við útgáfunni. I framhaldi af útkomu ljóðasafnsins Ich hörte die Farbe blau kom upp sú hugmynd í hópi okkar Edenkoben-fara að endurgjalda hinum þýsku vinum okkar heimboðið og það tókst í ársbyrjun 1993 með dyggri aðstoð Goethe-stofnunarinnar á Islandi sem bauð þýsku Edenkoben-skáldunum hingað, auk Wolfgangs Schiffer. Við höfðum haft sama háttinn á og áður nema hvað við fórum nú „hina leiðina": fengum slatta af ljóðum frá öllum Þjóðverjunum, ég gerði íslenskar interlinearversjónir og Islendingarnir slípuðu þær til. Afraksturinn - tæplega 50 ljóð eftir sjö höfunda — birtist í 11. hefti (2/1993) tímaritsins Bjartur ogfrú Emelía. Árið 1992 kom einnig út úrval — alls liðlega fimmtíu ljóð - úr bókum Stefáns Harðar Grímssonar á þýsku í þýðingu okkar Wolfgangs Schiffer. Bókin kom út í ritröðinni Islandische Literatur der Moderne, ritstýrt af Gert 50 á .dSœýr/.sá - Tímarit þvðenda nr. 10 / 2006
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.