Jón á Bægisá - 01.12.2006, Page 65

Jón á Bægisá - 01.12.2006, Page 65
Fleira fer á milli mála en orSin ein átjándu aldar, höfSu vitanlega tiltekinn frumtexta sem fyrirmynd, en Voss var mest í mun að ná forminu með sem fullkomnustum hætti í þýðingu sinni og voru menn eins og Goethe á því að honum hefði tekist það.15 Að vísu þótti Voss ganga of langt í formtrúnaði sínum við sífellda endurskoðun textanna, en hún miðaðist mest við að bæta formið enn frekar og færa það nær frumtextanum.16 Goethe tók líka til við sexliðaháttinn eftir að hafa lesið þessar þýðingar eins og hann getur um í Campagne in Frankreich og byrjar á því að endur- rita söguljóðið Reineke Fuchs sem þekktast var í gamalli gerð á lágþýsku. Reyndar var hann alveg óhræddur að nota gamla prósaþýðingu nýklassistans Gottscheds við það verk. Þótt samtímamenn eins og Herder væru yfir sig hrifnir af blöndu þjóðlegs efnis og klassísks forms þótti púristanum Voss ekki mikið til afreksins koma. í bréfi til konu sinnar skrifaði hann 13. júní, 1794: Goethes „Reineke Voí? [sic]“ habe ich angefangen zu lesen; aber ich kan nicht durchkommen. Goethe hat mich, ihm die schlechten Hexameter anzumerken; ich mufi sie ihm alle nennen, wenn ich aufrichtig sein will. Ein sonderbarer Einfall, den „Reineke" in Hexameter zu setzen (Tilv. í Goethe, Werke 2, 714) Ég byrjaði að lesa „Reineke Vofi“ Goethes, en kemst ekki í gegnum það. Goethe bað mig um að merkja við misheppnaðar hendingar í sexliðahætdnum; ég yrði að nefna þær allar við hann ef ég vildi vera ærlegur. Einkennileg hugmynd að setja „Reineke" undir sexliðahátt (þýðing mín). Voss gaf þó sjálfúr út hjarðljóð sitt Luise aftur árið 1795, sem einnig var ritað undir sexliðahætti, hugsanlega vegna hinna jákvæðu viðbragða við Reineke Fuchs. Luise eftir Voss vakti hins vegar slíkan áhuga Goethes að hann skrifaði sitt eigið hjarðljóð, Hermann und Dorothea, einnig undir sexliðahætti, með þeirri nýjung að söguefnið var borgaralegt og í nútíman- um, kannski ekki ósvipuð tilfærsla og Lessing hafði staðið fyrir með hinum svokallaða „borgaralega sorgarleik“.17 Borgaralega hjarðljóðinu Hermann 15 Sbr. t.d. Campagne in Frankreich (Werke 10, 360) og Gespráche mit Goethe Eckermanns (353). Sjá nánar í Literary Diplomacy I (232-243). 16 Sbr. Klaus Langenfeld, Johann Heinrich Vob, Mensch-Dichter-Vbersetzer (106). 17 Gotthold Ephraim Lessing (1729-1781) er kunnur fyrir leikrit sín, fræðileg verk á sviðum bókmennta, dramatúrgíu og fagurfræði. Hann „þýddi“ í raun form hinnar fornu grísku tragedíu inn í þýskan samtíma og gerði úr honum það sem kalla má „borgaralegan sorgarleik" eftir „búrgerliches Trauerspiel“. Raunar hefur íslenska orðið harmleikur orðið fast í sessi fýrir tragedíu almennt, en eins og Gottskálk Þór Jensson hefur bent á er það vísast þýðing á „Trauerspiel” og má af því sjá hvernig íslensk menning reynir að „íslenska" sig þjóðlega með því að leita í smiðju Þjóðverja (100). d - I dag heyra sönggyðjurnar til m'n 63
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.