Jón á Bægisá - 01.12.2006, Page 69

Jón á Bægisá - 01.12.2006, Page 69
Fleira fer á milli mála en orðin ein hinum elegíska hætti sem Jónas notaði eins og dæmigert er fyrir þá sem þýða „án frumtexta“. Það er verið að hefja eigin menningu upp á hinn klassíska stall með þessum bragarhætti sem var notaður hér í fyrsta sinn á íslensku. Að öðru leyti virðast mér textatengslin á milli kvæða Oehlenschlágers og Jónasar vera sterkari en orð eins og „fyrirmynd“ og „áhriP‘ gefa til kynna.22 Til glöggvunar á þessu má sjá bara fyrstu fjórar línur kvæðanna: Island [1805]23 Island! hellige 0e! Ihukommelsens vældigste Tempel! Hen til din fiernede Kyst viffe Gud Bragi min Sang Altid en Marv af Ild udvikled din skinnende Iisfrugt, Bredt dit bolgende Hav freder Oldtidens Aand. ísland [1835] ísland! farsælda-frón og hagsælda hrímhvíta móðir! Hvar er þín fornaldar frægð, frelsið og manndáðin bezt? Allt er í heiminum hverfult, og stund þíns fegursta frama lýsir, sem leiptur um nótt, lángtframmá horfinni öld. Eins og fram kemur hjá Sveini Yngva og Páli á kvæðið sér greinilega fyrir- mynd í kvæði Oehlenschlágers en um leið er þýðingasambandinu afneitað og jafnvel reynt að gera lítið úr fyrri textanum. Hvernig má afneita þýðinga- sambandinu sést kannski best á þeirri aðferð sem Páll Valsson beitir við samanburð á kvæðunum í ævisögu sinni. Páll reynir auðvitað ekki að fela tengslin eða draga úr því sem augljóst er og segir „eins og sjá má er ýmislegt í þessu kvæði Oehlenschlágers sem minnir á kvæði Jónasar, bæði í aðferð og efni“ (117). Einhvern veginn finnst mér að það sé fremur öfúgt, að það sé margt í kvæði Jónasar sem minni á kvæði Oehlenschlágers, því báðar útgáfúr þess komu út löngu áður en Island Jónasar. En Páll bætir við að „myndmál Jónasar [sé] miklu betra“ og að kvæði Oehlenschlágers sé „eigin- lega ansi vont,“ gerir þar með nánast út af við fyrirmynd sem sumir myndu jafnvel kalla stælda að formi og efni (117). Sveinn Yngvi bendir á að fleiri en bókmenntafræðingar telji að Island Jónasar sé „undir áhrifúm samnefnds kvæðis Oehlenschlágers“ og nefnir þar til sögu Konráð Gíslason sem „þekkti sköpunarsögu kvæðisins" (344), Hann heldur svo áfram og segir: „Hástemmd 22 Sveinn Yngvi og Páll birta báðir samanburð á kvæðunum í bókum sínum (344-346 & 116-120). Sveinn Yngvi birtir báðar gerðir kvæðisins sem Oehlenschlaeger gaf út með ýtarlegum samanburði á kvæðunum. 23 Oehlenschlager gerði aðra útgáfu af kvæðinu 1823 sem Sveinn Yngvi birtir einnig (346). d .jBœýftíá — í DAG HEYRA SÖNGGYÐJURNAR TIL ÞÍN 67
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.