Jón á Bægisá - 01.12.2006, Page 72
Elias Canetti
Sagnaþulir og skrifarar1
Titill
Vöngum velt yfir valkostunum
sögumenn-sagnamenn-sagnaþulir.
Skrifari skrifaði sig sjálft.
Flestir koma til sagnaþulanna. í kringum þá
myndast þéttustu og langæjustu hópar fólks.
Sögur þeirra taka langan tíma, í innsta hring
sitja áheyrendur á hækjum sér og standa
ekki svo brátt upp. Aðrir mynda standandi
ytri hring; þeir fara naumast heldur, heillaðir
fylgjast þeir með orðum og bendingum
sagnaþularins. Stundum eru þeir tveir sem
segja sögur sitt á hvað. Orð þeirra koma
lengra að og dvelja lengur í loftinu en orð
venjulegs fólks. Eg skildi ekkert en stóð samt
ævinlega frá mér numinn í heyrnarfæri við
þá. Þetta voru algjörlega merkingarlaus orð
í mínum eyrum, rekin upp af krafti og funa:
þau voru dýrgripir manninum sem þau
sagði, hann var stoltur af þeim. Hann rað-
aði þeim eftir takti sem mér virtist afar ein-
staklingsbundinn. Ræki hann í vörðurnar
kom það sem síðan var sagt af enn meiri
krafti og fágun. Eg skynjaði hátíðleik sumra
orðanna og lymskulega ætlan annarra. Skjall-
ið snerti mig eins og það væri mér ætlað; ég
varð skelkaður er hætta var á ferðum. Hvert
Texti
i. grein:
„Sagnaþulirnir fá mesta aðsókn“ er
hafnað af stíltilfinningu fremur en
rökum.
Langær hópur er sennilega ekki kunn
samstæða (e. collocation) í íslensku.
Frumtextinn, bestándigsten Kreise, kallar
á slíka myndun, nú eða klunnalega
umorðun. Lesandinn verður að gerast
þjáll í þetta sinn.
„Sögur þeirra taka langan tíma“ er
einföldun; lykilorðið er Darbietungen,
sem er nær því að vera „flutningur“,
orð sem má skilja af samhenginu
hér, og lýsir kannski betur samspili
frásagnar og flutnings, en er um leið
stíllega hrárra en þýska orðið sem er
hátíðlegt, nánast háfleygt. Auk þess
kallar það á eignarfallssamsetningu sem
kallar á frekari breytingar.
Lýsingarhætti núu'ðar er haldið í
„mynda standandi“ til að halda
knöppum stílnum í lýsingunni.
„frá mér numinn“ er lokaniðurstaða á
þýðingunni af gebannt í samhenginu
blieb [...] gebanntstehen. Hugmyndir
eins og „heillaður“, „þrumu lostinn“,
„steinrunninn“ fóru í gegnum færiband
1 Þýðingarstefina: Að færa lesandann til framandi texta á eigin máli. Það þýðir að ekki verður
alltaf leitað eftir „þjálli“ þýðingu. Leyfi framandtextinn það ekki verður að gera íslenskuna
og stílinn í henni „þjálli“. Hins vegar bannar ekkert að nota „þjála“ lausn ef framandtextinn
leyfir það. En ekki má gleyma að því þjálli sem orðasambönd eru, því skyldari eru þau
klisjunni, sem er erkitýpa hins „þjála“ stíls.____________________________________
á . JSayáá - Tímarit þýðenda nr. io / 2006
70