Jón á Bægisá - 01.11.2008, Page 9

Jón á Bægisá - 01.11.2008, Page 9
ASþýSa upphdtt Þýðingin birtist í því smáa og alltof skammlífa tímariti Ský árið 1992. Þremur árum síðar gaf ég út ljóðabókina Höfuð konunnar, þar sem finna mátti langan bálk, Ljóðið um endalokin, eftir þessa sömu Marínu Tsvetajevu. Arið 2000 birti ég svo nokkrar þýðingar til viðbótar á ljóðum hennar í afmælisritinu Þraðir spunnir Vilborgu Dagbjartsdóttur, sem var gefið út í sjötíu eintökum. Eg skrifaði líka grein í sama rit um Marínu og samlanda hennar og skáldsyst- ur Onnu Akhmatovu, en eftir hana hafði ég þýtt ljóðabálkinn Sálumessu og birt í Tímariti Máls og menningar árið 1998. Þar með er upp talið það sem ég hef þýtt og birt á prenti eftir þessar tvær konur sem jafnan eru nefndar þegar rætt er um mestu ljóðskáld tuttugustu aldar í Rússlandi og þótt víðar væri leitað. Þið megið alveg kalla það fífldirfsku af mér að ráðast á þessi miklu ljóð og reyna að klæða þau í íslenskan búning, en ég bara varð. A námsárum mínum í Moskvu á sjöunda áratugnum hafði ég lítið orðið vör við ljóð Marínu Tsvetajevu. Bækur hennar sá ég aldrei, hvorki á stúdentagarðinum þar sem ég bjó né á bókasöfnum eða í verslunum. En ég vissi hver hún var af því að ég kynntist konu sem kunni ljóð eftir hana utanað. Það sem hún fór með fyrir mig fannst mér afar torskilið. Ég náði ekki sambandi við ljóð Marínu fyrr en löngu seinna, þegar mér áskotnaðist bók með úrvali þeirra á frummálinu og síðan ævisaga í Penguin útgáfu, skráð af breskri fræðikonu. Sú saga reyndist því miður ekki mjög áreið- anleg þegar ég fór síðar að lesa mér til um Marínu í alvöru og bækur rússn- eskra fræðimanna um hana urðu aðgengilegri eftir hrun Sovétríkjanna. Um Önnu Akhmatovu var meira talað á Moskvuárum mínum, enda var hún þá enn á lífi og bjó m.a.s. í borginni, en þó var nafn hennar sann- arlega ekki á hvers manns vörum. Ekki minnist ég þess, svo dæmi sé tekið, að fjallað væri um þessar tvær höfuðskáldkonur Rússa í bókmenntatímum í skólanum mínum. Þegar ljóðskáld tekur sig til og fer að þýða kveðskap sem ortur er í gjör- ólíku umhverfi og á allt öðru tungumáli geta ástæðurnar verið af ýmsum toga: Skáldið gæti t.d. haft fræðilegan áhuga á að kynna verk erlends koll- ega fyrir sínum eigin lesendum, eða jafnvel áhuga á því almennt að kynna skáldskap annarra þjóða fyrir sinni eigin þjóð. Astæðan gæti líka verið mun persónulegri, það gæti verið eitthvað í þessum skáldskap sem höfðar beint til þýðandans. Honum gæti jafnvel fundist að þessi ljóð hefði hann sjálfúr viljað yrkja. Astæðurnar gætu semsé verið fræðilegar eða persónulegar ellegar sprottnar af allt öðrum hvötum, sem of langt yrði upp að telja. Ég ætla að ljóstra strax upp um ástæðuna fyrir því að ég fór að þýða Marínu Tsvetajevu: mér fannst hún vera að yrkja til mín, þessi ljóð hennar væru ætluð mér. I fljótu bragði virtumst við þó ekki eiga margt sameiginlegt, við Marína: hún á ■ Jýaiýföiá - Að geta sagt „shit“ fyrir framan dömu 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.