Jón á Bægisá - 01.11.2008, Qupperneq 18
Berglind Guímundsdóttir
■ Jón: ... varð það á þurrum dögum skínandi bleikt, rækjulitt, en dimm-
leitara, krabbalitt í votviðri. Nú hafði það fölleitan rækjulit, með blá-
hvítum blæ af hélunni. Conní var alltaf ánægð að hafa göngustíg úr
sigtuðu gljáandi ljósrauðu efni. Aðeins slæm vindátt angraði hana.
Hér hefur Kristmann til dæmis sleppt þeim kafla náttúrulýsingarinnar sem
honum hefur líkast til þótt heldur tvíræður:
■ Constance sat down with her back to a young pine tree, that swayed
against her with curious life, elastic, and powerful, rising up. The erect,
alive thing, with its top in the sun! (90)
■ Kristmann: Connie settist niður, hallaði sér upp að ungu furutré og
horfði á blómin ... (70)
Að því er varðar textann, sem kemur hér á eftir, hefur Kristmann sleppt
náttúrulýsingunni í heild sinni, þó að hún sé mikilvæg aðalþema verksins,
kafla sem oft er vitnað í og þykir dæmi um snilld Lawrence:
■ Old oak trees stood around, grey, powerful trunks, rain-blackened,
round and vital, throwing off reckless limbs ... Perhaps this was one of
the unravished places ... How ravished one could be without ever be-
ing touched. Ravished by dead words become obscene, and dead ideas
become obsessions. (98)
Jón sleppir líkt og áður segir engu, en einn helsti ókostur þýðingar hans
er hins vegar sá að hann þýðir að miklu leyti orð fyrir orð. Orðalagið á
stundum lítið skylt við íslensku, þ.e. íslenskt orðalag, sem sjá má strax á
fyrstu síðu verksins:
■ He didn’t die, and the bits seemed to grow together again...Then he
was pronounced a cure, and could return to life again, with the lower
half of his body, from the hips down, paralysed for ever. (1)
■ Hann lifði af, og virtist ætla að gróa saman ... Var hann þá sagður
búinn að fá bata, hann gæti aftur farið að lifa og starfa, með neðri hluta
líkamans frá mjöðmum og niður úr varanlega lamaðan. (5)
Hér er þýðing Kristmanns til hliðsjónar:
■ Það leit út fyrir, að hann ætlaði að skríða saman aftur ... þá var
16
á Æagöxb - Ti'marit um iwðingar nr. 12 / 2008