Jón á Bægisá - 01.11.2008, Síða 22
Ástráður Eysteinsson
góða þýðendur á síðustu aldarþórðungum, hafa líklega ekki nema tveir
menn öðlast þessa viðurkenningu í ríkum mæli á öldinni sem leið — það
eru Magnús Asgeirsson og Helgi Hálfdanarson. Eigum við ekki að fagna
því að þessir menn - sem báðir sýndu á öndverðum ferli sínum að þeir gátu
frumort svo prýði var að - skyldu báðir ákveða að láta frumyrkingar eiga
sig og snúa sér af fullum metnaði að þýðingum? Ef bókmenntasagan lærir
að taka meira mið af framlagi þýðenda munu þessir fjallatindar í íslenskum
þýðingum á liðinni öld sóma sér einkar vel í landslagi bókmenntasögunn-
ar.
Ekki var nema áratugur á milli þessara manna í aldri, en ferlar þeirra
sköruðust ekki svo heitið gæti. Helgi fór ekki að láta til sína taka fyrr en
eftir miðja tuttugustu öld; hann skortir nú ekki nema þrjú ár í tírætt og
hefur verið að birta þýðingar allt fram á síðustu ár. Magnús Ásgeirsson,
sem var aðeins tíu árum eldri, dó fyrir aldur fram fyrir ríflega hálfri öld.
Og það er þetta sem bókmenntaunnendur hljóta að trega í raun: að hann
skyldi ekki lifa lengur og þýða meira. Sem betur fer var hann þó afkasta-
mikill á þeirri starfsævi sem honum gafst.
II
Þýðingarlistinni hefur verið lýst á margvíslegan hátt í aldanna rás og iðulega
með líkingum. Rætt er um að klæða verk í nýjan búning eða planta því í
annan jarðveg; að þýða „anda“ verksins fremur en bókstaflega merkingu,
en slíkum þýðingum hefur raunar stundum verið líkt við fagrar en ótrú-
ar konur, „les belles infidéles", og þá er myndmálið hugsað sem svo að
nákvæm þýðing sé trygg og ljót en frjálsleg þýðing gjarnan falleg en ótrygg
— og þessi tvenndarhyggja dregin af samsvarandi flokkun kvenna í rvo hópa.
Þetta kynskotna og karllæga myndmál leiðir hugann hinsvegar að því hvort
þýðingar og þar með þýðendur séu ekki oft í „kvenlegri“ stöðu andspænis
frumtextum og höfundum þeirra og hvort hugsa megi um þýðingar út frá
því valdamisvægi sem löngum hefur ríkt milli kynjanna.2
Stundum er talað um angist rithöfundarins andspænis hinni auðu,
hvítu örk. Þýðandinn hefur einnig slíka örk fyrir framan sig en jafnframt
texta annars manns, verk sem hann þarf að flytja yfir á annað mál sem er
ekki tungumál þeirra aðstæðna er mótuðu gerð frumtextans. Því er auð-
skilið hversvegna þýðingu hefur einnig verið líkt við línudans með bundna
2 Sjá grein Lori Chamberlain, „Gender and the Metaphorics of Translation“, í: Lawrence
Venuti, ritstj.: Rethinking Translation. Discourse, Subjectivity, Ideology, London og New York:
Routledge 1992, s. 57-74.
20
fírw d Áföcsýrálá - TÍMARIT UM ÞÝÐINGAR nr. 12 / 2008