Jón á Bægisá - 01.11.2008, Side 26
ÁstrdSur Eysteinsson
höfundi eru nauðsynlegar."9 Þetta er skarplega athugað en ekki má gleyma
því að ýmsar sagnaþýðingar ráða einnig vissa bót á veikum eða takmörk-
uðum þáttum smásagna- og skáldsagnagerðar og að Magnús lagði einnig
sitt af mörkum í þeim þýðingageira.
Eg hygg að þau sagnaverk, sem Magnús þýddi, sýni býsna vel áður-
nefnda breidd hans sem fylgjanda nútímaraunsæis í bókmenntum. Þessi
verk hans eru að mestu leyti órannsökuð. Flestar eru þessar prósaþýðingar
frá þeim árum er íslenskur bókamarkaður tók stakkaskiptum, en það tók
að gerast seint á fjórða áratugnum og þó einkum frá og með efnahags-
umskiptum er fylgdu seinni heimsstyrjöldinni. Bókaútgáfa jókst til muna,
ekki síst í krafti þýðinga. Einkum var mikið þýtt af skáldsögum en jafn-
framt afar misjafnlega. Við slíkar aðstæður skiptir miklu að fyrir séu þýð-
endur sem leggja listrænan metnað í slíkan flutning óbundins máls yfir á
íslensku. Slíkir einstaklingar eru meginstoðir í því tvíeflda hlutverki sem
þýðingar fengu í íslenku bókmenntalífi og ekki síst prósaritun á þessum
árum og sem þær hafa haldið fram á þennan dag (þótt vissulega megi
greina mismunandi skeið í þeirri sögu).
IV
Þýðingarnar á tveimur af mikilvægustu verkum Gunnars Gunnarssonar
hafa allnokkra sérstöðu meðal verka Magnúsar Ásgeirssonar. Hann þýðir
úr dönsku sögur sem samdar eru af íslenskum höfúndi og gerast á Islandi.
Þetta á við um fleiri verk Gunnars. Sagnabálkurinn Fjallkirkjan, enn eitt
lykilverk Gunnars, birtist í íslenskri þýðingu Halldórs Laxness á árunum
1941 til 1943, en Halldór þýddi einnig skáldsögurnar Vikivaka og Frá
Blindhúsum. Það voru því engir aukvisar sem vísuðu bestu verkum Gunnars
inn í íslenskt bókmenntalíf og ekki er það þeim að kenna að ferill og staða
Gunnars í íslensku bókmenntasamfélagi hefur ekki orðið með þeim blóma
sem efni stóðu til og hann á skilið.
Ekki verður því svarað hér með vissu hverju er um að kenna; vísast
er það flókið mál og margþætt. Vafalítið skiptir það máli að Gunnar bjó
erlendis í meira en þrjá áratugi og skrifaði á dönsku - og einnig að hann
skyldi ekki halda áfram að koma verkum sínum fljótlega út í eigin gerð á
íslensku, líkt og hann gerði með fyrstu bindin af Sögu Borgarœttarinnar.
Þá hafa tengsl Gunnars við Þýskaland undir stjórn nasista á árunum 1933—
9 Kristján Karlsson: „Um þýðingar Magnúsar Ásgeirssonar'1, í: Magnús Ásgeirsson:
LjóSasajh II, ritstj. Anna Guðmundsdóttir og Kristján Karlsson, Reykjavík: Helgafell 1975,
s. XI-XXIII, hér s. XVII.
á ./tœy/'óá - Tímarit um þýðingar nr. 12 / 2008