Jón á Bægisá - 01.11.2008, Page 26

Jón á Bægisá - 01.11.2008, Page 26
ÁstrdSur Eysteinsson höfundi eru nauðsynlegar."9 Þetta er skarplega athugað en ekki má gleyma því að ýmsar sagnaþýðingar ráða einnig vissa bót á veikum eða takmörk- uðum þáttum smásagna- og skáldsagnagerðar og að Magnús lagði einnig sitt af mörkum í þeim þýðingageira. Eg hygg að þau sagnaverk, sem Magnús þýddi, sýni býsna vel áður- nefnda breidd hans sem fylgjanda nútímaraunsæis í bókmenntum. Þessi verk hans eru að mestu leyti órannsökuð. Flestar eru þessar prósaþýðingar frá þeim árum er íslenskur bókamarkaður tók stakkaskiptum, en það tók að gerast seint á fjórða áratugnum og þó einkum frá og með efnahags- umskiptum er fylgdu seinni heimsstyrjöldinni. Bókaútgáfa jókst til muna, ekki síst í krafti þýðinga. Einkum var mikið þýtt af skáldsögum en jafn- framt afar misjafnlega. Við slíkar aðstæður skiptir miklu að fyrir séu þýð- endur sem leggja listrænan metnað í slíkan flutning óbundins máls yfir á íslensku. Slíkir einstaklingar eru meginstoðir í því tvíeflda hlutverki sem þýðingar fengu í íslenku bókmenntalífi og ekki síst prósaritun á þessum árum og sem þær hafa haldið fram á þennan dag (þótt vissulega megi greina mismunandi skeið í þeirri sögu). IV Þýðingarnar á tveimur af mikilvægustu verkum Gunnars Gunnarssonar hafa allnokkra sérstöðu meðal verka Magnúsar Ásgeirssonar. Hann þýðir úr dönsku sögur sem samdar eru af íslenskum höfúndi og gerast á Islandi. Þetta á við um fleiri verk Gunnars. Sagnabálkurinn Fjallkirkjan, enn eitt lykilverk Gunnars, birtist í íslenskri þýðingu Halldórs Laxness á árunum 1941 til 1943, en Halldór þýddi einnig skáldsögurnar Vikivaka og Frá Blindhúsum. Það voru því engir aukvisar sem vísuðu bestu verkum Gunnars inn í íslenskt bókmenntalíf og ekki er það þeim að kenna að ferill og staða Gunnars í íslensku bókmenntasamfélagi hefur ekki orðið með þeim blóma sem efni stóðu til og hann á skilið. Ekki verður því svarað hér með vissu hverju er um að kenna; vísast er það flókið mál og margþætt. Vafalítið skiptir það máli að Gunnar bjó erlendis í meira en þrjá áratugi og skrifaði á dönsku - og einnig að hann skyldi ekki halda áfram að koma verkum sínum fljótlega út í eigin gerð á íslensku, líkt og hann gerði með fyrstu bindin af Sögu Borgarœttarinnar. Þá hafa tengsl Gunnars við Þýskaland undir stjórn nasista á árunum 1933— 9 Kristján Karlsson: „Um þýðingar Magnúsar Ásgeirssonar'1, í: Magnús Ásgeirsson: LjóSasajh II, ritstj. Anna Guðmundsdóttir og Kristján Karlsson, Reykjavík: Helgafell 1975, s. XI-XXIII, hér s. XVII. á ./tœy/'óá - Tímarit um þýðingar nr. 12 / 2008
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.