Jón á Bægisá - 01.11.2008, Side 29
Magnús Asgeirsson ogAðventa
nokkrum áratugum áður á öðru tungumáli. Hann er óneitanlega kominn
býsna langt frá „uppsprettum“ þessara verka. Soífia Auður Birgisdóttir hef-
ur þallað um þetta í grein þar sem hún segir að endingu:
Mér virðist mega leiða að því nokkuð gild rök að rætur þeirrar ákvörðunar
Gunnars Gunnarssonar að endursemja á íslensku þau skáldverk sín sem
hann hafði skrifað á danska tungu liggi í flóknu samspili sektarkenndar
þess manns sem yfirgaf föðurlandið og móðurtunguna, „hélt framhjá“ (í
fleiri en einum skilningi), og hugmyndarinnar um friðþægingu og um
leið endurheimt íslensks þjóðernis og viðurkenningu íslensku þjóðarinn-
ar. Gunnar vildi vinna aftur trúnað þjóðar sinnar og sinn sess í íslenskri
bókmenntasögu með því að skila þjóðinni verkum sínum á íslensku.14
Þetta er áleitinn skilningur á vanda höfundarins þótt erfitt geti reynst að
staðfesta þessa túlkun. Eg hygg þó að Soffía Auður hafi áreiðanlega rétt
fyrir sér um þann sess í íslenskri bókmenntasögu sem Gunnar taldi sig eiga
skilinn. Með síðbúnum endurritunum sínum vill hann augljóslega styrkja
höfundarverk sitt á íslensku. En í hvaða stöðu setur hann þær þýðingar
á verkum hans sem fyrir eru? Sveinn Skorri Höskuldsson segir í erindi á
aldarafmæli Gunnars: „I rauninni er Gunnar Gunnarsson tveir höfundar.
Hinn ungi Gunnar sem samdi sögur sínar og önnur verk á dönsku og hinn
aldurhnigni Gunnar sem ótrauður flutti þau á mál móður sinnar. Þýðingar
annarra manna koma honum ekki við.“15
Þessi síðustu orð Sveins Skorra finnst mér vart geta staðist. Vitaskuld
varðar höfundinn um þýðingar sem hafa komið honum í samband við
þúsundir lesenda um áratugaskeið. Og ljóst er að þessar þýðingar, a.m.k.
einhverjar þeirra, voru Gunnari ofarlega í huga og raunar innan seiling-
ar þegar hann endurritar verk sín, eins og Sveinn Skorri komst sjálfur að
raun um. I grein um ólíkar gerðir Fjallkirkjunnar hefur Þröstur Helgason
eftir Sveini Skorra að þegar hinn síðarnefndi heimsótti Gunnar á meðan
hann var að endurrita Fjallkirkjuna, þá hafi Gunnar setið „við skrifborð
sitt með frumtextann og þýðingu Halldórs sem hann bar saman áður en
hann skrifaði eigin þýðingu, auk þess hafði hann orðabók Blöndals sér til
fulltingis — sennilega til að geta haft upp á öðrum þýðingarmöguleikum en
þeim sem Halldór notar.“16
14 SofFía Auður Birgisdóttir: „Bókmenntasaga, þýðingar og sjálfsþýðingar. Hugleiðingar
um stöðu Gunnars Gunnarssonar í íslenskri bókmenntasögu“, Andvarí, 124. árg., 1999, s.
128-140, hér s. 139.
15 Sveinn Skorri Höskuldsson: „A aldarafmæli Gunnars Gunnarssonar. Erindi flutt í
Þjóðleikhúsinu 18. maí 1989“, Andvarí, 114. árg., 1989, s. 64-72, hér s. 68.
16 Þröstur Helgason: „Þrjú andlit Fjallkirkjunnar. Samanburður á stíl þýðinga Gunnars
tíF — Að geta sagt „shit fyrir framan dömu
27