Jón á Bægisá - 01.11.2008, Page 29

Jón á Bægisá - 01.11.2008, Page 29
Magnús Asgeirsson ogAðventa nokkrum áratugum áður á öðru tungumáli. Hann er óneitanlega kominn býsna langt frá „uppsprettum“ þessara verka. Soífia Auður Birgisdóttir hef- ur þallað um þetta í grein þar sem hún segir að endingu: Mér virðist mega leiða að því nokkuð gild rök að rætur þeirrar ákvörðunar Gunnars Gunnarssonar að endursemja á íslensku þau skáldverk sín sem hann hafði skrifað á danska tungu liggi í flóknu samspili sektarkenndar þess manns sem yfirgaf föðurlandið og móðurtunguna, „hélt framhjá“ (í fleiri en einum skilningi), og hugmyndarinnar um friðþægingu og um leið endurheimt íslensks þjóðernis og viðurkenningu íslensku þjóðarinn- ar. Gunnar vildi vinna aftur trúnað þjóðar sinnar og sinn sess í íslenskri bókmenntasögu með því að skila þjóðinni verkum sínum á íslensku.14 Þetta er áleitinn skilningur á vanda höfundarins þótt erfitt geti reynst að staðfesta þessa túlkun. Eg hygg þó að Soffía Auður hafi áreiðanlega rétt fyrir sér um þann sess í íslenskri bókmenntasögu sem Gunnar taldi sig eiga skilinn. Með síðbúnum endurritunum sínum vill hann augljóslega styrkja höfundarverk sitt á íslensku. En í hvaða stöðu setur hann þær þýðingar á verkum hans sem fyrir eru? Sveinn Skorri Höskuldsson segir í erindi á aldarafmæli Gunnars: „I rauninni er Gunnar Gunnarsson tveir höfundar. Hinn ungi Gunnar sem samdi sögur sínar og önnur verk á dönsku og hinn aldurhnigni Gunnar sem ótrauður flutti þau á mál móður sinnar. Þýðingar annarra manna koma honum ekki við.“15 Þessi síðustu orð Sveins Skorra finnst mér vart geta staðist. Vitaskuld varðar höfundinn um þýðingar sem hafa komið honum í samband við þúsundir lesenda um áratugaskeið. Og ljóst er að þessar þýðingar, a.m.k. einhverjar þeirra, voru Gunnari ofarlega í huga og raunar innan seiling- ar þegar hann endurritar verk sín, eins og Sveinn Skorri komst sjálfur að raun um. I grein um ólíkar gerðir Fjallkirkjunnar hefur Þröstur Helgason eftir Sveini Skorra að þegar hinn síðarnefndi heimsótti Gunnar á meðan hann var að endurrita Fjallkirkjuna, þá hafi Gunnar setið „við skrifborð sitt með frumtextann og þýðingu Halldórs sem hann bar saman áður en hann skrifaði eigin þýðingu, auk þess hafði hann orðabók Blöndals sér til fulltingis — sennilega til að geta haft upp á öðrum þýðingarmöguleikum en þeim sem Halldór notar.“16 14 SofFía Auður Birgisdóttir: „Bókmenntasaga, þýðingar og sjálfsþýðingar. Hugleiðingar um stöðu Gunnars Gunnarssonar í íslenskri bókmenntasögu“, Andvarí, 124. árg., 1999, s. 128-140, hér s. 139. 15 Sveinn Skorri Höskuldsson: „A aldarafmæli Gunnars Gunnarssonar. Erindi flutt í Þjóðleikhúsinu 18. maí 1989“, Andvarí, 114. árg., 1989, s. 64-72, hér s. 68. 16 Þröstur Helgason: „Þrjú andlit Fjallkirkjunnar. Samanburður á stíl þýðinga Gunnars tíF — Að geta sagt „shit fyrir framan dömu 27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.