Jón á Bægisá - 01.11.2008, Page 30
Ástráður Eysteinsson
Oneitanlega er þetta merkileg vinnuaðferð. Sjálfur hef ég fengist við að
þýða verk sem til var í annarri þýðingu, sem ég hafði lesið alllöngu áður.
Ekki hvarflaði þó að mér að líta í þá þýðingu á meðan nýja þýðingin var í
vinnslu og þangað til hún var komin í sæmilega frágengið horf. Astæðan
er ekki ótti við að grípa eitthvað upp úr þýðingu annars manns og nota í
eigið verk, heldur fremur löngun til að vinna „í friði“ í eigin málheimi og
setja saman þann texta sem maður hefði smíðað hvort eð væri, þ.e. þótt
engin önnur þýðing væri til. Þýðing er textasmíð og þessi texti er frumverk
þýðandans, allt eins þótt hann sé endurritun verks sem er á öðru tungu-
máli. Þegar maður hefur komið saman uppkasti að verkinu finnst mér
hins vegar eðlilegt að líta í eldri þýðinguna. Þar kann jafnvel að vera eitt
og eitt orð sem maður kýs að nota sjálfur, en óeðlilegt hlýtur að teljast að
taka samfellt orðalag eða þá hálfar eða heilar málsgreinar upp úr annarri
þýðingu - jafnvel þótt maður taki eftir því að í ólíkum þýðingum rata
þýðendur oft á sömu orð og jafnvel samsvarandi stutta orðaröð. Alla jafna
þarf ekki mikla rýni til að sjá hvænær einn þýðandi hefur beinlínis tekið
samfellt orðalag frá öðrum (þ.e. geri hann ekki skýra grein fyrir því sjálf-
ur) og þá hljóta að vakna spurningar um óviðurkvæmilega textatöku, sem
almennt kallast ritstuldur.
Samkvæmt greiningu Þrastar virðist slík textataka ekki einkenna ís-
lenska gerð Gunnars af Fjallkirkjunni. Þröstur telur raunar vinnuaðferð
Gunnars vera til marks um að hann hafi forðast það eins og heitan eldinn
að þýða eins og Halldór; Gunnar lesi þýðingu Halldórs beinlínis til að halda
sig fjarri henni. Þröstur segir þetta vera í samræmi við stílsamanburð sinn
á frumtexta Fjallkirkjunnar og þýðingum þeirra Halldórs og Gunnars. Hér
er freistandi að nota hugtak bandaríska bókmenntafræðingsins Harolds
Bloom, ótti við áhrif („anxiety of influence“), sem einmitt lýsir því hvernig
höfundar leita að eigin sköpunarneista með því að sveigja hjá hinum „stóru“
og ógnvekjandi forverum sínum.17 Ottinn við áhrif er hér ótti við þýðingu;
í þessu tilviki ótti höfundarins við þýðingu annars manns á eigin verki.
Þröstur sýnir með textasamanburði hvernig Gunnar fer aðrar leiðir en
Halldór, sem að sínu leyti heldur sig nálægt frumtexta Gunnars. Þröstur
tilgreinir dæmi og bendir á að í endurritun sinni skreyti „Gunnar text-
ann með stuðlasetningu meira en góðu hófi gegnir að mínu mati: lind í
lágnættismollunni; altær uppspretta [...]. Af þessu dæmi má einnig glöggt
ráða að orðanotkun Gunnars er allt önnur í þýðingunni en í frumtext-
Gunnarssonar og Halldórs Laxness á Fjallkirkjunni", Andvari, 122. árg., 1997, s. 128-138,
hér s. 136-137.
17 Sbr. Harold Bloom: The Anxiety of Injluence. A Theory of Poetry, New York: Oxford
University Press 1973. Sjá umíjöllun mína í Tvímelum (sbr. nmgr. 3), s. 244-246.
28
á ■JSn.‘fr/i)á — Tímarit um þýðingar nr. 12 / 2008