Jón á Bægisá - 01.11.2008, Síða 30

Jón á Bægisá - 01.11.2008, Síða 30
Ástráður Eysteinsson Oneitanlega er þetta merkileg vinnuaðferð. Sjálfur hef ég fengist við að þýða verk sem til var í annarri þýðingu, sem ég hafði lesið alllöngu áður. Ekki hvarflaði þó að mér að líta í þá þýðingu á meðan nýja þýðingin var í vinnslu og þangað til hún var komin í sæmilega frágengið horf. Astæðan er ekki ótti við að grípa eitthvað upp úr þýðingu annars manns og nota í eigið verk, heldur fremur löngun til að vinna „í friði“ í eigin málheimi og setja saman þann texta sem maður hefði smíðað hvort eð væri, þ.e. þótt engin önnur þýðing væri til. Þýðing er textasmíð og þessi texti er frumverk þýðandans, allt eins þótt hann sé endurritun verks sem er á öðru tungu- máli. Þegar maður hefur komið saman uppkasti að verkinu finnst mér hins vegar eðlilegt að líta í eldri þýðinguna. Þar kann jafnvel að vera eitt og eitt orð sem maður kýs að nota sjálfur, en óeðlilegt hlýtur að teljast að taka samfellt orðalag eða þá hálfar eða heilar málsgreinar upp úr annarri þýðingu - jafnvel þótt maður taki eftir því að í ólíkum þýðingum rata þýðendur oft á sömu orð og jafnvel samsvarandi stutta orðaröð. Alla jafna þarf ekki mikla rýni til að sjá hvænær einn þýðandi hefur beinlínis tekið samfellt orðalag frá öðrum (þ.e. geri hann ekki skýra grein fyrir því sjálf- ur) og þá hljóta að vakna spurningar um óviðurkvæmilega textatöku, sem almennt kallast ritstuldur. Samkvæmt greiningu Þrastar virðist slík textataka ekki einkenna ís- lenska gerð Gunnars af Fjallkirkjunni. Þröstur telur raunar vinnuaðferð Gunnars vera til marks um að hann hafi forðast það eins og heitan eldinn að þýða eins og Halldór; Gunnar lesi þýðingu Halldórs beinlínis til að halda sig fjarri henni. Þröstur segir þetta vera í samræmi við stílsamanburð sinn á frumtexta Fjallkirkjunnar og þýðingum þeirra Halldórs og Gunnars. Hér er freistandi að nota hugtak bandaríska bókmenntafræðingsins Harolds Bloom, ótti við áhrif („anxiety of influence“), sem einmitt lýsir því hvernig höfundar leita að eigin sköpunarneista með því að sveigja hjá hinum „stóru“ og ógnvekjandi forverum sínum.17 Ottinn við áhrif er hér ótti við þýðingu; í þessu tilviki ótti höfundarins við þýðingu annars manns á eigin verki. Þröstur sýnir með textasamanburði hvernig Gunnar fer aðrar leiðir en Halldór, sem að sínu leyti heldur sig nálægt frumtexta Gunnars. Þröstur tilgreinir dæmi og bendir á að í endurritun sinni skreyti „Gunnar text- ann með stuðlasetningu meira en góðu hófi gegnir að mínu mati: lind í lágnættismollunni; altær uppspretta [...]. Af þessu dæmi má einnig glöggt ráða að orðanotkun Gunnars er allt önnur í þýðingunni en í frumtext- Gunnarssonar og Halldórs Laxness á Fjallkirkjunni", Andvari, 122. árg., 1997, s. 128-138, hér s. 136-137. 17 Sbr. Harold Bloom: The Anxiety of Injluence. A Theory of Poetry, New York: Oxford University Press 1973. Sjá umíjöllun mína í Tvímelum (sbr. nmgr. 3), s. 244-246. 28 á ■JSn.‘fr/i)á — Tímarit um þýðingar nr. 12 / 2008
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.