Jón á Bægisá - 01.11.2008, Side 32

Jón á Bægisá - 01.11.2008, Side 32
Ástráður Eysteinsson þjóð geti metið bækur hans að verðleikum. Það gerði Gunnar með því að þýða sjálfur bækur sínar á íslensku af dönsku og gera þær þýðingar að hinni opinberu útgáfu þeirra Þessu andmælir Soffía Auður Birgisdóttir í áðurnefndi grein og segir þetta „goðsögn“ (semsé staðlausa stafi) sem „heyrist endrum og eins í bókmenntaumræðunni þar sem hver étur upp eftir öðrum án þess að hafa kannað málið sjálfur." Hún segir ennfremur: „Nefna má að hinn kaldhamraði og stuðlaði stíll Gunnars nýtur sín meðal annars vel í Svartfugli, þar sem fjallað er um kaldan og miskunnarlausan mannheim."23 Skömmu síðar, eða árið 2001, tekur Jón Yngvi Jóharmsson í svipaðan streng í formála að Svartfugli: „Eitt af því sem hefur haft áhrif á orðspor Gunnars eru þjóðsögur um að hann hafi sjálfur stórlega spillt verk- um sínum með því að þýða þau aftur á íslensku. Þetta á allra síst við um Svartfugl. Stíll Gunnars á íslensku er einstakur og um margt sérkennilegur. Hann er kjarnyrtur og orðaforðinn mikill. Setningarnar eru oft flóknari en í hefðbundnum íslenskum sagnastíl sem hefur einfeldnina og skýrleikann að markmiði. Þessir eiginleikar eiga vel við söguefni og sögusvið Svartfugls, þar sem Gunnar fléttar inn í stíl sinn tungutaki embættismanna og dóm- stóla á tíma sögunnar."24 Athyglisvert er að þrátt fyrir útgefna könnun Þrastar Helgasonar á þýðingum Fjallkirkjunnar tala tveir áðurnefndir fræðimenn um „goðsagn- ir“ og „þjóðsögur“ um þýðingar Gunnars á eigin verkum. Vissulega má segja að brýn þörf sé á frekari rannsóknum, m.a. til að styðja þau viðhorf sem fram koma í máli þeirra SofFíu Auðar og Jóns Yngva um Svartfugl, en einnig til að öðlast skýrari sýn yfir öll þau merkilegu og margvíslegu textatengsl og endurritanir sem um er að ræða. Því mér finnst margt benda til að þau séu margvísleg og langt frá því að vera einhlít. I nýlegri bók, Skáldalíf segir Halldór Guðmundsson um þýðingar Gunnars: „Bækurnar á móðurmálinu urðu að vera hans verk; ættu þær líf fyrir höndum skyldi það vera með tungutaki hans. Þess vegna leit hann líka svo á að hann væri ekki að þýða heldur að semja bækurnar upp á nýtt á íslensku. Hann forð- aðist að fara nærri þýðingum Halldórs eða annarra [...].“25 Ekki verður séð hvaða rannsóknir Halldór styðst við í þessari síðustu fullyrðingu, aðra en áðurnefnda könnun Þrastar. Eins og fram kemur hér á eftir í athugun 23 SofFía Auður Birgisdóttir: „Bókmenntasaga, þýðingar og sjálfsþýðingar. Hugleiðingar um stöðu Gunnars Gunnarssonar í íslenskri bókmenntasögu", Andvari, 124. árg., 1999, s. 128-140, hér s. 135 og 136. Tilvitnunin í pistil Illuga er sótt í grein Soffíu Auðar, s. 135. Grein llluga nefnist „Leikur að eldi“ og birtist í Degi 6. ágúst 1999. 24 Jón Yngvijóhannsson: „Formáli", í: GunnarGunnarsson: Svartfugl, höfúndur íslenskaði, Reykjavík: Islands þúsund ár (Islensku bókaklúbbarnir) 2001, s. v-xxiii, hér s. x. 25 Halldór Guðmundsson: Skáldalíf. Ojvitinn úr Suðursveit og skáldið á Skriðuklaustri, Reykjavík: JPV-útgáfa 2006, s. 377. 30 á ffficepáiá - Tímarit um þýðingar nr. 12 / 2008
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.