Jón á Bægisá - 01.11.2008, Side 42

Jón á Bægisá - 01.11.2008, Side 42
AstráSur Eysteinsson Magnús er sannarlega á heimavelli hér, í þýðingu bragbundins ljóðakorns, og litlu breytir þótt tá komi í stað hnés; þýðingin fellur hárfínt að sögutext- anum. Það hefur Gunnari greinilega fundist líka, því hann tekur þýðingu Magnúsar og gerir orðrétta að sinni (29). Hið sama gerir Gunnar við aðra vísu sem fylgir skömmu síðar en einungis við fyrri part þriðju vísunnar; seinustu tvær línurnar þar endurþýðir hann. Nú gerist það stundum í þýðingum skáldsagna þar sem fyrir koma ljóð að þýðandinn annað hvort notar ljóðaþýðingar sem til eru eða fær annan mann til að þýða ljóðin fyrir sig. í báðum tilvikum þykir sjálfsagt að til- greina hver ljóðaþýðandinn sé. I Aðventu kemur hvergi fram að Gunnar notist við þýðingu annars manns og ætla verður að hann hafi talið eðlilegt að eigna sér kvæðaþýðingar Magnúsar rétt eins og svo margt í lausamáls- þýðingunni. VIII Ef sá íslenski texti Gunnars sem fyrir liggur væri afurð annars manns er lítill vafi á því í mínum huga að sá maður hefði ítrekað gerst sekur um ritstuld. En á þetta við þegar höfundur notar sér þýðingu annars manns á verki höf- undarins sjálfs? Hér ýmist endurritar eða beinlínis endurtekur höfundur í sínu nafni drjúgan hluta af þýðingu Magnúsar og innlimar í texta sem hann lítur sjálfur ekki á sem venjulega þýðingu heldur sem endursamningu eigin verks á öðru máli. Er hægt að segja að höfundur steli frá þýðanda sínum í slíku tilviki? Þetta eru vægast sagt einkennilegar aðstæður og tengjast meðal annars því tvöfalda höfundargildi sem áður var rætt og því blendingsformi sem þýðingar eru. Þýðandinn er höfundur textans í hinu þýdda verki en það merkir ekki að hann eigi textann einn; hann deilir honum með höfundi frumtextans og jafnframt hljóta þeir að deila birtingarréttinum.35 Því ætti höfundurinn ekki heldur að hafa leyfi til að sýsla með texta þýðandans að eigin vild. Við lok þessarar rannsóknar er enn mörgum spurningum ósvarað. Hvaða aðferðum beitir Gunnar í öðrum sjálfsþýðingum en þeim sem kannaðar hafa verið til þessa? Hvers vegna virðist aðferð Gunnars við þýð- ingu Fjallkirkjunnar svo ólík þeirri sem einkennir Aðventui Er það vegna þess að þetta eru svo eðlisólík verk? Er það vegna þess að þýðandinn Hall- 35 Að vísu semja þýðendur stundum birtingarréttinn frá sér en þá eiga þeir eftir sem áður svokallaðan sæmdarrétt sem á að koma í veg fyrir að texti þeirra sé úr lagi færður og birtur þannig. Og sé texti þeirra birtur að nýju á vitaskuld að tilgreina þá sem þýðendur. 40 á Jffiœariiá — Tímarit um þýðingar nr. 12 / 2008
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.