Jón á Bægisá - 01.11.2008, Síða 49

Jón á Bægisá - 01.11.2008, Síða 49
Blómjurt, skrauti svipt? Um kvaðaþýðingar Vestur-íslendinga What to such as you anyhow such a poet as I? therefore leave my works, And go lull yourself with what you can understand, and with piano-tunes, For I lull nobody, and you will never understand me. I þýðingu Stefáns verða þessar línur svona: Þú skilur mig ekki, Ó, þreyt ekki þig á þvílíkri ráðgátu — forðastu mig, en farðu og skældu þig organið í - ég yrki ekki við þig neitt lúllum og bí. Þótt Stefán væri mjög rígbundinn við rímið, var hann í rauninni enn íhalds- samari á ljóðstafina. Þessi fastheldni Stefáns er meginástæða þess að honum hugnast yfirleitt ekki þýðingar íslenskra kvæða á ensku þar sem ljóðstafir eru látnir lönd og leið. Hann hugleiddi að yrkja sjálfur á ensku en leist það ekki vænlegt. Um það vitnar kvæði hans „Tungutak". Sigurður Júlíus Jóhannesson (1868-1956) var sennilega mikilvirkastur í íslenskum þýðingum, aðallega úr ensku. Fjölmargar þýðingar eftir Sig- urð birtust í kvæðabókum hans og í blöðum vestra, flestar ágætlega gerðar. M.a. þýddi hann nokkur ensk kvæði eftir Vestur-Islendinga. Aðrir afkast- amiklir þýðendur á íslensku voru: Jón Runólfsson (1855—1930) sem þýddi t.d. hið stóra sögukvæði „Enok Arden“ eftir Tennyson. Jónas A. Sigurðsson (1865-1933) þýddi fyrst og fremst úr ensku kvæði margra stórskálda. Hann þýddi líka „Hljóða nótt“ eftir ensku þýðingunni á sálminum fræga eftir Mohr og er þýðingin mun þekkilegri en hin gamalgróna þýðing Sveinbjarn- ar Egilssonar („Heims um ból“). Þá þótti Jónasi ástæða til að betrumbæta þýðingu Matthíasar Jochumssonar á sálmi S. Adams „Hærra minn guð til þín“. Gísli Jónsson (1876-1974) þýddi m.a. „Alfakónginn“ eftir Goethe og kvæði eftir kanadísku indjánakonuna Tekahionwake. Einnig þýddi hann allmörg söngvaljóð, þ.á m. söngva úr Pétri Gaut. Skáldkonan Helga Stein- vör Baldvinsdóttir (Undína) (1858-1941) tók að þýða kvæði úr ensku tveim- ur árum eftir komuna vestur og var hún þá aðeins 16 ára gömul. Aðrir helstu þýðendur úr ensku á íslensku eru: Kristinn Stefánsson (1856-1916), Bjarni Þorsteinsson (1868-1943), Einar P. Jónsson (1880-1959), Jóhann Magnús Bjarnason (1866-1945), Sveinn E. Björnsson (1885-1970) og Jóhannes P. Pálsson (1884—1973). Allir þessir þýðendur eru fæddir á Is- landi en fluttust vestur á alllöngu tímabili og á misjöfnum aldri. Þá er ótalinn Páll Bjarnason (1882-1967). Hann var einn hinna bestu og afkastamestu þýðenda og var fæddur í Vesturheimi. I bók hans Fleyg- um (1953) eru íslenskar þýðingar á 42 erlendum kvæðum. Þarna eru fjögur kvæði eftir Longfellow en aðrir eiga færri. Meðal þýðinganna eru tveir á — Að geta sagt „shit“ fyrir framan dömu 47
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.