Jón á Bægisá - 01.11.2008, Blaðsíða 49
Blómjurt, skrauti svipt? Um kvaðaþýðingar Vestur-íslendinga
What to such as you anyhow such a poet as I? therefore leave my works,
And go lull yourself with what you can understand, and with piano-tunes,
For I lull nobody, and you will never understand me.
I þýðingu Stefáns verða þessar línur svona:
Þú skilur mig ekki, Ó, þreyt ekki þig
á þvílíkri ráðgátu — forðastu mig,
en farðu og skældu þig organið í -
ég yrki ekki við þig neitt lúllum og bí.
Þótt Stefán væri mjög rígbundinn við rímið, var hann í rauninni enn íhalds-
samari á ljóðstafina. Þessi fastheldni Stefáns er meginástæða þess að honum
hugnast yfirleitt ekki þýðingar íslenskra kvæða á ensku þar sem ljóðstafir
eru látnir lönd og leið. Hann hugleiddi að yrkja sjálfur á ensku en leist það
ekki vænlegt. Um það vitnar kvæði hans „Tungutak".
Sigurður Júlíus Jóhannesson (1868-1956) var sennilega mikilvirkastur
í íslenskum þýðingum, aðallega úr ensku. Fjölmargar þýðingar eftir Sig-
urð birtust í kvæðabókum hans og í blöðum vestra, flestar ágætlega gerðar.
M.a. þýddi hann nokkur ensk kvæði eftir Vestur-Islendinga. Aðrir afkast-
amiklir þýðendur á íslensku voru: Jón Runólfsson (1855—1930) sem þýddi
t.d. hið stóra sögukvæði „Enok Arden“ eftir Tennyson. Jónas A. Sigurðsson
(1865-1933) þýddi fyrst og fremst úr ensku kvæði margra stórskálda. Hann
þýddi líka „Hljóða nótt“ eftir ensku þýðingunni á sálminum fræga eftir
Mohr og er þýðingin mun þekkilegri en hin gamalgróna þýðing Sveinbjarn-
ar Egilssonar („Heims um ból“). Þá þótti Jónasi ástæða til að betrumbæta
þýðingu Matthíasar Jochumssonar á sálmi S. Adams „Hærra minn guð til
þín“. Gísli Jónsson (1876-1974) þýddi m.a. „Alfakónginn“ eftir Goethe og
kvæði eftir kanadísku indjánakonuna Tekahionwake. Einnig þýddi hann
allmörg söngvaljóð, þ.á m. söngva úr Pétri Gaut. Skáldkonan Helga Stein-
vör Baldvinsdóttir (Undína) (1858-1941) tók að þýða kvæði úr ensku tveim-
ur árum eftir komuna vestur og var hún þá aðeins 16 ára gömul.
Aðrir helstu þýðendur úr ensku á íslensku eru: Kristinn Stefánsson
(1856-1916), Bjarni Þorsteinsson (1868-1943), Einar P. Jónsson (1880-1959),
Jóhann Magnús Bjarnason (1866-1945), Sveinn E. Björnsson (1885-1970)
og Jóhannes P. Pálsson (1884—1973). Allir þessir þýðendur eru fæddir á Is-
landi en fluttust vestur á alllöngu tímabili og á misjöfnum aldri.
Þá er ótalinn Páll Bjarnason (1882-1967). Hann var einn hinna bestu
og afkastamestu þýðenda og var fæddur í Vesturheimi. I bók hans Fleyg-
um (1953) eru íslenskar þýðingar á 42 erlendum kvæðum. Þarna eru fjögur
kvæði eftir Longfellow en aðrir eiga færri. Meðal þýðinganna eru tveir
á — Að geta sagt „shit“ fyrir framan dömu
47