Jón á Bægisá - 01.11.2008, Page 55

Jón á Bægisá - 01.11.2008, Page 55
Blómjurt, skrauti svipt? Um kvœðaþýðitigar Vestur-Islendinga ari í Manitoba, reyndu að þýða nokkur kvæði með ljóðstöfum, en hinar ströngu sruðlareglur reyndust þeim oftast ofviða. Tilraunir þeirra eru eigi að síður athyglisverðar. Kvæðið „Vetur“ eftir Kristin Stefánsson er byggt úr þremur hringhendum. Kirkconnell tekst furðanlega að hemja kvæðið í þessum þrönga stakki með ljóðstöfum og miðrími á enskunni. Eigi að síð- ur virðist augljóst að þessar ströngu skorður um form og rím valda miklu stímabraki í ljóðagerð á ensku. Miðerindið fer hér á eftir á frummálinu og í þýðingu Krikconnells:10 Setur hnjót í beitar bann, bræðir grjótið sorum; þungur mótar hauður hann hvítum fóta-sporum. Sits in dread on stones of dearth; Droops his head with quivers; Or, instead, he stamps the earth, Strives to shed his shivers. Meðal þeirra kvæða, sem Kirkconnell þýddi með ljóðstöfum, er „Greni- skógurinn“ („The Spruce Forest“) eftir Stefán G. Fyrsta erindið er svona: Þar sem öllum öðrum trjám of lágt þótti að gróa, undir skuggaholtum hám, hneppt við sortaflóa, sprastu, háa, gilda grön, grænust allra skóga. Other trees, with taunts and brags, try in vain, like thee, to grow under sheer and shadowy crags, shut in by black bogs below. - There thy gallant groves aspire, greenest woods that earth can show. Páll Bjarnason fjallar í ritgerð árið 1944* 11 um þennan vanda við þýðingar á hinum strangbundna íslenska kveðskap Hann relur að vel geti verið að eðli og bygging enskrar tungu sé með þeim hætti að hún sé óhæf fyrir ljóðstafi svo að vel megi fara. Páll segist sakna sáran ljóðstafa í kvæðum á ensku, það sé eins og blómjurt sé svift skrauti sínu og skilin eftir stjörf og nakin í hrjóstr- ugu og köldu umhverfi. Sjálfur reyndi Páll sig við þá þraut að þýða á ensku með ljóðstöfum og tókst það ótrúlega vel. En hann kvartar um að hann hafi engin viðbrögð fengið við þýðingum sínum í tímaritum. I því skyni að reyna að lokka fram einhverjar unmræður um þennan þýðingarvanda birtir hann í lok greinar þýðingu sína á „Norðurljósum“ eftir Stefán G. Kvæðið er undir dróttkvæðum hætti með aðalhendingum og skothendingum og leitast Páll við að koma því til skila í þýðingunni. Ekki er áhlaupaverk að þýða þetta kvæði, en Páll leysir vandann með ótrúlegri leikni: 10 W. Kirkconnell: Canadian Overtones, bls. 24. 11 Páll Bjarnason: „Icelandic Poetry“. The Icelandic Canadian, 2/3 1944, bls. 11-13. d .VSa'ýrdd - Að geta sagt „shit“ fyrir framan dömu 53
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.