Jón á Bægisá - 01.11.2008, Qupperneq 55
Blómjurt, skrauti svipt? Um kvœðaþýðitigar Vestur-Islendinga
ari í Manitoba, reyndu að þýða nokkur kvæði með ljóðstöfum, en hinar
ströngu sruðlareglur reyndust þeim oftast ofviða. Tilraunir þeirra eru eigi
að síður athyglisverðar. Kvæðið „Vetur“ eftir Kristin Stefánsson er byggt
úr þremur hringhendum. Kirkconnell tekst furðanlega að hemja kvæðið í
þessum þrönga stakki með ljóðstöfum og miðrími á enskunni. Eigi að síð-
ur virðist augljóst að þessar ströngu skorður um form og rím valda miklu
stímabraki í ljóðagerð á ensku.
Miðerindið fer hér á eftir á frummálinu og í þýðingu Krikconnells:10
Setur hnjót í beitar bann,
bræðir grjótið sorum;
þungur mótar hauður hann
hvítum fóta-sporum.
Sits in dread on stones of dearth;
Droops his head with quivers;
Or, instead, he stamps the earth,
Strives to shed his shivers.
Meðal þeirra kvæða, sem Kirkconnell þýddi með ljóðstöfum, er „Greni-
skógurinn“ („The Spruce Forest“) eftir Stefán G. Fyrsta erindið er svona:
Þar sem öllum öðrum trjám
of lágt þótti að gróa,
undir skuggaholtum hám,
hneppt við sortaflóa,
sprastu, háa, gilda grön,
grænust allra skóga.
Other trees, with taunts and brags,
try in vain, like thee, to grow
under sheer and shadowy crags,
shut in by black bogs below. -
There thy gallant groves aspire,
greenest woods that earth can show.
Páll Bjarnason fjallar í ritgerð árið 1944* 11 um þennan vanda við þýðingar á
hinum strangbundna íslenska kveðskap Hann relur að vel geti verið að eðli
og bygging enskrar tungu sé með þeim hætti að hún sé óhæf fyrir ljóðstafi
svo að vel megi fara. Páll segist sakna sáran ljóðstafa í kvæðum á ensku, það
sé eins og blómjurt sé svift skrauti sínu og skilin eftir stjörf og nakin í hrjóstr-
ugu og köldu umhverfi. Sjálfur reyndi Páll sig við þá þraut að þýða á ensku
með ljóðstöfum og tókst það ótrúlega vel. En hann kvartar um að hann
hafi engin viðbrögð fengið við þýðingum sínum í tímaritum. I því skyni að
reyna að lokka fram einhverjar unmræður um þennan þýðingarvanda birtir
hann í lok greinar þýðingu sína á „Norðurljósum“ eftir Stefán G. Kvæðið
er undir dróttkvæðum hætti með aðalhendingum og skothendingum og
leitast Páll við að koma því til skila í þýðingunni. Ekki er áhlaupaverk að
þýða þetta kvæði, en Páll leysir vandann með ótrúlegri leikni:
10 W. Kirkconnell: Canadian Overtones, bls. 24.
11 Páll Bjarnason: „Icelandic Poetry“. The Icelandic Canadian, 2/3 1944, bls. 11-13.
d .VSa'ýrdd - Að geta sagt „shit“ fyrir framan dömu
53