Jón á Bægisá - 01.11.2008, Page 67
Athugaverdt Vid Utleggingar
hér til m0rg dæmi, af hvorjum eg vil eitt framfæra: þeir gomlu Hebresku
hafa útmálad hund eins og þad dýr, sem pissar í vegg; sá talsháttur hjá
þeim á fornoldum var ecki hneixlanlegur, því hann var almennt brúkadur,
en engum kalla eg rádlegt, ad brúka þessháttar orda-tiltæki hjá oss nú í
samaqvæmum. Þad, sem má kallast snoturt á vallendsku er adhlátursverdt
á fronsku, og þad, sem á þýdsku túngu kann ad vera sæmilegt, gétur í út-
leggíngu ordid ílla skiljanlegt á íslendsku, og svo er án efa um oll túngumál;
því er vel athugandi ad útleggíngar séu réttar, og þarhjá ad þad túngumál,
sem þær útgefast í, ecki missi sína eginlegleika, og verdi svo þar af ótíma-
bær málleysa, því kappkosta ber ad ná sem besr rithofundsins meiníngu,
og þessvegna útheimtist til gódra útleggínga: I.) ad útleggjarinn skilji vel
túngumálid. 2.) Ad Originalnum sé trúlega fylgt. 3.) Ad enginn skémmi
edur gjori óþeckjanlegt þad túngu-mál, á hvort útleggíngin gjord verdur,
því rennt er, ad nockrir med sjálssmídudu frelsi, hafa gjort sína rithofunda
óþeckjanlega, og adrir med ofmikilli þvíngun skémmt hitt málid, og 4.)
ad menn varist þá tvo afvegu, á hvorja margir útleggjarar, sem og rithof-
undar villst hafa, og einna mest er ad óttast fyrir þegar túngumálid, sem í
er skrifad, ecki er ordid svo fullsnidid og lagad sem þarf: liggur annar þess-
ara til úreldtra orda-tiltækja, edur jafnvel þvílíkra, sem aldrei hafa brúkud
verid, og hvorra hofundar eckért ávinna vid, nema ad byrta sérsinni sitt, og
sitja odrum fyrir ljósi í uppfrædíngunni, en hinn til of almúgalegra, hégóm-
legra, og kannské ecki nema á sumum stodum og í vissum landsfjórdúng-
um nockru sinni heyrdra blendíngs máltækja, hvarvid ósjaldan tíguglegt og
snoturt efni vanvyrdist. Af þessu sjest nú, ad þad er ecki hvorjum únglíngi
hentugt ad verda útleggjari, og ad þeim almennilega missýnist, sem halda
þad muni svo audveldt; reynslan sannar, ad ýmsir í útlondum, sem hafa
haft gódar gáfur, tíma og áhold, hafa ecki haldid sig ofgóda til þess.
Sá franski Doctor Ablancourt, sem í lærdómi og skarpleika var ein-
hvorr hinn mesti madur á sínum tíma, kostgjæfdi og ydkadi allt af, ad
útleggja gódar bækur; orsokina framsetur Patru, er samantekid hefir hands
æfisogu, med þessum ordum: „Ablancourts skarpleiki og lærdómur var
líkur Montagnes, og hefdi hann viljad skrifa saman bækur, vantadi hann
engin efni þar til, því hann hafdi sterkann ímindunar-krapt, mikinn lær-
dóm og náttúrugáfur, en þegar honum var sagt þad, sagdist hann hvorki
vera Prestur né Prócúrator, veroldin væri full af ágætum bókum, og ad þær,
sem innihéldi sidareglu og dygdalærdóm, væru ecki annad enn unismídad
efni úr þeim skriftum, sem þeir gomlu menn Plútarchus, Seneca og fleiri,
hefdi samansett; en til ad gjora sínu fodurlandi velvild og þénustu, væri
miklu rádlegra, ad útleggja gódar bækur, enn samanskrifa nýjar, sem þó
eckért nýtt hefdu inni ad halda.“ Margir adrir álitlegir og lærdir menn,
hafa haft somu meiníngu; þanninn sjá menn ad sá franski lærdi Doctor,
á- Jffiagreóá - Að geta sagt „shit“ fyrir framan dömu
65