Jón á Bægisá - 01.11.2008, Page 91
Jónas og hlébarðinn - Ljóðstafir og viðtökur Ijóðaþýðinga
arnir séu áberandi, en það getur verið af því að margir skynja þá ekki sem
slíka (2004:243).
Hrynjandin í þessari þýðingu er mun óreglulegri en í frumtextanum
eða í þýðingu Johnsons. Ringler hefur stuðst við eigin tilfinningu fyrir
fimmliðahætti í ensku. Þótt slétt hrynjandi Jónasar veki athygli, jafnvel
meðal íslenskra lesenda (en enskan er yfirleitt talin þola meiri óregluleika í
hrynjandi en íslenska), íjallar Ringler ekkert um hrynjandi í bragfræðivið-
auka sínum - kannski vegna þess að hrynjandi tilheyrir „inherent form“
ljóða, sem er að mörgu leyti ómeðvitað hjá skáldum eða sem oft vantar
orðaforða til að fjalla um (Fabb 1999).
Hinar þýðingarnar eru auðvitað miklu eldri en þýðingar Ringlers og
væntingar lesenda aðrar á þeim tíma. Samt finnst mér Ringler ekki fara
frjálslegar með merkingu ljóðsins heldur en hinir þýðendurnir — þótt hann
stuðli. Til dæmis segir Cook „That’s the girl I love“ vera oftúlkun á „Það
er stúlkan mín“, en hinir þýðendurnir túlka setninguna á svipaðan hátt:
„my sweetheart fair“ (Jakobína Johnson) og „the lass my longing heart still
loves“ (Kirkconnell) (Cook: 2004:250). Bókstafleg þýðing „That’s my girl“
hefði tilheyrt öðru málsniði.
6. Rilke auf Islándisch
Seinna dæmi sem hér verður tekið íyrir íjallar um þýðingar úr þýsku á
íslensku. Það er óvenjulegra að því leyti, að gagnrýni á „úrkynjuðu“ þýð-
ingunni tók að hluta til á sig mynd einhvers konar óopinberrar þýðinga-
samkeppni, sem einnig má lesa sem tilraun til að leiðrétta þá „málvillu“ sem
óstuðluð þýðing var talin.
24. ágúst 1996 birtist í LesbókMorgunblaðsins þýðing Gauta Kristmanns-
sonar á ljóðinu fræga „Der Panther" eftir Rainer Maria Rilke ásamt stuttri
málsgrein um skáldið. Eg læt hér fylgja frumtextann til samanburðar.
Der Panther
Im Jardin des Plantes, Paris
Sein Blick ist vom Vorúbergehn der Stabe
so mud geworden, dafi er nichts mehr hált.
Ihm ist, als ob es tausend Stábe gábe
und hinter tausend Stáben keine Welt.
Der weiche Gang geschmeidig starker Schritte,
der sich im allerkleinsten Kreise dreht,
ist wie ein Tanz von Kraft um eine Mitte,
in der betáubt ein grofler Wille steht.
á Jföayáá - Að geta sagt „shit“ fyrir framan dömu
89