Jón á Bægisá - 01.11.2008, Qupperneq 142
Höfundar og þýðendur
Ástráður Eysteinsson (f. 1957; Magnús Asgeirsson ogAðventa bls. 19) er bókmennta- og þýð-
ingafræðingur, prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Islands. Hann hefur feng-
ist við þýðingar um árabil, m.a. þýtt mörg verk Franz Kafka ásamt Eysteini Þorvaldssyni.
Einnig hefur hann skrifað mikið um þýðingar og þýðingafræði, m.a. bókina Tvímali
(1996), og ritstýrt bókinni Translation - Theory and Practice: A Historical Reader (2006;
ásamt Daniel Weissbort).
Baldur Óskarsson (f. 1932; Hin bitra rót bls. 5, Sjölitifolinn bls. 114), ljóðskáld og þýðandi.
Vann um árabil hjá Ríkisútvarpinu, hefur þýtt úr ensku, spænsku og Norðurlandamálunum.
Hann hefur sent frá sér 14 ljóðabækur, síðast Endurskyn (2006) en nýjasta bók hans er í vett-
ling manns (2007), svipmyndir og minnispunktar í óbundnu máli.
Berglind Guðmundsdóttir (f. 1975; Þýðingar Kristmanns Guðmundssonarogjóns Thoroddsens
á Lady Chatterley’s Lover bls. 12) er með diplóma í hagnýtum þýðingum, BA-próf í ensku
og stundar meistaranám í ensku við HI. Hún starfar sem þýðandi hjá Þýðingamiðstöð utan-
ríkisráðuneytisins.
Alexander Blok (1880—1921; Fótatak foringjans bls. 40) var höfúðskáld symbólismans sem
ríkti í rússneskri ljóðlist síðustu tvo áratugina fyrir byltinguna 1917. Hann hafði mikil áhrif,
bæði á sína eigin skáldakynslóð og þá næstu. Margir litu á hann sem rómantískan spámann,
en sjálfur kvaðst hann trúa á þá „ljóðrænu heimssýn þar sem ekkert skilur að einstakling-
inn og fjöldann“. Magnús Ásgeirsson þýddi eitt frægasta kvæði Bloks, Tólfmenningana, og
a.m.k. fimm ljóð eftir hann eru til í íslenskri þýðingu Geirs Kristjánssonar.
Mikhaíl Búlgakov (Ævintýri Tsjitsjikovs bls. 101) fæddist í Kíev 1891 og lést í Moskvu 1940.
Hann lærði læknisfræði og starfaði í nokkur ár við lækningar, en um 1920 ákvað hann að
hætta þeim og gerast rithöfundur. I fyrstu skrifaði hann stutta pistla og smásögur sem birtar
voru í blöðum og tímaritum, en sneri sér svo að skáldsögum og leikritum. Ferill hans varð
ekki langur og ekki heldur auðveldur; hann var svo óheppinn að vera uppi á Stalíntímanum
140
á .LÚayáiá — Tímarit um þýðingar nr. 12 / 2008