Jón á Bægisá - 01.11.2008, Page 143
Höfundar ogþýöendur
og varð illa fyrir barðinu á ritskoðun og ofsóknum einsog svo margir kollegar hans. Engu
að síður tókst honum að skrifa mörg öndvegisverk, og ber þar hæst skáldsöguna Mehtarínn
og Margaríta sem kom út í íslenskri þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur 1981. Tvær aðrar
skáldsögur Búlgakovs hafa birst á íslensku: örlagaeggin (1989) og Hundshjarta (1992), báðar
í þýðingu Ingibjargar. Smásagan Sálmur, einnig þýdd af Ingibjörgu, var prentuð í fyrsta
tölublaði Jóns á Bœgisá 1994.
Eysteinn Þorvaldsson (f. 1932; Blómjurt, skrauti svipt' bls. 44) er bókmenntafræðingur
og prófessor emeritus. Hefur skrifað bækur og greinar um bókmenntir, einkum ljóðagerð.
Ritgerðasafn hans, Ljóbaþing, um íslenska ljóðagerð á 20. öld, kom út 2002. Hefur feng-
ist við þýðingar úr ensku, dönsku og þýsku og m.a. þýtt verk Franz Kafka ásamt Ástráði
Eysteinssyni.
Franz Gíslason (1935-2006; Hin bitra rót bls. 5, Fótatak foringjans bls. 40), kennari og þýð-
andi. Hann þýddi úr ensku og þýsku; einnig úr íslensku á þýsku í samvinnu við Wolfgang
Schiffer og fleiri.
Halldór Jakobsson (1734-1810; Athugaverdt Vid Utleggingar bls. 63) sýslumaður. Hann
skrifaði m.a. eldfjallasögu Islands á dönsku. Rit á íslensku um þýðingar eftir hann kom út
árið 1803, hið fyrsta sinnar tegundar á íslandi.
Ingibjörg Haraldsdóttir (A5þýÖa upphátt bls. 6) fædd 1942, skáld, hefur þýtt úr spænsku
og rússnesku. Hún hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin 2002 fyrir ljóðabókina Hvarsem ég
verð. Nýjasta bók hennar er Veruleiki draumanna - endurminningar (2007).
Jóhanna Gunnlaugsdóttir (Haversk uppástunga bls. 118), fædd 1970; MA í þýðingafræði
frá Háskóla íslands.
Katelin Parsons (Um HalldórJakobsson, bls. 68), fædd 1985 í Kanada er meistaranemi í þýð-
ingafræði við Háskóla Islands. Hún lauk B.A.-prófi í íslensku við sama háskóla árið
2006 og vinnur nú að undirbúningi að lokaritgerðinni sinni um söguleg viðbrögð við þýð-
ingum á Islandi.
Kári Páll Óskarsson (f. 1981; Tvö IjóÖ bls. 42) er ljóðskáld og meistaranemi í þýðingafræði
við Háskóla Islands. Hann hefur m.a. ritstýrt sérstöku þýðingariti sem kom út í tengslum við
alþjóðlega ljóðahátíð Nýhils 2008, og væntanleg er ljóðabók sem nefnist Með villidýrum.
Kendra Jean Willson (f. 1972; Jónas og hlébarðinn - Ljóðstafir og viðtökur Ijóðaþýðinga bls.
72) er doktor í norrænum fræðum frá Kaliforníuháskóla í Berkeley og kennir forníslensku
við Kaliforníuháskóla í Los Angeles.
d .ödSfVý/ájá — Að geta sagt „shit“ fyrir framan dömu
141