Jón á Bægisá - 01.11.2008, Blaðsíða 144
Höfundar ogþýðendur
Federico García Lorca (Hin bitra rót bls. 5), frægasta skáld Spánar á 20. öld, fæddur 1898,
tekinn af lífi í júlí 1936, í upphafi Spánarstríðsins. Samdi ljóð og leikrit. Hér á Iandi þekk-
ir fólk líklega best Vögguþulu hans í þýðingu Magnúsar Asgeirssonar, ásamt leikritunum
Blóðbrullaup, Yerma og Hús Bemörðu Alba, sem öll hafa verið þýdd og sviðsett 1' íslenskum
leikhúsum. Þorgeir Þorgeirson þýddi Tataraþulur og gaf út í Leshúsi 1990, og ári seinna gaf
Jón Hallur Stefánsson út þýðingu sína á bókinni Skáld íNew York. Berglind Gunnarsdóttir
og fleiri hafa spreytt sig á að þýða ljóð Lorca á íslensku og birt í tímaritum og víðar.
Paul Muldoon (Tvö Ijóð bls. 42) fæddist 1951 á Norður-lrlandi og hlaut menntun sína við
Queen’s University í Belfast. Hann hefur verið búsettur í Bandaríkjunum síðan 1987 og
kennir við Princeton háskóla, en var prófessor í ljóðlist við Oxford háskóla árin 1999-2004.
Hann hefur hlodð fjölda viðurkenninga fyrir ljóðlist sína, m.a. T.S. Eliot-verðlaunin 1994,
og árið 2003 fékk hann bæði Pulitzer-verðlaunin og alþjóðlegu Griffin-verðlaunin fýrir bók-
ina Moy Sand and Gravel.
Níels Rúnar Gíslason (f. 1980; Ævintýri Tsjitsjikovs bls. 101) útskrifaðist frá Háskóla Islands
árið 2006 með B.A.-gráðu í íslensku og rússnesku. Bók hans Gott ápakkið, ævisaga Dags
Sigurðarsonar er væntanleg 2008.
Jonathan Swifit (1667-1745; Hœversk uppástunga bls. 118), ensk-írskur rithöfundur, einkum
þekktur fyrir sögu sína Ferðir Gúllivers (Gulliver’s Travels) sem hefur margoft verið endur-
sögð og gefin út sem barnabók en er að sönnu snilldarleg satíra um mannlegt eðli. Onnur
fræg háðsádeila eftir Swift, en síður fallin til að skemmta börnum, er A Modest Proposalfor
Preventing the Children ofPoor People in Ireland Being a Burden to Their Parents or Country,
andfor Making Them Beneficial to the Public sem birtist hér í fýrsta sinn á íslensku.
142
á .jSœytíá — Tímarit um þýðingar nr. 12 / 2008