Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2015 Fréttir Umhverfismál og Parísarráðstefnan um loftslagsmál: Sextán verkefni í sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar Ríkisstjórn Íslands kynnti í síðustu viku sóknaráætlun í loftslagsmál- um til þriggja ára. Áætluninni er ætlað að skerpa á áherslum Íslands í loftslagsmálum og efla starf í málaflokknum til að raun- verulegum árangri verði náð til að minnka nettólosun eins og segir í frétt á vef umhverfisráðuneyt- isins. Áætlunin byggir á 16 verkefnum sem miða að því að draga úr losun, auka bindingu kolefnis úr andrúms- lofti, styðja alþjóðleg loftslagsverk- efni og efla getu stjórnvalda til að takast á við strangari skuldbindingar í loftslagsmálum. Áhersla er lögð á samvinnu stjórnvalda og atvinnu- lífs um að draga úr losun í tilteknum greinum og ýta undir nýsköpun og loftslagsvænar lausnir. Ólík verkefni Í fréttinni segir að átta verkefni miði að því að draga úr nettólosun gróð- urhúsalofttegunda á Íslandi; í sam- göngum, sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun. Lögð verður fram heild- stæð áætlun um orkuskipti í sam- göngum og lagður grunnur að því að bæta innviði fyrir rafbíla á landsvísu. Í sjávarútvegi og landbúnaði verða unnir vegvísar um minnkun losunar í samvinnu atvinnulífs og stjórnvalda. Sett verður aukið fé til landgræðslu og skógræktar og hafist handa við endurheimt votlendis. Einnig verður gert átak til að draga úr matarsóun, sem veldur óþarfa losun. Fjögur verkefnanna miða að því að efla samstarf Íslands og aðstoð við önnur ríki við að draga úr losun og takast á við afleiðingar loftslags- breytinga. Settur verður á fót sam- stöðuhópur um nýtingu jarðhita á heimsvísu, þar sem Ísland verður í forystu. Stuðningur við þróunarríki verður efldur, m.a. verða framlög til Græna loftslagssjóðsins aukin og Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna gert kleift að halda námskeið í þróunarríkj- um sem berjast gegn eyðimerkur- myndun. Virkari þátttaka verður af Íslands hálfu í loftslagsverkefnum á vegum Norðurskautsráðsins. Þá verður hafið skipulagt starf varðandi aðlögun að loftslags- breytingum, sem m.a. verður byggt á skýrslu um áhrif breytinga á Ísland, sem ljúka á 2016. Vöktun á jöklum Íslands verður efld og stefnt að því að gera niðurstöður aðgengilegar fyrir vísindamenn, almenning og ferðamenn og kynna jöklana og umhverfi þeirra sem lifandi kennslustofu um loftslags- breytingar. Sóknaráætlun sett fram í París Í sóknaráætlun sem sett verður fram í tengslum við 21. aðildarríkja- fund Loftslagssamningsins í París (COP21), verður reynt að ná hnatt- rænu samkomulagi um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eftir 2030. Ísland styður metnaðarfullt samkomulag í París með virkri þátt- töku allra ríkja. Ísland hefur kynnt landsmarkmið í aðdraganda fundarins um að taka þátt í sameiginlegu mark- miði Evrópuríkja um 40% minnkun losunar til 2030 miðað við 1990. Staðið skal við skuldbindingar Ekki er gert ráð fyrir að sóknaráætl- unin sé miðstýrð eða að hún komi í staðinn fyrir núverandi aðgerðaá- ætlun til að draga úr nettólosun, sem er ætlað að tryggja að Ísland standi við skuldbindingar sínar samkvæmt Kýótó-bókuninni til 2020. Framvinduskýrsla á næsta ári Settir verða ábyrgðarmenn fyrir verk- efnin og óskað verður eftir fram- vinduskýrslu um hvert verkefni á næsta ári. Verkefni í sóknaráætlun munu setja kraft í vinnu í loftslagsmál- um, fá fleiri að vinnunni og leggja línurnar varðandi markvisst starf til lengri tíma við að minnka losun og efla kolefnisbindingu. Nánari umfjöllun um áætlunina er hægt að finna á vef umhverfis- ráðuneytisins: https://www. umhverfisraduneyti.is/media/PDF_ skrar/Soknaraaetlun---Vidauki.pdf /VH Áhersla er lögð á samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs um að draga úr losun í tilteknum greinum og ýta undir nýsköpun og loftslagsvænar lausnir. Kúabændur hafa varið tugum milljarða í kaup á greiðslumarki – of stór hluti stuðningsgreiðslna ríkisins fer til bankastofnana í formi fjármagnskostnaðar Íslenskir kúabændur hafa frá árinu 1994 til dagsins í dag varið 28,2 milljörðum króna á núvirði í kaup á greiðslumarki í mjólk. Það lætur nærri að bændur hafi greitt um 11–12 krónur á hvern lítra yfir tímabilið í heild sem eru nálægt 25% af beingreiðslum sem bændur fá við framleiðslu hvers lítra. Við þennan kostnað bætist lántökukostnaður og vaxtagreiðsl- ur sem eru ekki inni í myndinni. Samanlagt umfang viðskiptanna nemur 68,9 milljónum lítra. Þetta kom fram í kynningu fulltrúa Landssambands kúabænda á kynningarfundum um gerð nýrra búvörusamninga í síðustu viku. Samantekt LK um umfang greiðslumarksviðskipta byggir að hluta á hliðstæðri samantekt Daða Más Kristóferssonar og Ernu Bjarnadóttur frá árinu 2010. Líklegt er að eitthvað sé um tvítalningu á fjölda lítra þar sem sömu bændur hafa keypt og selt kvóta á tímabilinu. Engu að síður er um háar upphæðir að ræða sem stækka mjög að umfangi ef fjármagnskostnaðurinn væri talinn með. Ekki er til yfirlit um hann en fram kom í máli forsvarsmanna LK nemur sú upphæð milljörðum króna. Á mynd 1 sést verðþróun á greiðslu- marki sem náði hámarki árið 2005 þegar kvótaverð nálgaðist 600 kr. á lítra á núvirði. Athygli vekur að verð á greiðslumarki hækkar hratt eftir gerð nýrra búvörusamninga árin 1997 og 2004. Greiðslumarkið var sett á við sérstakar aðstæður Baldur Helgi Benjamínsson, fram- kvæmdastjóri LK, segir að eftir því sem tímar líða, leiði þessi staða til þess að sífellt hærra hlutfall af stuðn- ingi hins opinbera rennur til fyrr- verandi bænda og fjármálastofnana. „Fram til 2010 var bændum heimilt að gjaldfæra greiðslumarkskaup, en það ár var ákvæði um slíkt fellt út úr tekjuskattslögum, þannig að í dag er einungis heimilt að gjaldfæra kaupin við búskaparlok. Í þessu samhengi öllu er líka nauðsynlegt að hafa í huga við hvaða aðstæður viðskipt- um með greiðslumark var komið á. Mjólkurframleiðslunni hafði verið haldið fastri í fjötrum niðurskurðar framleiðsluheimilda í u.þ.b. áratug, sem var orðið greininni með öllu óbærilegt ástand,“ segir Baldur Helgi. Endurskoðun í nýjum búvörusamningum Umræðan um kvótakerfið og þann kostnað sem hefur fylgt því var til umræðu á bændafundunum í síðustu viku. Meðal annars vegna þess hvað stór hluti af ríkisstuðn- ingi rennur til bankastofnana vegna greiðslumarkskaupa ræða menn nú nýjar lausnir þar sem stuðningskerfi landbúnaðarins verði endurskoðað. Markmiðið þar er að greiðslumarkið eigngerist ekki og að bændur þurfi ekki að verja fjármunum til þess að kaupa sér stuðningsgreiðslur hver af öðrum. /TB Heimild / LK Baldur Helgi Benjamínsson. Mynd / Úr safni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.