Bændablaðið - 03.12.2015, Side 7

Bændablaðið - 03.12.2015, Side 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2015 að fer vel á því að halda áfram „Hrútadags- kveðskap“ frá Raufar- höfn sem fluttur var þann 3. okt. sl. Eimur reykkofanna er brátt úr vitum, en við tekur hin eina sanna hrútalykt sem yfir- tekur allan húsaþef. Brundtíð er gengin í garð, eins konar „aðventa“ sauðfjárbænda. Gísli Einarsson „Landagerðarmaður“ var kynnir á samkomunni. Gústi í Sauðanesi lýsir honum svo: Skýran framburð skortir ei, skallinn koparrauður. Hann er eins og geldingsgrey Gísli bjöllusauður. Birgi stjórnanda lék forvitni á að vita, hvort myndi hægt að nota Jónas Friðrik í fjárleitum. Gústi greip þá tækifærið: Jónas Friðrik skokkar ei með skrílnum, skenkt er honum jafnan eðalvín. Hann mundi bara sitja í sjúkrabílnum og syngja Katarína stúlkan mín. Birgir leitaði gangnafrétta hjá Jóa og Gústa. Jónas Friðrik nýtti þá tækifærið til að jafna leikinn við Gústa: Það valdið hefur vonbrigði mér löngum að verða áheyrandi að fregnum þeim þegar Jói og Gústi eru í göng- um að gerpin skuli alltaf rata heim. Gísli Einarsson fékk svofellt ávarp frá Bergdísi: Sá sem alltaf landa lepur líkar vel og þess hann naut. Landa sína glatt hann getur; það geymist margt í landahaus. Auðvitað skyldi ort um Hrútadagsnefndina, en í henni sátu auk þriggja valkyrja, þeir Árni í Sveinungsvík og Ragnar í Álandi. Jói orti: Í nefndinni er fylking fríð sem fátt sér lætur hagga, en fari að nálgast fengitíð þá forðist Árna og Ragga. Og Gústi var einnig hallari undir kvenhluta nefndarinnar: Ef þau standa hlið við hlið og hafa opinn gúla, eru þau falleg utan við Árna og Ragga Skúla. En Bergdís hélt sig við kyn- systur sínar þrjár í nefndinni. Kynhlutföllin sumsé rétt: Öllu ráða á Raufarhöfn, ræsa mann og annan. Þó ég engin nefni nöfn í næturhúmi fann hann. Og Birgir stjórnandi hlaut einnig sinn skerf. Jói sá hann meira að segja fyrir sér sem kyntröll, þó ögn skorti upp á hæðina: Sæluhljóðin safarík særa blygðun mína, er karlhrútur í Krossavík kumrar við Rósu sína. Gústi kom til samkomunn- ar lítt skipulagður að vanda. Kveðskapurinn á lausum miðum um gjörvallt borð. Um Gústa orti Jónas Friðrik: Samviskan er svört og tæp, samt ég tóri nokkuð hress, og þurfi ég að grafa glæp Gústi hefur blöð til þess. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com Líf og starf Á þessu ári eru liðin 60 ár frá stofnun Sambands garðyrkju- bænda. Af því tilefni komu félagar og gestir þeirra saman til fundar og hátíðarhalda þann 20. nóvember síðastliðinn. Dagskráin hófst fyrir hádegi í Reykholti í Biskupstungum með heimsókn í garðyrkjustöðvarnar Gufuhlíð, Friðheima og Espiflöt þar sem gestgjafar kynntu starfsemi sína og buðu veitingar. Yfir 80 manns mættu enda áhugverðar kynningar í boði. Að loknum heimsóknum lá leiðin að Flúðum þar sem gengið var til fundar. Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, og Gunnar Þorgeirsson, formaður stjórnar Sambands garðyrkjubænda, kynntu stöðu mála í viðræðum um gerð búvörusamninga. Hafliði Halldórsson, fram- kvæmdastjóri kokkalandsliðsins, flutti félagsmönnum hugvekju um garðyrkjuafurðir og gæðamatseld. Magnús Á. Ágústsson og Helgi Jóhannesson, garðyrkjuráðunautar Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnað- arins, fóru yfir ýmsa faglega þætti garðyrkjunnar. Á fundinum kom fram að á fjöl- mennustu garðyrkjustöðvum lands- ins starfa um 30 manns þegar mest er og því mikil umsvif í þessari vaxandi atvinnugrein. Hápunktur fundarins var frum- sýning á heimildakvikmynd um íslenska garðyrkju sem Sambandið lét gera í samstarfi við Profilm og Guðríði Helgadóttur í tilefni afmæl- isins. Myndin hefur verið sýnd í Ríkissjónvarpinu og er aðgengileg öllum í Sarpinum. Um kvöldið bauð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra upp á for- drykk og í framhaldinu var hátíðar- kvöldverður, skemmtidagskrá og dansleikur. Samband garðyrkjubænda 60 ára: Garðyrkjubændur gerðu sér glaðan dag Þ MÆLT AF MUNNI FRAM 143 Notalegt var í vetrarfrostinu að skoða hlý gróðurhúsin að Espiflöt og blómin glöddu augað hvert sem litið var. Mynd / Ívar Sæland gestum. Knútur Ármann, bóndi í Friðheimum, fræddi gesti um garðyrkjustarfsemina og ört vaxandi umsvif í ferðaþjónustu. Tæplega hundrað þúsund gestir hafa Myndir / Ívar Sæland. Formaður Bændasamtaka Íslands, Sindri Sigurgeirsson, færði Sam- bandi garðyrkjubænda afmælis- kveðju sem Gunnar Þorgeirsson, formaður stjórnar, veitti viðtöku. Um lét þess getið að eitt af því sem sameinaði bændur væri nauðsyn veðrinu. Mynd/ Katrín María Andrésdóttir Helenu Hermundsdóttur, garðyrkjubónda í Friðheimum. Sigurður Ingi Jóhannsson og kona leik.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.