Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2015
Fréttir
Markaðsráð kindakjöts er þessa
dagana að fara af stað með
nýtt upprunamerki
fyrir allar íslenskar
sauðfjárafurð-
ir. Merkið
er fyrst og
fremst hugs-
að til þess
að vekja
a t h y g l i
erlendra
f e r ð a -
manna á
gæðum og
s é r s t ö ð u
k j ö t s i n s ,
ullarinnar
og gæranna.
Með því að
allar afurðir verði
undir einu gæða-
legu upprunamerki er
hægara um vik að koma
hinni einstöku sögu íslensku
sauðkindarinnar til skila til þeirra
sem heimsækja landið. Markmiðið er
að íslenskt lambakjöt verði í öndvegi
á sem flestum af betri veitingastöðum
landsins og að allar peysur, húfur og
vettlingar eða annað úr íslenskri ull
verði rækilega merkt. Undirbúningur
hefur tekið nokkra mánuði og verið
unninn í samstarfi við ýmis fyrir-
tæki og stofnanir – þeirra á meðal
Icelandair og Handprjónasambandið.
Fyrstu veitingastaðirnir sem verða
með eru Grillið á Hótel Sögu og
veitingastaðir Icelandair.
Sjálfbær gæðavara af einstöku
fjárkyni
Einn af kostunum við sameiginlegt
upprunamerki fyrir allar afurðir er
sá að snertingar við hvern og einn
ferðamann verða eins margar og
framast er kostur.
Fyrir utan
að kynna merkið inni á veitingastöð-
um og í ferðamannaverslunum, er
einnig samvinna með leiðsögumönn-
um, ferðaþjónustufyrirtækjum og
flugfélögum, enda er lambakjöt
sannarlega þjóðarréttur Íslendinga.
Sérstöðu íslenska fjárins er komið
til skila í merkinu sjálfu og því haldið
til haga að féð kom til landsins með
landnámsmönnum og að stofninn er
óspilltur og einstakur í veröldinni.
Þegar fjallað er um lambakjötið
er sérstaklega dregið fram hversu
rómað þetta holla kjöt er fyrir bragð-
gæði, enda alið á sjálfbæran hátt í
óspjallaðri náttúru á móðurmjólk og
næringarríkum fjallgróðri.
Hver einasta lopapeysa með
upprunamerkinu
Hugmyndin er sú að merkið sjálft
segi ákveðna grundvallar-
sögu en síðan er hægt að
segja óteljandi mis-
munandi undirsög-
ur. Allar eiga þær
að hverfast um
hversu einstakt
íslenska sauð-
féð er, hvort
sem er með
tilliti til sjálf-
bærra búskap-
arhátta, gæða
og hreinleika
eða einstakrar
menningarlegr-
ar tengingar.
Í sérstökum
ullarmiðum er gerð
grein fyrir því að lag-
skipt ullin af íslenska
fénu fyrirfinnst hvergi
annars staðar og lopaklæði og
gærur hafa haldið hita á þjóðinni
í óblíðri íslenskri veðráttu í meira
en þúsund ár.
Stefnt er að því að hver einasta
lopapeysa sem seld er í verslun-
um hérlendis verði merkt, sé hún
sannarlega úr íslenskri ull. Á næstu
vikum og mánuðum er stefnt að
því að fara um allt land og heim-
sækja alla þá sem framleiða eða
selja íslenska ull, ullarvörur eða
gærur.
Erlendir ferðamenn eiga innan
nokkurra mánaða að geta gengið út
frá því sem vísu að ef vörurnar eru
ekta séu þær merktar. Svipað gildir
um matinn. Þeir veitingastaðir sem
setja íslenskt lambakjöt í öndvegi
verða þá sérstaklega merktir og
dregnir fram í veitingastaðaflóru
landsins þannig að ekki ætti að fara
fram hjá nokkrum þeim sem heim-
sækir landið hver þjóðarrétturinn
er og hvað það er sem verður að
prófa í Íslandsferðinni.
Föstudaginn 4. desember verð-
ur haldin þjóðleg Skötumessa á
Hellu.
Í boði verða þjóðlegir réttir
sem æ sjaldnar sjást á borðum;
kæst skata, saltfiskur og plokk-
fiskur með kartöflum, rófum
og hamsatólg. Í eftirrétt verður
boðið upp á ábresti með kanil
og kaffi að góðum íslensk-
um sið. Skemmtunin fer fram í
Íþróttahúsinu á Hellu og hefst kl.
20.45. Að loknu borðhaldi verð-
ur happdrætti. Veislustjóri verður
Ásmundur Friðriksson alþingis-
maður. Miðaverð er 5.000 krón-
ur. Allur ágóði kvöldsins rennur
til reksturs Rangárbakka, sem er
hestasvæðið á Gaddstaðaflötum
við Hellu. /MHH
Þjóðleg Skötumessa
á Hellu 4. desember
Bændasamtök Íslands sóttust
fyrst eftir því árið 2008 að lögum
um notkun á þjóðfána Íslendinga
yrði breytt þannig að heimilt yrði
að nota hann til að auðkenna
innlendar landbúnaðarafurðir.
Það var þó ekki fyrr en á síðasta
ári sem tillaga um þetta kom fram
á Alþingi.
Ekki tókst að afgreiða málið
á síðasta þingi en frumvarpið var
endurflutt á yfirstandandi þingi undir
lok septembermánaðar síðastliðinn.
Eftir fyrstu umræðu fór málið til
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar
þann 14. október.
Frumvarpið hefur nú verið sent
út til umsagnar að nýju, en sam-
kvæmt Sigurði Eyþórssyni, fram-
kvæmdastjóra Bændasamtaka
Íslands, verður ekki skilað inn nýrri
umsögn enda sé frumvarpið óbreytt
frá síðasta ári.
Í frumvarpinu er gert ráð fyrir
heimild til notkunar á fánanum á
dýraafurðir sem hér eru ræktaðar,
hlunnindaafurðir (svo sem æðar-
dún) og nytjajurtir – bæði villtar og
ræktaðar. Með breytingunum má
nota merkinguna líka á sjávarafurðir
sem koma úr íslenskri landhelgi, auk
þess sem heimild er veitt til nota
á matvæli sem eru framleidd hér á
landi og hafa verið á markaði í að
minnsta kosti 30 ár – þótt hráefnið
sé erlent. Dæmi um slíkar vörur væri
til dæmis ORA grænar baunir og
Royal búðingur. Loks verður heimilt
að merkja vörur fánanum sem ekki
eru matvörur, en þar er til dæmis átt
við vörur sem eru hannaðar á Íslandi,
úr íslensku hráefni, eða framleidd-
ar hérlendis. Nægilegt er að eitt
þessara þriggja skilyrða sé uppfyllt.
Lopapeysa sem er hönnuð á Íslandi,
gæti til dæmis fengið merkið þótt
hún sé ekki úr íslenskri ull og ekki
framleidd hér. /smh
Fánalögin send aftur út til umsagnar
Framúrskarandi ferðaþjónustu-
bæir í Flóahreppi
Tvö ferðaþjónustubýli í Flóahreppi
hlutu viður kenninguna „Framúr-
skarandi ferðaþjónustubæir“ á
uppskeruhátíð Ferðaþjónustu
bænda í síðustu viku.
Viðurkenningin er veitt fyrir eins-
taka frammistöðu á árinu og byggist
matið á umsögnum gesta og þeim
gæðum sem staðirnir standa fyrir
að mati skrifstofu Ferðaþjónustu
bænda. Um er að ræða Lambastaði
hjá Svanhvíti Hermannsdóttur og
Almari Sigurðssyni og Hraunmörk
hjá þeim Rósu Matthíasdóttur og
Frey Baldurssyni. Lambastaðir eru
við þjóðveg eitt í nágrenni Selfoss
en Hraumörk er við Skeiðaveginn
umvafið hrauni. Á myndinni eru
verðlaunahafarnir með viðurkenn-
ingar sínar. Frá vinstri: Almar og
Svanhvít og Rósa og Freyr.
/MHH
Útlitsmynd af nýja hótelinu í Laugarási í Biskupstungum. Hægt er að skoða
myndbandið á slóðinni https://www.youtube.com/watch?v=huHdNgLZDVA
Átta tíu herbergja hótel á
sláturhúsa lóðinni í Laugarási
Þeir sem keyptu sláturhúslóðina í
Laugarási af Byggðastofnun stefna
að því að byggja hótel þar sem
leifarnar af sláturhúsinu standa
nú.
Munu lóðarhafarnir vera með
bandaríska fjárfesta á bak við sig.
„Hér eru á ferð sömu aðilar
og reka Alda Hótel í Reykjavík,“
segir Páll Skúlason í Laugarási í
Biskupstungum á bloggsíðu sinni en
þar er hann að vísa í nýtt hótel sem
hefur verið kynnt með myndbandi
á Youtube og stendur til að byggja.
Um er að ræða áttatíu herbergja
hótel í svipuðum gæðastaðli og Hótel
Rangá, með áherslu á heilsurækt og
að gestir dvelji á hótelinu í nokkra
daga í senn og njóti þess sem svæðið
og umhverfið hefur upp á að bjóða.
„Vonir þeirra sem þarna er um að
ræða, standa til þess, að rífa slátur-
húsið alveg á næstunni, og ekki eru
þeir margir sem munu sakna þess.
Ef af þessu verður mun heldur betur
glæðast líf í Laugarási, því hótel kall-
ar á ýmislegt annað,“ segir Páll.
/MHH
Stjórn Framkvæmda- og veitu-
sviðs Sveitarfélagsins Árborgar
hefur samþykkt samhljóða að
hækka gjaldskrá Selfossveitna
frá 1. janúar 2016 um 18%.
Þetta er gert vegna nauðsynlegra
framkvæmda við jarðhitaleit og
virkjun jarðhita á nýjum svæðum.
Ástæðan er vaxandi íbúafjölgun og að
afköst núverandi orkuöflunarsvæða
eru að minnka. /MHH
Gjaldskrá Selfossveitna
hækkar um 18%
Allar íslenskar sauðfjárafurðir
upprunamerktar
Handverk og jólaskap frá Sólheimum í Kringlunni
Jólamarkaður Sólheima verður
haldinn í Kringlunni dagana
3.–6. desember.
Þar verður á boðstólum alls-
konar handverk og listmunir sem
unnir eru af heimilisfólkinu á
Sólheimum.
Þá er einnig boðið upp á brauð,
kökur og nýbrennt og malað lífrænt
Sólheimakaffi til að taka með heim.
Gleðin mun skína úr hverju and-
liti og jólaskapið verður sannar-
lega til staðar. Ef fólk vill virkilega
komast í alvöru jólaskap, þá er bara
að mæta í Kringluna og heilsa upp
á fólkið frá Sólheimum.