Bændablaðið - 03.12.2015, Qupperneq 18

Bændablaðið - 03.12.2015, Qupperneq 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2015 Hagsmunaaðilar hafa tekið hönd- um saman um að marka stefnu og gera aðgerðaáætlun sem hefur það að markmiði að styrkja ímynd íslenska hestsins með samhæfðum skilaboðum, markaðsaðgerðum og kynningarstarfi. Áhersla verður lögð á verðmætasköpun og gjald- eyrisaukningu tengda greininni en fjármögnun verkefnisins stendur nú yfir. „Markaðsumhverfi íslenska hestsins hefur dalað, bæði hér- lendis og erlendis. Hestamennskan er í samkeppni við aðra ólíka afþreyingu sem og við önnur hestakyn. Uppsveifla var í Íslandshestamennskunni fram að hruni, en eftir 2008 hefur hrossasala farið dvínandi og markaðurinn gefið eftir. Þetta stóra verkefni snýst um að beina kastljósinu að hestamennsk- unni í sinni breiðustu mynd,“ segir Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda, en hann situr í verk- efnastjórn viðamikils markaðsverk- efnis um uppbyggingu vörumerkis íslenska hestsins. „Við höfum farið í allsherjar naflaskoðun til að komast að því hvað Íslandshestamennskan stend- ur í raun og veru fyrir. Verkefnið er alþjóðlegt, og er hugsað til að verja hlut íslenska hestsins í hestaheimin- um. Við ætlum þó einnig að horfa á markaðinn innanlands, efla það sem betur má fara. Þannig á ímyndin ekki síst að höfða til hins almenna hesta- manns og leggjum við megináherslu á að örva nýliðun og fjölga í hópi hestamanna,“ segir Sveinn. Byggja á víðtækri reynslu Íslandsstofa sér um framkvæmd verkefnisins og vinnur í samstarfi við verkefnisstjórn sem skipuð er, auk Sveins, Hallveigu Fróðadóttur fyrir Félag hrossabænda, Rúnari Þór Guðbrandssyni og Jónu Dís Bragadóttur fyrir Landssamband hestamannafélaga, Heimi Gunnarssyni fyrir Félag tamninga- manna, Sveini Ragnarssyni fyrir háskólana, Eysteini Leifssyni fyrir útflytjendur, Bergljótu Rist fyrir Samtök ferðaþjónustunnar, Hönnu Dóru Hólm Másdóttur frá atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytinu og Karitas Gunnarsdóttur frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Guðný Káradóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, hefur stýrt verkefn- inu. Íslandsstofa hefur haldið utan um markaðsverkefni á borð við „Inspired by Iceland“ en markmið fyrirtækisins er að efla ímynd og orðspor Íslands, styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs á erlendum mörkuðum og laða erlenda ferðamenn og fjár- festingu til landsins. „Við byrjuðum á að setjast niður í desember í fyrra, kynna aðferða- fræðina og hvað hefur gefist vel. Í framhaldi vorum við beðin um að setja saman verkefnaáætlun í sam- starfi við verkefnastjórn,“ segir Guðný og bætir við að með verk- efnastjórninni sé komin saman þekk- ing og reynsla sem er lykill að góðum árangri. Reynsla Íslandsstofu af ólíkum markaðssóknarverkefnum hafi sýnt að þau verkefni sem ná árangri eru samstarfsverkefni stjórnvalda og hagsmunaaðila þar sem stefnan kemur frá grasrótinni. Það á einnig við nú. „Í dag erum við að ljúka fyrsta áfanga verkefnisins og við erum í því að kynna þetta fyrir hestaheimin- um. Búið er að kortleggja verkefnið, forgangsraða markhópum og mörk- uðum og drög eru komin að aðgerð- aráætlun og áherslum. Nú erum við í þeim fasa að kynna þetta af alvöru og fá samstarfsaðila til að sameinast um þetta verkefni og fjármagna það,“ segir Guðný en fyrir liggur loforð ríkissjóðs upp á 25 milljónir á ári á næstu fjórum árum gegn jafnmiklu framlagi frá greininni. Fjármögnun möguleg ef margir taka þátt Sveinn telur fjármögnun vel mögu- lega ef breið aðkoma verður að verk- efninu. „Við erum svo mörg sem höfum hagsmuni af hestinum með beinum eða óbeinum hætti. Þetta byggir á því að fjöldinn komi að. Félögin sem standa að þessu verkefni, Landssamband hestamannafélaga og Félag hrossabænda, ætla að tryggja ákveðna fjármuni. Síðan verður leit- að til stórra og smárra aðila innan ferðaþjónustu og landbúnaðar og svo dæmi séu tekin, svo sem flugfé- laga, fóðursala, hnakka- og reiðtygja- framleiðenda, hestaferðafyrirtækja og hrossaræktarbúa svo eitthvað sé nefnt.“ Sveinn segir góðan róm hafa verið gerðan að verkefninu þar sem það hefur verið kynnt, en kynning verk- efnisins hefur m.a. verið í höndum verkefnisstjórnar. „Við biðlum til fyrirtækja sem hafa hagsmuni af hestinum með einhverjum hætti að taka þátt. Tekið hefur verið vel í að styðja við það og við erum bjartsýn og teljum að fjármögnun verði okkur ekki erfið.“ Tilgerðarlaus og kraftmikill reiðhestur Aðgerðaráætluninni verður hrint úr vör af alvöru þegar fjármögnun verður tryggð. Skapa á sameiginlega ímynd íslenska hestsins sem vöru- merkis. Ímyndin byggir meðal annars á því að íslenski hesturinn verði þekktur á heimsvísu sem hesturinn sem færir fólk nær náttúrunni, kraft- mikill, ævintýragjarn, tilgerðarlaus og ósvikinn hestur sem tekur þér opnum örmum. Stoðir vörumerkisins byggja á tengslum hans við sögu Íslands og menningu, ævintýri og félagsskap, sem og nálægð við náttúruna. Strax á næsta ári er stefnt að því að auka sýnileika íslenska hestsins á Íslandi, byggja upp vef- og samfélagsmiðla tengda íslenska hestinum, búa til myndefni og segja sögur af íslenska hestinum. Tiltrú á verkefninu Með góðri samvinnu félagasamtaka kringum íslenska hestinn og þeirra sem hafa hagsmuna að gæta er vonast til að verkefnið muni bæta arðsemi greinarinnar bæði hérlendis og erlend- is. Telur Guðný það vel mögulegt miðað við þá góðu vinnu sem farið hefur fram að undanförnu. Hún segir verkefnastjórn hafa unnið vel saman og bendir á að mikil nýliðun hafi átt sér stað í forystu félagasamtaka hesta- mennskunnar á síðasta ári. „Fólkið sem nú er komið í forystu hestamennskunnar skilur gildi þess að vinna saman og að byggja á reynslu og því sem gert hefur verið áður.“ Sveinn tekur undir orð Guðnýjar. „Sú vinna sem búin er að eiga sér stað hefur verið einkar skemmtileg og fróðleg og andinn í verkefnastjórninni góður. Það ríkir mikil tiltrú á verkefn- inu.“ Sveinn segir þó að um langhlaup sé að ræða. „Það að við séum að fara í þetta verkefni núna þýðir ekki það að við klárum nokkurn tímann að markaðs- setja íslenska hestinn. Við þurfum stöðugt að vera í markaðssetningu. Þetta er vonandi aðeins upphafið að markvissu markaðsstarfi.“ HROSS&HESTAMENNSKA Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrun.hulda.palsdottir@gmail.com Upphafið að markvissri markaðssetningu íslenska hestsins: Að tengja hestamenn nánar við náttúruna Skapa á sameiginlega ímynd íslenska hestsins sem vörumerkis. Ímyndin byggist meðal annars á því að íslenski hesturinn verði þekktur á heimsvísu sem hesturinn sem færir fólk nær náttúrunni. Nokkrir samráðs- og vinnufundir hafa farið fram á síðastliðnu ári meðal hestamanna þar sem styrkleikar, veikleikar, tækifæri og hindranir geirans hafa verið greind og rædd. Jeppi stendur ekki undir nafni nema hann sé vel dekkjaður. Ef þú vilt nýta til fullnustu, orku, aksturseiginleika og öryggi jeppans, skiptir sköpum að velja réttu dekkin. Þegar jeppadekk eru annars vegar búum við yfir áratuga reynslu og þekkjum þá eiginleika sem breytilegar akstursaðstæður kalla á. RÉTTU JEPPADEKKIN KOMA ÞÉR ALLA LEIÐ NESDEKK.IS / 561 4200BENNI.IS / 590 2045 Mud-terrain KM2 Bighorn MT-762Open Country MT All-terrain AT Bravo AT-771Open Country AT Fáðu aðstoð við val á jeppadekkjum hjá söluaðilum okkar um land allt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.