Bændablaðið - 03.12.2015, Qupperneq 26

Bændablaðið - 03.12.2015, Qupperneq 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2015 Uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka Vestur-Húnavatnssýslu og Þyts: Lækjarmót besta ræktunarbúið Uppskeruhátíð Hrossaræktar- samtaka Vestur-Húnavatnssýslu og Hestamannafélagsins Þyts var haldin í félagsheimilinu á Hvammstanga fyrir skemmstu. Veittar voru ýmsar viðurkenn- ingar, m.a. fyrir ræktunarbú ársins og knapa ársins. Lækjarmót var valið ræktunarbú ársins 2015, þriðja árið í röð. Þá var að auki boðið upp á fjölbreytta dagskrá, góðan mat og skemmtun. Tókst hátíðin hið besta í alla staði að því er fram kemur á vefsíðu Hestamannafélagsins Þyts. Titilinn knapi ársins hlaut Ísólfur L. Þórisson en hann varð í fyrsta sæti í 1. flokki. Ísólfur hlaut þennan titil líka í fyrra. Í öðru sæti var James Bóas Faulkner og í þriðja sæti var Tryggvi Björnsson. Þorgeir Jóhannesson hlaut titil- inn knapi ársins í 2. flokki, Magnús Ásgeir Elíasson varð í öðru sæti og Sigrún Eva Þórisdóttir í því þriðja. Í ungmennaflokki var Birna Olivia Agnarsdóttir í fyrsta sæti, Kristófer Smári Gunnarsson í öðru sæti og Fanndís Ósk Pálsdóttir í þriðja sæti. Hæst dæmdi stóðhesturinn var Brimnir frá Efri-Fitjum með aðal- einkunnina 8,45. Hæst dæmda hryssan var Snilld frá Syðri-Völlum með aðaleinkunnina 8,37. Uppskeruhátíð æskulýðsstarfs Þyts Uppskeruhátíð æskulýðsstarfsins hjá Hestamannafélaginu Þyti var haldin á Gauksmýri. Um 60 börn og ung- lingar tóku þátt í starfinu á síðasta starfsári. Allir krakkarnir fengu viðurkenn- ingarskjal fyrir þátttökuna og húfu merkta Þyti. Þá voru veitt verðlaun fyrir stigahæstu þrjá knapana í barna- flokki annars vegar og unglinga- flokki hins vegar. Eysteinn Tjörvi Kristinsson var stigahæsti knapinn í barnaflokki. Í öðru sæti var Rakel Gígja Ragnarsdóttir og Ingvar Óli Sigurðsson í því þriðja. Í unglinga- flokki var Karitas Aradóttir stigahæsti knapinn, Eva Dögg Pálsdóttir í öðru sæti og Anna Herdís Sigurbjartsdóttir í þriðja sæti. Nú er tími jólahlaðborða á veitingastöðum og vinnustöðum runninn upp. Auk þess að hafa góðan mat í boði fyrir neytendur þurfa rekstraraðilar veitingahúsa að tryggja öryggi matvælanna. Mikilvægt er að starfsfólk hafi þekkingu á mikilvægi hreinlætis og réttrar meðhöndlunar matvæla til að koma í veg fyrir hættur. Hér eru nokkur atriði sem rekstraraðil- ar og starfsfólk veitingahúsa þurfa að hafa í huga við framkvæmd jólahlaðborða. Innra eftirlit Veitingahús sem bjóða upp á hlað- borð skulu hafa innra eftirlitskerfi sem tekur til hlaðborðsins. Tilgangur innra eftirlits er að tryggja gæði, öryggi og heilnæmi matvæla. Innra eftirlit er fyrirbyggjandi aðferð og miðar að því að koma í veg fyrir að matvæli skemmist eða mengist og geti þannig valdið heilsutjóni. Til að ná árangri er mikilvægt að allt starfsfólk taki virkan þátt og hafi skilning á tilgangi, markmiðum og ávinningi innra eftirlits. Innra eftirlit tekur m.a. á hitastigsskráningum, hreinlætisáætlun, umgengnisregl- um og þjálfun starfsfólks. Sjá upp- lýsingasíðu Matvælastofnunar um innra eftirlit Stjórnun á hitastigi Þar sem gestir setjast ekki allir til borðs á sama tíma eða matvælin standa lengur frammi en 2 klst. þarf að fylgjast vel með hitastigi matvæla. Stjórnun á hitastigi í matvælum er áhrifaríkasta leiðin til að tak- marka eða stöðva fjölgun örvera og þar með hættu á matarsjúk- dómum og skemmdum. Hröð og góð kæling dregur úr fjölg- un baktería, viðheldur gæðum og lengir geymsluþol matvæla. Tryggja þarf órofinn kæliferil frá framleiðanda til neytenda. Eftirlit með hitun matvæla er ekki síður mikilvæg. Sannreyna þarf hitastig með mælingum og halda skal skrá yfir niðurstöður mælinga. • Kaldur matur þarf að vera við 0–4 °C • Heitur matur þarf að vera a.m.k. 60 °C Framreiðsla Bera skal heitan mat fram nægi- lega heitan (a.m.k 60 °C) og skal hitunarbúnaður vera til staðar svo heitur matur haldist við a.m.k. 60 °C. Athuga þarf að hitunarbún- aður á hlaðborði er aðeins til að viðhalda hitastigi en ekki til að hita matvælin upp. Matvæli sem bera á fram kæld skal geyma í kæli (0–4 °C) þar til kemur að framreiðslu. Athuga þarf að kæli- búnaður á hlaðborðum dugar oftast aðeins til að seinka hitun matvælanna upp í umhverfishita ef ekki er um vélkælingu að ræða. Krossmengun og hreinlæti Áhöld þurfa að vera við hvern rétt til að hindra krossmengun á milli rétta. Bakteríur mega ekki berast úr hrárri vöru í soðna eða vöru sem verður ekki soðin. Einnig skal huga að aðskilnaði í eldhúsi við vinnslu hrárra og tilbúinna matvæla til að koma í veg fyrir að bakteríur berist úr hráum mat- vælum (kjöt, fiskur, og grænmeti) yfir í soðin matvæli. Hreinlæti kemur í veg fyrir að bakteríur komist í matvælin og er persónulegt hreinlæti starfs- manna lykilatriði. Handþvottur skiptir afskaplega miklu máli því hendurnar koma víða við. Það er því mikil hætta á að þær beri með sér smit í matinn. Þvoið hendur og sótthreinsið áður en farið er að meðhöndla matvæli og á milli vinnslu mismunandi rétta. Aðskilnaður í eldhúsi, hrein áhöld, ílát, borð og hreinar hend- ur eru grundvallaratriði til að koma í veg fyrir krossmengun í eldhúsinu. Algengustu orsakir matar- sjúkdóma eru skortur á hreinlæti við meðferð matvæla og rangt hitastig sem hefur orðið til þess að örverur hafa náð sér á strik í matvælum. Sjá upplýsingasíður Matvæl astofnunar um bakteríur sem valda matarsýkingum og matareitrunum Ílát og áhöld í snertingu við matvæli Mikilvægt er að nota aðeins ílát og áhöld sem eru sérstaklega ætluð fyrir matvæli. Veljið t.d. vörur sem eru merktar með glas- og gaffal- merkinu eða eru með leiðbeiningar um rétta notkun. Nánari upplýs- ingar má finna á upplýsingasíðu Matvælastofnunar um merkingar á efnum og hlutum sem ætlað er að snerta matvæli. Rétt er að hafa í huga að leirí- lát sem eru ríkulega litskreytt geta gefið frá sér mikið magn af blýi og/eða kadmíum. Óráðlegt er því að geyma matvæli í ílátum úr leir nema fullvíst sé að þau megi nota sem slík. Sjá einblöðung um leir- hluti í snertingu við matvæli. Upplýsingar um ofnæmisvalda Þegar vöru er dreift án umbúða til neytenda verður seljandi að geta veitt upplýsingar um öll þau atriði sem annars er skylt að merkja á umbúðum matvæla. Mjög mikilvægt er að hafa tiltækar og aðgengilegar upplýsingar um ofnæmis- og óþolsvalda. Þær geta komið fram á merkingum við vöruna eða matseðli. Ef upplýs- ingarnar um ofnæmis- og óþols- valda koma ekki fram skriflega, verður að koma fram skriflega að starfsfólk veiti upplýsingar um þá. Ofnæmis- og óþolsvaldar sem verður að merkja/upplýsa með skýrum hætti eru: 1. Kornvörur sem innihalda glút- en: Hveiti, rúgur, bygg, hafrar, spelt, taumhveiti (kamut) eða blendingar þeirra og afurðir úr þeim. 2. Krabbadýr og afurðir úr þeim. 3. Egg og afurðir úr þeim. 4. Fiskur og fiskafurðir. 5. Jarðhnetur og afurðir úr þeim. 6. Sojabaunir og afurðir úr þeim. 7. Mjólk og mjólkurafurðir (þ.m.t. laktósi). 8. Hnetur: Möndlur, heslihnet- ur, valhnetur, kasjúhnetur, pekanhnetur, parahnetur, pistasíuhnetur, goðahnet- ur eða queensland hnetur (Macadamia hnetur) og afurðir úr þeim. 9. Sellerí og afurðir úr því. 10. Sinnep og afurðir úr því. 11. Sesamfræ og afurðir úr þeim. 12. Brennisteinsdíoxíð og súlfít: í styrk yfir 10 mg/kg eða 10 ml/ lítra og gefið upp sem heildar- styrkur SO2. 13. Lúpína og afurðir úr henni. 14. Lindýr og afurðir úr þeim 15. Ítarefni Nánari leiðbeiningar um merkingar og aðra upplýsingagjöf um ofnæm- is- og óþolsvalda ...frá heilbrigði til hollustu Er maturinn á jólahlaðborðinu öruggur? Lækjarmót var valið ræktunarbú ársins þriðja árið í röð. Myndir / Þytur Sameininganefnd skagfirsku hestamannafélaganna átti fund á dögunum og var þá farið yfir atkvæðagreiðslu vegna nafns á nýtt sameinað hestamannafélag í Skagafirði. Nafnið Fluga fékk flest atkvæði og var ákveðið að nýja félag- ið myndi bera það nafn. Á vef Léttfeta, eins af þremur núverandi hestamannafélögum í Skagafirði, segir að önnur vinna varðandi sam- eininguna gangi vel. „Margt þarf að skoða en flest mál eru þó að taka á sig skýrari mynd“, segir í frétt á vef Léttfeta. Skagafjörður: Nýtt sameinað hestamannafélag heitir Fluga Ísólfur Líndal Þórisson, knapi ársins Fyrirspurn um hvort land fáist undir fastastæði fyrir hjólhýsi var lögð fram á fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd- ar Sveitarfélagsins Skagafjarðar nýverið. Varmahlíðarstjórn lagði fram fyrirspurnina. Formaður Varmahlíðarstjórnar kom til fundar og kynnti málið fyrir nefndarmönnum. Nefndin felur starfsmönnum að kanna kostnað við slíka uppbyggingu en mun ekki leggja til að fjármagn til slíkrar uppbyggingar fari inn á fjárhagsáætlun fyrir árið 2016. /MÞÞ Vilja land fyrir hjólhýsi Birna Olivia Agnarsdóttir, knapi Átta tillögur bárust um nýtt nafn á Skeiða- og Gnúpverjahrepp, sveitarfélag í Árnessýslu, en sveitarstjórn óskaði nýlega eftir tillögum frá íbúum. Í stafrófsröð eru tillögurnar eft- irtaldar: Eystribyggð, Eystrihreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Vörðubyggð, Þjórsárbakkar, Þjórsárbyggð, Þjórsárhreppur og Þjórsársveit. „Erindi hefur verið sent til Örnefnanefndar þar sem leitað er umsagnar og samþykki fyrir nöfn- unum. Svör eru væntanleg þaðan seinnipart mánaðarins. Alls voru það 56 einstaklingar sem skiluðu inn tillögu og dreifðust þær misjafn- lega milli nafnanna,“ segir Kristófer Tómasson sveitarstjóri. Til þess getur komið að nærliggj- andi sveitarfélög þurfi að veita umsögn um sum nafnanna. Stefnt er að því að kosning milli þeirra nafna sem samþykkt fá frá Örnefnanefnd fari fram snemma í desember, ef ekki verða tafir á ferlinu. /MHH Nýtt nafn á Skeiða- og Gnúpverjahreppi: Átta tillögur bárust
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.